Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Page 45

Frjáls verslun - 01.12.1970, Page 45
FRJÁLS VERZLUNÍ 43 Sigurliði Kristjánsson fór með fréttamönnum Frjálsrar Verzlunar um húsnæðið nú fyr- ir skömmu og ræddi við þá um þennan áfanga. Þá sagði hann m.a. að enn væri ekki hægt að skýra endanlega frá hvaða fyrirtæki yrðu til húsa þarna, en sagðist vonast til að allt hús- næðið yrði tekið í notkun fyrir næsta vor. Má af því marka að mestmegnis sé búið að ráðstafa húsnæðinu. Húsið er hannað með allra nýjustu tækni og hag- ræðingu á sviði verzlunar í huga og öll áherzla lögð á að viðskiptavinurinn fái sem bezta, greiðasta og þægilegasta þjón- ustu, sem völ er á. Vinna við byggingu hússins hófst fyrir 19 mánuðum og hefur miðað vel skv. áætlun, t.d. hefur sára- lítil eftir- eða næturvinna ver- ið unnin, nema þá síðustu vik- urnar fyrir opnun. Bárður Dan- íelsson arkitekt teiknaði húsið, en eins og gefur að skilja hefur fjöldi manns lagt hönd á plóg- inn og á eftir að gera, áður en húsið verður komið í fulla notk- un. Sigurliði sagði F.V. að mark- mið þeirra félaga hefði verið og væri að skapa verzlunarmið- stöð, sem ekki eingöngu væri þægileg fyrir viðskiptavini, heldur einnig að það væri ánægjulegt fyrir þá að koma inn til að verzla. T.d. heilar fj ölskyldur kæmu akandi og fengju J’kéyþt undir einu þaki allt sém þarf til heimilis og bús. Þægilegri tónlist verður útvarpað um hátalara, rúllu- stigar eru niður í kjallara og kaffitería á annari hæð. Fréttamenn F.V. fóru á vett- vang daginn eftir opnunina og var þá ekki annað að sjá, en fyrstu viðbrögð fólks væru þau sem þeir Silli og Valdi höfðu helzt vonast eftir. Ö.ll/bifreiða- stæði (200) voru þéttskipuð, en engin þrengsli í verzlun- inni og afgreiðsla gekk fljótt og vel fytrir sig. Mátti heyra marga láta í ljósi undrun og aðdáun á hinum glæsilegu húsakynnum og vöruvalinu. Eina konu heyrðum við segja: „Mér finnst ég bara aldrei hafa komið í verzlun áður“. Af avoxtutwti* skQiU Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson, Silli & Valdi. Verzlunin að verða til. . . . . . og skyndilega orðin full af vörum og viðskiptavinum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.