Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Síða 30

Frjáls verslun - 01.12.1970, Síða 30
2B FRJÁLS VERZLUN ANTIK-HÚSGÖGN á horni Nóatúns og Laugavegs selur margs konar antik muni og þ. á. m. ýmsar gerðir af klukkum, sem kosta 6-28 þúsund krónur. Klukkan á myndinni kostar 16 þúsund kr. og er vönduð völ-- undarsmíð frá gamla tímanum. HALLDÓR á Skólavörðustíg hefur á boðstólum þetta púns- sett úr silfurpletti, frá Spáni, bakkann á 6000, skálina á 5000, ausuna á 790 og staupin á 400- 800 kr. FRAMTÍÐIN á Laugavegi selur gæruteppi, framleidd úr 1. flokks gærum, hvít, svört og mórauð, í tveim stærðum. í hvítu og svörtu kosta þær 904 og 1240 kr., en mórauðu um 1600 kr, HANS PETERSEN HF. í Bankastræti selur hvers konar ljósmyndunarvörur frá Kodak, þ. á. m. gjafa- kassa með Instamatic myndavél, rafhlöðu, flash- kubbi og litfilmu fyrir 12 myndir — á 1907 og 2788 kr. RAFBÚÐ í Dómus Medica selur Völund þvottavélar frá Danmörku, sérstaklega í þvotta- herbergi fjölbýlishúsa og þvottahús fyrirtækja. RAFTÆKJASTÖÐIN á Lauga- vegi selur m.a. þennan danska lampa frá Coronell Elektro A/S, úr kopar og járni með innbyggðum kristöllum, í 20 mismunandi litum og stærðum. SINDR A-SMIÐ J AN HF. framleiðir og selur skrifstofu- stóla, með örmum og arm- lausa, sem henta mjög vel skólafólki. Stóll með örmum kostar 4800 kr., en armlaus stóll 3950 kr. GEFJUN í Austurstræti, „fataverzlun fjölskyldunnar", selur m. a. fatnað frá Marks og Spencer í Englandi. Herra- vesti eru þ, á. m. og kosta 1395- 1995 kr.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.