Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Side 5

Frjáls verslun - 01.12.1970, Side 5
rRJÁLS VERZLUN 3 FRJÁLS VERZLUN 11.—12. tbl., 30. árg. 1970. Mánaðarlegt timr.rit um viðskipta- og efnahags- mál — stofnað 1939. Gefið út i samvinnu við samtök verzlunar- og athafnamanna. Meðal annarra orða... Skuttogaraárið 1970 Togaraútgerð okkar fslend- inga hefur löngum verið bit- bein í mörgum skilningi, út af fyrir sig eitt af þessum ómiss- andi þrætueplum. Togurum hefur fækkað mjög á seinni árum og togaraflotinn er nú að miklu leyti gömul skip. í árs- byrjun áttum við einn lítinn skuttogara, í árslok verða þeir líklega orðnir fimm — og þá verða átta stærri í smíðum. Sem sé, nú á að endurnýja togaraflotann með skuttogara- kaupum. í grein í blaðinu er yfirlit yfir kaup og samninga á þessu ári — en i annan stað er vikið að skuttogurunum í þættinum ,,Á flakki“. Útgáfu annast: Frjálst framtak hf. Skrifstofa að Suðurlands- braut 12, Reykjavik. Pósthólf 1193. Símar: 82300, 82302. Framkvæmdast jóri: Jóhann Briem. Ritstjóri: Herbert Guðmundsson. Setning og prentun: Félagsprentsmiðjan hf. Myndamót: Rafgraf hf. Brot og hefting: Félagsbókbandið hf. Áskriftarverð á mán kr. 95,00. öll réttindi áskilin. Endurprentun að hluta eða öllu leyti óheimil, nema til komi sérstakt leyfi útgefanda. i Fjarstœða, að Eimskip hali einokunaraðstöðu Útgerð verzlunarskipa er einnig til umræðu í þessu blaði, í ítarlegu viðtali við Óttar Möller, forstjóra Eim- skips. Þar svarar hann ýms- um aðfinnslum í garð fyrir- tækisins, og ræðir af hispurs- leysi um aðstöðu verzlunar- skipaútgerðarinnar. Eimskip á nú 13 skip og eitt í smíðum. Sýningar- og auglýsingalólk, nýr starfshópur Tízkusýningar eða sýningar á nýjum fatnaði og tilheyr- andi er að verða töluverð atvinnugrein innan verzlunar og þjónustu hér á landi, og síðustu misseri hefur verið að mótast skipulag slíkrar þjónustu. Fyrstu samtök þess fólks, sem hér á í hlut, voru Módelsamtökin, og í blaðinu er rætt við forráðamenn þeirra um samtökin og þjónustu þeirra.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.