Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Síða 61

Frjáls verslun - 01.12.1968, Síða 61
FRJALS VERZLUN 33 AF ERLENDUM VETTVANGI JAPAN - EITT AF EFNAHAGSSTÓRVELDUM HEIMS Þjóðaríramleiðslan kann að tvöfaldast á nœstu níu árum. Japan er orðið eitt af mestu efnahagsstórveldum heims og lief- ur getað státað af einhverjum mesta hagvexti í heimi eða um 10% á ári undanfarin ár. Japanir sýndu það fyrstir Austurlanda- VÖXTUR AÐALIÐNGREINA: Framleiðsluaukning á stáli 315% Framleiðsluaukning flutningatœkja 1.400% Aukning skipasmíða 400% þjóða, hve auðvelt þeir áttu með að læra og hagnýta sér framfarir tæknialdarinnar. Þess vegna hef- ur saga þeirra og örlög á þessari öld orðið allt önnur en annarra þjóða Asíu bæði til góðs og ills. Nú geta Japanir samfara efnahags- legum mætti sínum státað af því að vera friðsamlegasta stórveldi heims. Her þeirra er aðeins til að nafninu til. í honum eru um 250.000 manns, sem í samanburði við hernaðarstórveldin er næst- um hlálega lág tala miðað við 100 millj. manna þjóð. Efnahags- leg geta þjóðarinnar og fjölmenni eru augljósar forsendur þess, að Japanir gætu gerzt hervelai, hve- nær sem er, og vegna tæknikunn- áttu sinnar myndu þeir sjálfsagt geta framleitt kjarnorkuvopn á örskömmum tíma. Samkvæmt friðarsamningum þeim, sem gerðir voru eftir heims- styrjöldina síðari, er þó hvorugt Japönum hsimilt. Þeir eiga eklci heldur erfitt með að sætta sig við slíkt. Þeir hafa fengið nóg af hern- aði og óbeit á honum er rík á meðal þjóðarinnar. í staðinn hafa þeir unnið stórkostlega efnahags- lega sigra út á við eftir heims- styrjöldina i skjóli lýðræðis og frjáls framtaks, svo að ekki ein- ungis snauðar þjóðir Asíu geta tekið þessa framtakssömu þjóð sér til fyrirmyndar heldur þjóðir um allan heim. Dugnaður og geta Japana er þeim mun athyglisverð- ari, þar sem iand þeirra er snautt af hráefnum, og því síður en svo vel til þess fallið að verða miki'ð iðnaðarland, heldur jafnvel þvert á móti. Máttur landsins byggist fyrst og fremst á fólkinu sjálfu. Það er dugnaður þjóðarinnaiv

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.