Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.12.1968, Qupperneq 48
ZB FRJAL5 VERZLUN FJÁRMÁLAÞRÓUNIN INNAN EFNAHAGSBANDALAGSINS f síðustu skýrslu sinni um efna- hagsþróunina innan Efnahags- bandalags Evrópu segir Fram- kvæmdaráð bandalagsins, að iðn- aðarframleiðslan þar hafi náð sér eftir þau áföll, sem urðu í verkföll- unum í Frakklandi í maí sl. Á tímabilinu apríl til maí hafði heild- arframleiðsluvísitala iðnaðarins fallið úr 185 niður í 170 (1958 = 100). Frá því um miðjan júní hef- ur iðnaðarframleiðslan hins vegar náð, ef ekki farið fram úr fyrra vaxtarhlutfalli sínu. Önnur afleiðing af atburðunum í Frakklandi var rýrnun á gull- og gjaldeyrisforða Efnahagsbanda- lagsins. Nam rýrnunin á öðrum ársfjórðungi um 1.500 millj. doll- ara og var aðalorsök hennar mikil rýrnun á gull- og gjaldeyrisforða Frakklands sem síðan hefur rýrn- að enn að mun, eins og kunnugt er af fréttum að undanförnu. Þjóðverjar vilja nánari samvinnu í peningamáliun Félag bankastjórnarmanna í V- Þýzkalandi hvatti í síðustu árs- skýrslu sinni til nánari samvinnu milli aðildarríkja Efnahagsbanda- lagsins í peningamálum. Þetta fé- lag, sem nær til einkabanka lands- ins, heldur því fram, að framfarir í peningamálum innan Efnahags- bandalagsins gæti orðið til þess að hvetja fyrir aukinni sameiningu bandalagsríkjanna á öðrum svið- um. Leggur félagið til, að sam- ræming efnahagsstefnunnar innan bandalagsins ætti að verða fengin í auknum mæli í hendur Fram- kvæmdaráði bandalagsins. Ríkis- stjórnum einstakra aðildarríkja skyldi falið að láta uppi athuga- semdir sínar varðandi tillögur, sem fram kæmu án þess að þær væru neyddar til að fallast á þær. Á þennan hátt myndi fást betra yfirlit yfir það, sem Framkvæmda- ráðið teldi nauðsynlegt í efnahags- legu tilliti og það, sem ríkisstjórn- ir hinna einstöku ríkja teldu raun- hæft í stjórnmálalegu tilliti. Eftirlit með erlendri fjárfestingu í Frakklandi Franska stjórnin hefur skýrt Framkvæmdaráði Efnahagsbanda- lagsins frá því, að fjárfestingi í Frakklandi, sem á rót sína að rekja til annarra ríkja bandalags- ins, verði að tilkynna hinu opin- bera, jafnvel þó að ekki verði um það er að ræða, að leyfi til hennar verði hafnað. Frakkland kom á eftirliti með erlendri fjárfestingu í janúar í fyrra en það er ráð- stöfun, sem Framkvæmdaráðið hefur talið ósamrýmanlega ákvæð- um bandalagsins um frjálsan flutning fjármagns. Franska stjórnin er þeirrar skoðunar, að henni sé nauðsyn á að hafa eftir- lit með erlendri fjárfestingu, unz ríkin sex í Efnahagsbandalaginu hafi tekið upp sameiginlega stefnu varðandi fjárfestingu af hálfu þeirra ríkja, sem ekki eru með- limir í bandalaginu. Nær þetta einnig til fjármagns, sem er veitt frá einu meðlimaríki inn í annað, en á uppruna sinn utan Efnahags- bandalagsins. Verðfall peninganna Lækkun á gildi peninga er reiknað út með því að finna út, hve kaupmáttur einstakra gjald- miðla heima fyrir hefur minnkað, byggist sá útreikningur á hækk- un opinberrar vísitölu á fram- færslukostnaði. Gildi opinberra út- reikninga á heildarverðlagi er mis- munandi frá landi til lands og skiptir þar máli, til hvaða flokka vörutegunda og þjónustu hún nær, og ýmsum öðrum þáttum. Með- fylgjandi tafla sýnir rýrnun pen- inga í ríkjum Efnahagsbandalags- ins, Fríverzlunarbandalagsins og í Bandaríkjunum á tímabilinu 1957 —1967. Á þessu tíu ára tímabili hefur rýrnun á verðgildi peninga orðið mest innan Efnahagsbanda- lagsins í Frakklandi og í Dan- mörku innan Fríverzlunarbanda- lagsins. Minnzt hefur hún orðið í Bandaríkjunum af hinum stærri ríkjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.