Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 29
FRJALS VERZLUN 27 Unnur. anna fari utan til sérstakrar þjálfunar. Hverjir kaupa þjónustuna? Sýningar á fatnaði og öðrum vörum eru yfirleitt á vegum fyrirtækja eða samtaka þeirra, ellegar félagasamtaka. Svipað er um þátttöku í gerð auglýs- inga, en þar koma meira en ella inn í spilið auglýsingastofurn- ar og kvikmyndagerðir. Kostnaðurinn? Eðli þeirrar þjónustu, sem Módelsamtökin veita, er af mörgum toga spunnið, og fer kostnaðurinn því eftir ýmsum atvikum. Algengt er þó, að á fatnaðarsýningu kosti sýning hverrar flíkur um 250 krónur. Elísabet. Og við gerð auglýsinga er yf- irleitt tekið fast verð fyrir hverja unna klukkustund, kost- ar fyrsta stundin 1500 kr., sið- an hver stund 500 kr. Að með- altali má áætla að taki um 3 klukkustundir að taka nokk- urra sekúndna auglýsingamynd í sjónvarp. Vandaður undirbúningur, betri árangur. Það sem af er hefur það ver- ið algengast, að óskir um þjón- ustu Módelsamtakanna bærust ekki fyrr en á síðustu stundu. Er það álit forráðamanna sam- takanna, að á þessu þurfi nauð- synlega að verða mikil breyt- ing, því vandaður undirbúning- ur þýði betri árangur, og þá meira gagn af þeirri fyrirhöfn og þeim kostnaði, sem lagt er í. Auglýsingastofurnar, sem ætla mætti að hefðu að öðru jöfnu meiri skilning á gildi undirbúningsins, hafa verið undir sömu sökina seldar og aðrir aðilar, sem kaupa þjón- ustu sýningar- og auglýsinga- fólksins. Þar er þó undantekn- ingu að finna. Við gerð auglýsinga hefur hæfni myndatökumanna ekki minni á'hrif á árangurinn en auglýsingafólksins, og lipurt samstarf verður að vera milli þessara aðila. Undirbúningur sem að sýn- ingar- og auglýsingafólkinu snýr er margþættur. T.d. er því gert að snyrta sig sér- staklega og vera jafnan í góðri líkamsþjálfun, gerð og flutn- ingur texta og allt skipulag hefur úrslitaáhrif og svo mætti lengi telja. Eftirspurn ört vaxandi. Þjónusta Módelsamtakanna hefur vaxið jafnt og þétt frá upphafi, og t. d. hafa þau nú átt hlut að hátt á annað hundr- að sýningum, þar af nærri 50 á þessu ári. Sýningar- og auglýs- ingafólkið innan samtakanna er nú 25 manns á aldrinum 14- 40 ára, meirihlutinn kvenfólk. Karlmenn hafa að undanförnu fengið aukinn áhuga á störf- um, sem þessum, og eru nú nokkrir piltar í samtökum, sumir þeirra jafnvel o:ðnir sjó- aðir vel. Ákveðnar kröfur eru gerð- ar til þeirra, sem ganga í Mó- delsamtökin, og allir verða að setjast á skólabekk til að læi’a snyrtingu og framkomu. Sömu- leiðis gilda ákveðnar reglur um háttsemi í starfi og utan þess. Flestir þeirra, sem í Módel- samtökunum eru, eru ungt fólk. En með tímanum má bú- ast við að þörf verði einnig fyr- ir miðaldra fólk og bæði ungt og miðaldra fólk með mismun- andi vaxtarlag. Eftirspurn eft- ir þjónustu Módelsamtakanna er ört vaxandi og sömuleiðis kröfur um fjölbreyttari þjón- ustu. Þetta eru samtök sem eiga framtíðina fyrir sér. . . . . sem haldin var á Hótel Sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.