Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 76

Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 76
44 FRJÁLS VERZLUN vitni, gagnvart aflabresti og verð- falli sjávarafurða. Og sennilega væri krónan óskert. Þetta leiðir hugann að þeirri staðreynd að ríkisstjórnir á ís- landi hafa alltaf átt í miklum örð- ugleikum með launþegasamtökin, þegar um stjórn og skipulag efna- hagsmála hefur verið að ræða. Nú- verandi ríkisstjórn er engin und- antekning. Hinn rómaði vinnu- friður hefur verið keyptur dýru verði, verði ofþenslu á öllum svið- um efnahagslífsins. Og hvað hef- ur slík þróun ekki kostað okkur óendanlega mikið? Ríkisstjórnin hefur aldrei vilj- að láta skerast í odda milli for- mælenda og baráttumanna heil- brigðrar efnahagsmálastjómar og hinna, sem ekkert tillit taka til lögmála efnahagslífsins. Að því leyti hefur ríkisstjórnin brugðizt aftur og aftur. Verkföll eru auð- vitað dýr, en hinn rómaði vinnu- friður hefur einnig orðið kostnað- arsamur og bitnað á fjárhagslegu jafnvægi í þjóðarbúinu og ís- lenzku krónunni, sem um skeið virtist vera að öðlast endurvakið traust heima fyrir og erlendis. Ríkisstjórnin hefur undanfarn- ar vikur unnið að samkomulagi við launþegahreyfinguna um ýms- ar ráðstafanir vegna efnahags- ástandsins. Henni hefur ekki farn- azt betur í þeim viðskiptum en svo oft áður. Um miðjan mánuð- inn lét hún undan hörðu áhlaupi launþegasamtakanna á verzlun- ina. Verzluninni var gert að taka á sig meiri byrðar en aðrar stétt- ir og atvinnugreinar. Jafnframt var verkalýðshreyfingunni fengið verðlagseftirlit við hlið eftirlits- manna ríkisins og verður kostnað- urinn greiddur úr ríkissjóði. Heimild fyrir þessu var til í lög- um, en henni hefur ekki verið beitt. Allar ákvarðanir um verð- lagsmál og önnur mál verziunar- innar, sem komu til framkvæmda vegna samkomulags ríkissjórnar- innar og forystumanna launþega- samtakanna eru gerðar í beinni andstöðu við þá 5—6000 launþega í verzlunarstétt, sem nú óttast versnandi kjör og jafnvel atvinnu- leysi. Þannig varhagsmunumeinn- ar launþegastéttar fórnað vegna hagsmuna annarrar launþegastétt- ar með áður óþekktum hætti. Þeim aðferðum og afleiðingum þeirra var ekki aðeins mótmælt af vinnuveitendum heldur einnig launþegum í verzlunarstéttinni. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar í Verð- lagsnefnd viðurkenndi að verzlun- in gæti ekki til lengdar starfað við núgildandi verðlagsákvæði. En hvernig hyggst ríkisstjórnin þá leysa þann hnút, sem skapazt hefur, annars vegar vegna tap-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.