Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Qupperneq 24

Frjáls verslun - 01.12.1970, Qupperneq 24
zz FRlJALS VSRZLUN athugunar og vonast ég til að úrbætur verði gerðar og sann- gjörn lausn fáist. f fyrra voru tekjuafgangur og afskriftir Eimskipafélagsins um 150 milljónir. Þetta þóttu mikil býsn og sýna aðra og betri mynd af afkomu atvinnu- veganna, en talsmenn þeirra hefðu látið í veðri vaka. Á þennan hagnað va.r m. a. bent við kjarasamningana í vor, sem dæmi um getu fyrirtækja til að greiða stórhækkað kaup . . . Þegar brúttóhagnaður af rekstri Eimskipafélagsins 1969 er nefndur gleymist gjarnan, að lengi hefur reksturinn ekki staðið undir skattalega leyfðum fyrningum og stutt er síðan beint tap var á rekstrinum svo árum skipti. Rekstrarafkoma ársins 1969 kann að sýnast góð, miðað við íslenzkar aðstæður, sé litið á það ár eitt. Sé hins vegar litið á reksturinn yfir lengra tímabil vegur þessi hagn aður ekki upp töpin, sem urðu af rekstrinum. Óraunhæft er með öllu að tala um gróða í þessu sambandi. Ef við gerum okkur grein fyrir því, að end- urbyggingarkostnaður núver- andi skipastóls félagsins nemur vafalaust ekki minna en 3000 milljónum króna, verður okkur Ijóst að 150 milljónir í afskrift- ir og hagnað ná skammt til að viðhalda skipastólnum, því síð- ur að auka hann og bæta. Hér er einfaldlega ekki um næga fjármagnsmyndun að ræða mið- að við hina miklu fjárfestingu, sem bundin er í rekstrinum. Til marks um hina brýnu nauðsyn þess að verulegur, ár- legur rekstrarhagnaður sé hjá félaginu má minna á þá stað- reynd, að tvö af elztu skipum félagsins m.s.,,Gullfoss“ og m.s. „Lagarfoss“ hafa verið afskrif- uð í rekstrarreikningum félags- ins þau 20 ár, sem skipin hafa verið í eigu þess, samtals um 22.5 milljónir íslenzkra króna. Vart mun ofmælt þótt áætlað sé að þessi tvö skip yrðu ekki end- urbyggð í dag samkvæmt kröf- um tímans fyrir lægri fjárhæð en næmi einum milljarði ís- lenzkra króna. Af þessu má nokkuð marka afskriftaþörfina. Ég tel að skilningur almenn- ings sé að vakna á nauðsyn þess að íyrirtæki geti afskrilað eign- ir og hagnast. Ég held einnig að þeir fáu stjórnmálamenn, sem halda því fram í hita bar- áttunnar, að dreifa og eyða beri jafnóðum öllu sem sparast, tali gegn betri vitund. í stað þess að hindra nauðsynlega fjár- magnsmyndun með skammsýn- um verðlagsákvæðum og of- sköttun á fyrirtækjum, mætti setja hömlur á það hvernig á- góða er varið eins og tíðkast í ýmsum nágrannalöndum okkar, með breytingu á fyrningaregl- um og skattheimtu. Fagna ber að vænta má á næstunni nýrra laga um skattlagningu og verð- lagsmál. í sambandi við nauðsyn á auknum skilningi á velgengni fyrirtækja hefur mér oit dott- ið í hug það sem ég man einna bezt eitir sem lítill drengur í Stykkishólmi. Þá voru bílar ekki orðnir algengir. Hinn mikli heiðursmaður Hatliði Sveinsson póstur kom reglulega með póst- inn á hestum frá Borgarnesi til Stykkishólms. Ég minnist þess á vetrum, þegar ég beið eftir Hafliða, oft i slæmum veðrum, hjá föður minum, sem var póst- meistari í Stykkishólmi. Haf- liði þurfti að fara yfir erf- iðan fjallveg, Kerlingaskarð, þar sem margir höfðu orðið úti í vetrarveðrum. Það fyrsta, sem Hafliði gerði þegar hann hafði tekið ofan af hestunum og afgreitt póst- inn, var að koma hestunum í hlýtt og gott hesthús, gefa þeim hey og fóðurbæti og breiða yfir þá hlýlegt áklæði. Eftir að þessu var lokið fór hann fyrst að hugsa um húsaskjól og mat fyrir sjálfan sig. Hestarnir voru fyrirtækið hans Hafliða pósts. Þið talsmenn Eimskipafélags- ins segið oft, að Eimskip sé fyrirtæki allrar þjóðarinnar. MikiII fjöldi fólks á hlutabréf í félaginu — og raunar einnig ríkið sjálft. En er rekstrarfyr- irkomulagið heppilegt, liefur fjöldinn raunverulega nokkur áhrif og hefur hlutabréfaeign hans nokkra grundvallarþýð- ingu nú, þótt svo hafi verið í upphafi. Eimskipafélag íslands eiga nú um 11.200 íslendingar. Hlutabréf í félaginu munu finnast hjá flestum fjölskyldum hvarvetna á landinu. Upphaflegt takmark með stofnun félagsins var að tryggja landsmönnum sem beztar og ör- uggastar samgöngur á sjó, síðar samgöngur almennt. Ef nokk- urn tíma er hægt að tala um þjóðarfélag, þá held ég að Eim- skipafélag íslands beri það nafn með réttu. Hlutaféð er um 48 milljónir króna. Stærstu hlut- hafarnir eru ríkissjóður og Há- skólasjóður. Meðalhlutafjáreign einstaklinga er 400 krónur. Við vitum um mörg dæmi þess, að hluthafar Eimskipafé- lagsins víðs vegar um landið bera mikla umhyggju fyrir vel- ferð þess. Þegar hlutafélög verða svona stór og hluthafarn- ir margir og smáir og auk þess dreifðir um allt land, verður það til þess að færri mæta á aðalfundum en æskilegt væri. Það er staðreynd að í stjórn félagsins frá upphafi hafa ver- ið kosnir þjóðkunnir sæmdar- menn, sem almenningur ber traust til. Ef út af upphaflegri stefnu hefði verið vikið, er ég viss um, að hinir mörgu, þöglu hluthafar og velunnarar félags- ins mundu láta til sín heyra. Mundi ekki vera fjarri lagi að líkja áhrifum hluthafanna á stjórn og rekstur fyrirtækisins við áhrif kjósenda í lýðræðis- þjóðfélagi. Nýlega hófu Eimskipafélagið og Flugfélagið rekstur ferða- skrifstofu, sem virðist hafa hleypt talsverðu lífi í samskipti flutningafyrirtækja og ferða- skrifstofa, og er umdeilt, hversu heppilegt það hafi verið, og inn í þær deilur blandast einnig bein og óbein afskipti ríkisins af þcssum atvinnugreinum. Hver er þín skoðun? Ferðaskrifstofur hafa starfað á íslandi undanfarna áratugi, mismunandi margar og mis- munandi lengi. Allar hafa þær annazt sölu farseðla með skip- um og flugvélum. Fyrir nokkr- um árum hófu tvær þessara

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.