Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Side 46

Frjáls verslun - 01.12.1970, Side 46
44 FRJALS VERZLUN ~"1 i Bílaiðna,ður Japana fer stöðugt vaxarídi, og útflutningur bíla t. d. til Bandaríkjanna, sömuleiðis. Þessir bílar eru tilbúnir til út- flutnings. Erlendar fréttir IJr öllum álfum AÐSTAÐA Á MANCHESTEK- FLUGVELLI STÓRBÆTT Framkvæmdir fyrir 6 millj. punda munu innan tíðar leiða til stórbættrar aðstöðu á Manc- hesterflugvelli í Englandi, sem er næst stærsti flugvöllur þar í landi. Eru framkvæmdirnar einkum miðaðar við að veita sem fullkomnasta þjónustu þeim flugvélum, sem reka þot- ur. Enn frekari umbætur eru á döfinni, og er búizt við, að á næstu 5 árum verði varið um 20 milljónum punda til að bæta aðstöðu á þessum flugvelli. FISKIRÆKTARSAMBAND í SKOTLANDI í Skotlandi hefur verið stofn að fiskræktarsamband, og eru aðilar samtök þeirra, sem við fiskirækt fást þar í landi, svo og fiskiðnaðarins. Skotar stunda verulega fiskirækt, einkum rækta þeir silung, lax og ýmsar tegundir skelfiska. Nú þegar flytja þeir út talsvert af afurðum þessa búskapar, ekki sízt rækju og ostrur. Pilchard Fishing Industry, sem rekur fiskveiðar m. a. við Suð- vestur-Afríku, veltir 61,6 millj. dollara á ári. Þessi mynd er úr einum togara þeirra. 300 ÞÚSUND TUNNUR Á DAG Bandaríska olíufélagið Phill- ips Petroleum, sem leitað hef- ur olíu undan ströndum Nor- egs, gaf nýlega út nýja skýrslu, þar sem segir að fundnar séu nýjar olíulindir, sem hægt sé að vinna úr um 10000 tunnur af olíu á dag. Nú hafa fundizt olíulindir, sem alls geta gefið af sér um 300.000 tunnur á dag. Verði hægt að vinna alla þessa olíu, verður Noregur næst- stærsti olíuframleiðandi í Ev- rópu og meðal 10 stærstu í heimi. BENZ VÖRUBÍLAR FRAM- LEIDDIR í SOVÉTRÍKJ- UNUM? Fulltrúar Sovétríkjanna og v-þýzku bifreiðaverksmiðjanna Daimler Benz hófu viðræð- ur að nýju í Moskvu nú fyr- ir skömmu um hugsanlega byggingu vörubílaverksmiðju Benz í Sovétríkjunum, á bökk- um Kamafljóts um 500 km frá Moskvu. í áætluninni er gert ráð fyrir að framleiddir verði 150.000 vörubílar á ári. Helzta hindrunin í viðræðun- um mun vera útvegun lánsfjár frá Vesturlöndum, en til verks- ins er talið að þurfi 1 milljarð dollara. EFNAHAGURJAPANA SÍBATNAR Japanska fjármálaráðuneytið lýsti því nýlega yfir að ef sami efnahagsvöxtur héldi áfram í Japan, myndu. Japanir fara fram úr Sovétmönnum sem efnahagsstórveldi eftir nokkur ár. Árlegur vöxtur í Japan er nú 10-11%, en var 13-14%, þar til stjórnin fyrirskipaði lánatkmarkanir, sem voru í gildi í 13 mánuði. Þessum tak- mörkunum hefur nú verið af- létt, eftir að ljóst varð að efna- hagskerfið var komið niður á viðunandi vaxtargrundvöll. NIXON VARAR VIÐ VERÐBÓLGU Nixon Bandaríkjaforseti gaf nýlega út aðra verðbólguviðvör- unina á stuttum tíma, þar sem hann varaði við afleiðingunum af kjarasamningum banda- rískra bifreiðaverkamanna. Sagði Nixon að hinar miklu launahækkanir myndu leiða til hærra verðs á bandarískum bif- reiðum og þannig skerða enn samkeppnisgrundvöll þeirra við innfluttar bifreiðir. Verka- mennirnir fengu 21% hækkun yfir þrjú ár og í yfirlýsingu Nixons segir að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar í þjóðar- búskap Bandaríkjamanna.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.