Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1968, Blaðsíða 11
FRJAL5 VERZLUNI 7 Við Ölgerðina starl'a um 100 manns að jafnaði. vík. Hún var til húsa við Norður- stíg, þar sem Fiskhöllin er nú. Þessi ölgerð varð mjög skammlíf. en „Egill Skallagrímsson“ lifði af áföllin og vegur þess fyrirtækis fór vaxandi. Árið 1915 sigldi Tómas til Dan- merkur og vann þar við ölgerðina Stjörnuna, sem verkamannafélög- in dönsku ráku þar til fyrir tveim árum. Síðar sigldi Tómas svo aft- ur utan til náms og vann þá nokk- urn tíma við þýzka ölgerð. Þegar Tómas kom heim úr fyrri siglingunni, hófst hann þegar handa við að hagnýta aukna þekk- ingu sína í þágu fyrirtækis síns. Það starf sá fljótlega sinn ávöxt og 1917 flytur Ölgerðin Egill Skallagrímsson í nýtt húsnæði að Njálsgötu 21, en þar hafði Tómas keypt lóð og byggt yfir fyrirtæki sitt. Tómas ætlaði sér að hefja framleiðslu á Pilsneröli í nýja hús- næðinu, en tæki reyndust ekki nógu góð og ásetti Tómas sér þá að afla nýrra ölgerðartækja og reisa hús, sem að öllu levti gæti jafnast á við erlend ölgerðarhús. 1924 eru húsakynnin við Njálsgötu svo stækkuð og endurnýjun á tækjakosti hafin. Tveimur árum síðar réðist þýzk- ur ölgerðarmaður til starfa hjá fyr- irtækinu og á því ári kom „Pilsn- erinn“ á markað. Þetta nýja öl varð þegar i stað mjög vinsælt og svo fór, að það útrýmdi alveg danska ölinu, sem fram að þessu hafði svo til einokað íslenzka markaðinn. Ölgerðin, sem fyrst leit dagsins Ijós í óhentugu hús- næði Þórshamarskjallarans, stóð nú með pálmann í höndunum. „En þessi sigur dró dálítinn dilk á eftir sér“, segir Tómas. „Fram að honum höfðu engir tollar verið á innlendri öl- og gosdrykkjafram- leiðslu, en nú vaknaði ríkisstjórn- in við vondan draum; búin að missa allar tollatekjurnar, sem hún hafði haft af erlenda ölinu. Til þess að bæta sér þetta upp valdi ríkisstjórnin þann aðila, sem hafði rænt hana þessum tekjum og setti framleiðslutoll á alla innlenda öl- og gosdrykkjaframleiðslu. Þessi tollur hefur svo margfaldazt með árunum“. En danska ölið varð ekki að- eins að lúta lægra haldi fyrir Pilsner Ölgerðarinnar með íslenzk- um. „Við konungskomuna 1926“, segir Tómas, „seldum við Pilsner um borð í konungsskipin og líkaði dönsku liðsforingjunum hann svo vel, að þeir tóku hann framyfir danska ölið. Þetta varð til þess, að konungur veitti O'kkur konung- légan- hirðsalatitil og héldum við honum allt til ársins 1944, að leið- ir fslendinga og Dana skildu". Tvíefld af þessum sigrum yfir danska ölinu hélt Ölgerðin Egill Skallagrímsson áfram að blómg- ast og stækka. „Árið 1929 keypti ég íbúðarhúsið Njálsgötu 19“, seg- ir Tómas, „breytti því og setti þar upp ölsuðuvélar. Um líkt leyti keypti ég líka Frakkastíg 14 B“. Næst rennur svo Alþingishátíð- arárið upp. Það ár urðu tveir at- burðir öðrum fremur í sögu fyrir- tækis Tómasar; gosdrykkir komu í fyi'sta sinn á markaðinn undir merki þess og fyrirtækið eignaðist sinn fyrsta bíl. „Bílinn keypti ég til ölflutninga austur á Þingvöll“, segir Tómas. „Þar leigðum við okkur stórt lag- ertjald til að geta dreift ölinu á sem hentugastan máta í sölutjöld- in, því það var mikið drukkið af Egils-öli á hátíðinni“. Hinn atburðurinn, sem að fram- an er minnzt á, varð með þeim hætti, að Tómas keypti litla gos- drykkjaverksmiðju, sem Siríus hét. Hófst þá framleiðsla á gos- drykkjum undir merki Ölgerðar- innar og á markaðinn komu þær þrjár tegundir, sem þá þekktust; appelsín, sítrón og jarðarberja- límonaði. Skömmu siðar keypti Tómas svo aðra gosdrykkjaverk- smiðju, sem fyrirtækið Nói rak áður. Árið 1932 er Ölgerðin Egill Skallagrímsson gerð að hlutafé- lagi, en þá sameinaðist henni Öl- gerðin Þór, sem um tæplega tveggja ára skeið hafði framleitt bæði öl og gosdi-ykki. Við þenn- an samruna bættist hlutafélags- skammstöfunin — hf fremst í nafn Ölgerðarinnar og hefur hún haldizt þar síðan. Síaukinn tækjakostnaður krafð- ist auðvitað rýmra húsnæðis og í byrjun heimsstyrjaldarinnar síð- ari byggði hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson á Þórslóðinni við Þverholt. Þangað var svo öll gos- drykkjaframleiðsla fyrirtækisins flutt, en ölið var áfram framleitt við Njálsgötuna. í lok stríðsins var húsnæðið við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.