Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 82

Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 82
FRÁ RITSTJÓRIM 1 €>fjið aö versiuninni Lengi hefur sú hugsun verið ríkjandi, ekki sízt innan verkalýðshreyfingarinnar, að verzl- unin væri dragbítur á þróun efnahagsmála á Islandi. Um skeið töldu menn, að þessi hugsvrn hefði dáið út, en nú hefur hún skotið upp koll- inum á nýjan leik, ekki aðeins í skrifumreyndra áróðursmanna, heldur einnig í markvissri við- leitni launþegasamtakanna til að takmarka verzlunarfrelsi á Islandi. Hún birtist nú nýlega, þegar ákveðið var, samkvæmt kröfum laun- þega, að setja ný verðlagsákvæði, sem svipta verzlunina hinu takmarkaða verðlagningar- frelsi, sem hún hafði áunnið sér undanfarin ár. Það gegnir furðu, að þessi hugsun skuli á nýjan leik setja svip sinn á stjómmálaátökin á Islandi. Það er eins og menn hafi gleymt þeirri þróun, sem átt hefur sér stað nokkur síðustu ár. Á sama tíma, sem verzlunarfrelsið jókst, varð hlutur launþega í aukningu þjóðar- tekna stærri en hann hefur nokkru sinni verið og vöxtur þjóðarteknanna á þessu tímabili á sér ekki hliðstæðu. Verzlunin var því engin dragbítur á þá þróun, sem ríkt hefur. Sannleikurinn er sá, að verzlunin hefur stuðl- að að hetri viðskiptaháttum, meira vöruúrvali, á hagstæðara verði en áður hefur þekkzt. Vegna síaukinnar samkeppni var svo komið, að unnt var að fá margar nauðsynjavörur á verðlagi, sem talizt gat fullkomið lágmarksverð. Heil- brigðishættir í verzlun, fóru stöðugt batnandi og þjónusta þeirra í formi aðgengilegri verzl- ana, betri geymslna og þjálfaðra starfsfólks voru kjarabætur fyrir almenning út af fyrir sig. Þessi endurnýjun verzlunarinnar hefur kost- að mikið fé. Það verður því ekki sagt, að fé verzlunarinnar hafi farið til einskis eða til að þjóna duttlungum verzlunarmanna. Fjármagn verzlunarinnar hefur einmitt verið ávaxtað á þann hátt einan, sem neytendur hafa óskað. En hvers vegna er nú krafizt meiri fórna af hálfu verzlunarmanna en annarra stétta þjóð- félagsins í ríkjandi efnahagsörðugleikum. Skýr- ingarinnar er auðvitað að leita í hinum úreltu viðhorfum, sem ríkja innan verkalýðshreyfing- arinnar til verzlunarinnar. Hennar er einnig að leita í þeim misskilningi, að verzlunin hafi yfir tiltakanlegu fjármagni að ráða. Menn hafa séð verzlunina aukast, húðum fjölga og séð útlit verzlana taka miklum framförum. En það er ástæðulaust að ætla, að óeðlilegur gróði sé for- senda þessara framfara. Hin mikla verzlun undanfarinna ára er tímabundið fyrirbæri. Ein- staklingstekjur hérlendis hafa síðustu ár verið meðal hinna hæstu í heiminum. Þetta segir auð- vitað til sín í innanlandsverzluninni. Þar með er ekki sagt, að verzlunin sé aflögufær umfram aðrar stéttir. Rekstrarkostnaður hennar hefur stóraukizt. Umbótaviðleitni verzlunarinnar er sérstaklega rík vegna undangenginna haftaára. Og síðast en ekki sízt verður verzlunin að taka á sig miluð tjón vegna gengisfellingarinnar. Sannleikurinn er sá, að ef gengið væri að öll- um atvinnugreinum landsmanna á þann hátt, sem nú hefur verið gengið að verzluninni, þá væri íslenzka þjóðfélagið gjaldþrota. Hugsunin, sem liggur að baki nýjustu haft- anna á frjálsræði verzlunarinnar, stenzt þvi ekki og er raunar af pólitískum toga spunnin og á ekki heima í hlutlægu mati á þeim úrræð- um, sem grípa þarf til vegna efnahagsástands- ins. Verst er, að þeir, sem verzlunin hefur treyst bezt, virðast ekki geta endurgoldið það traust. Þjónustuviðleitni verzlunarinnar undanfarin ár ætti þó að hafa skapað það. Sannleikurinn er sá, að þeir, sem mest hafa fjallað um verzlunina að undanförnu, eru ýmist andvígir verzlunar- frelsinu sem slíku eða haldnir vanþekkingu á kjörum hennar.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.