Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 81
FRJÁLS VEFÍZLUN
4-9
VÍÐS VEGAR AÐ
TÖLVUR OG FRAMÚRSTEFNUMENN
Listamenn eru ekki af baki dottnir fremur en
vanalega. Nú hafa þeir, sem kenndir eru við avant-
garde eða framúrstefnu, fundið nýja aðferð til að
gefa hugmyndaflugi sínu og sköpunargáfu lausan
tauminn. Herma erlend tímarit, að þessi hópur
listamanna sé hvergi nærri nógu ánægður með
þekkingu sína á meðferð tæknilegra og vísinda-
legra tækja. Hafa nokkrir listamenn af þessu tagi
stofnað með sér félag, sem þeir kalla Experiments
in Art & Technology Inc. (EAT), og ætla þeir að
vinna að því að fá rafreikna, tölvur og annað þess
háttar í þjónustu sína. M. a. hafa þeir leitað til
þekktra framleiðslufyrirtækja á þessu sviði, svo
sem AT&T og IBM, og farið fram á að gerður yrði
listi yfir þá vísindamenn í starfsliði fyrirtækjanna,
sem áhuga hafa á að starfa með þeim listamönnum,
sem á tæknilegri aðstoð þurfa að halda. Hafa fyrir-
tækin tekið vel í þessa beiðni, og mun vera tals-
verður áhugi hjá vísindamönnum að starfa með
listamönnunum.
AÐ KOMA ÁR SINNI VEL FYRIR BORÐ
Dean Martin er nú einhver dýrasti skemmti-
kraftur veraldar og hefur velgengni hans á undan-
förnum árum verið gífurleg. Eru árstekjur hans
sagðar vera 5 milljónir dollara (250 milljónir ísl.),
og mun enginn annar bandarískur skemmtikraftur
geta státað af slíku.
Sjónvarpsþáttur hans hefur hvað eftir annað
verið kosinn vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkj-
anna og annar eins fjöldi mun ekki horfa á neinn
annan þátt þar vestra. Þetta er furðulegt, þegar
þess er gætt, að blöð og tímarit hafa greint frá því
hvað eftir annað, að við engan þátt í bandarískum
sjónvarpsstöðvum sé lögð eins lítil rækt. Þá fær
Dean Martin einnig svimandi upphæðir fyrir leik
sinn í kvikmyndum, sem hann leikur í, og þegar
hann kemur fram á almennum næturklúbbum, er
þar jafnan uppselt og komast miklu færri að en
vilja. Loks tæmist honum líka mikill gróði af
hljómplötum, sem hann syngur inn á.
Verður með sanni sagt, að þetta sé vel gert af
manni, sem allir töldu hnígandi stjörnu, þegar hann
og Jerry Lewis gamanleikari slitu félagsskap fyrir
10 árum.
NEYÐARSÍMI HÉR í REYKJAVlK
Norðmenn hafa nú komið fram á sjónarsviðið
með nýtt boðunar- og neyðarkerfi, sem gerir kleift
að nota línur venjulegs bæjarsíma til neyðarhring-
inga beint til slökkviliðs, lögreglu, læknavakta o.
fl. Hefur neyðarsímum verið komið upp á fjölförn-
um svæðum og þéttum íbúðahverfum, og m. a. hef-
ur Reykjavíkurborg fest kaup á slíku kerfi. Svo
óheppilega vildi þó til, að um 75% kerfisins brunnu
inni í Borgarskálabrunanum, en nota á það sem
ónýttist ekki til að koma boðunarkerfi heim til
slökkviliðsmanna.
Þetta nýja neyðarsímakerfi er bæði ódýrara í
uppsetningu og viðhaldi en önnur kerfi af sama
toga spunnin. Þegar hringir frá tæki, sem sett hef-
ur verið upp á fjölförnum stað, slitna þegar öll
önnur samtöl á línunni, og neyðartækið kemst sjálf-
krafa í samband við neyðarsímsvarann. Mikill kost-
ur er, að sá er svarar fær munnlegt samband við
þann er hringir, og getur því tekið niður um hvers
kyns neyðartilfelli sé að ræða, og er því strax hægt
að gera viðeigandi ráðstafanir.