Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Síða 13

Frjáls verslun - 01.12.1970, Síða 13
FRJALS VERZLUK 11 Kiss af 560 tonna togaranum, sem Stálvík hf. smíðar nú fyrir Siglfirðinga — hann verður með skutkefli. ig að þeir fái lengri frest til að greiða 80% af kaupverðinu. Skulu 80% greiðast á 18 ár- um, en 7.5% framlag ríkisins að þeim tíma liðnum, ef greiðslugeta er fyrir hendi. Eftir að tilboðin, sem bárust í togarna sex, höfðu verið at- huguð gaumgæfilega var ljóst að þrjú voru hagstæðust — frá sambandi spænskra skipa- smíðastöðva, frá Centromor í Póllandi og Slippstöðinni hf. á Akureyri. Voru viðræður við þessa aðila hafnar mjög fljót- lega. Erlingur Þorkelsson vél- fræðingur, hafði athugað þessi tilboð nánar, og gerði hann m.a. ýmsar breytingartillögur á til- boðum Spánverja og Pólverja. SAMNINGAUMLEITANIK VIÐ PÓLVERJA. Viðræður til undirbúnings samninga við pólsku aðilana hófust í lok júlímánaðar. Að þeim loknum tóku Pólverjar sér frest til að svara fyrirspurn samninganefndarinnar um smíði tveggja skuttogara sam- kvæmt upphaflegu útboði skut- togaranefndar með breytingar- tillögum þeim, er Erlingur hafði gert. í viðræðunum kom í ljós, að fulltrúar pólsku skipasmíða- stöðvarinnar voru mjög tregir eða jafnvel ófáanlegir til að bjóða í færri skip en sex af þessari gerð, en kváðust fúsir til að smíða tvö skip, eins og Ögurvík hf. hafði samið um smíði á. íslenzka sendinefndin óskaði þá einnig eftir tilboð- um í Ögurvíkurge'rðina en með 5 metra lengingu, stækkun vél- ar um 600 ha. annari gerð tog- vindu og nokkrum öðrum breyt- ingum. SAMIÐ VIÐ SPÁNVERJA. Fulltrúar spænsku skipa- smíðastöðvarinnar Astilleros Luzuriaga S.A., Pasajes de San Juan við San Sebastian tóku upp samningaviðræður við ís- lenzku samninganefndina í byrj un ágústmánaðar sl. Óskaði samninganefndin eftir því, að þeir gerðu tilboð í tvo skuttog- ara á sama grundvelli og ósk- að hafði verið eftir við Pól- verja. Að loknum viðræðunum gerðu Spánverjarnir tilboð, sem dagsett var 8. ágúst. Til- boðið stóð aðeins 10 daga, og var það samþykkt innan þess tíma. Samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnarinnar fór samninga- nefnd um smíði skuttogara til Spánar 25. ágúst, til að ganga frá samningum í einstökum atr- iðum. Samningar tókust og voru undirritaðir í Pasajes hinn 10. september sl. Stærð skip- anna tveggja er rúmlega 1000 smálestir, heildarlengd 68 metr- ar, breidd 11.6 metrar. Afhend- ingartími fyrra skipsins er 18 mánuðum eftir staðfestingu isamnings, en hins síðari 21 mánuði. Hinn 14. september var ít- rekuð beiðni um að fá verð- tilboð frá Pólverjum, þar sem allar breytingar yrðu teknar til greina. Pólverjar töldu hins vegar að ef lengja ætti skipin og koma fyrir auknu vélarafli, þá jafngilti það hönnun á nýrri skipstegund. Spánverjar töldu sig hins vegar geta smíðað tvo togara til viðbótar, ef því til- boði yrði tekið fyrir 15. októ- ber. Var það úr að gengið var að tilboði Spánverja um tvo togara til viðbótar. Nokkur á- greiningur varð um þetta atriði, m.a. í borgarstjórn Reykjavík- ur. M.a. taldi Sigurjón Péturs- son, fulltrúi Alþýðubandalags- ins, að ólíkt hefði verið unnið að samningum við Spánverja og Pólverja, og ekki óeðlilegt að samningar hefðu gengið greiðlegar við hina fyrrnefndu, þar sem farið hefði verið til Spánar til viðræðna. Samning- ar við Pólverja hefðu á hinn bóginn ekki verið kannaðar til þrautar. Þá kvað Sigurjón það vera staðreynd, að íslendingar hefðu enga reynslu af skipa- smíðum Spánverja. Borgar- stjóri Geir Hallgrímsson, sagði í þessu sambandi, að eðlilega hefði ekki verið unnt að fara til Póllands fyrr en komið heíði fram svar um að þeir vildu smíða togaranna samkvæmt út- boðsskilmálum. Enn fremur vitnaði borgarstjóri til ummæla sérfræðinga, sem telja Spán- verja fullfæra til að smíða þessi skip. ERFIÐLEIKAR SLIPPSTÖÐVARINNAR H.F. Þá hefur togarnefnd ríkis- stjórnarinnar átt samningavið- ræður við Slippstöðina hf. á Akureyri um tvo skuttogara. Ljóst er að Útgerðarfélag Akur- eyringa hf. fær annan togar- ann, ef ekki báða. Upphaflega höfðu verið geiðir bráðabirgða- samningar milli Slippstöðvar- innar hf. og Súlna hf. (Leó Sig- urðsson) um smíði rúml. 1000 tonna skuttogara. Upphaílegt tilboð Slippstöðvarinnar var 124 milljónir, en fór í 144 millj- ónir króna við kauphækkanir- arnar í vor, og fyrir nokkru aftur í 168 milljónir. Leó hef- ur lýst þeirri skoðun sinni í

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.