Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 44

Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 44
argus Rósir og frostrósir Rósin í glugganum, augasteinn konunnar, lifir aðeins í yl stofunnar - úti er íslenzk veðrátta - hún á líf sitt undir einni rúðu. CUDO-GLER um a3 vinna íslenzkri vísinda- starfsemi þá viðurkenningu, sem henni ber meðal almenn- ings, stjórnvalda og í atvinnu- lífinu. Ráðinu hefur mistekist að hafa hemil á einþykkum, ráðríkum og jafnvel uppi- vöðslusömum einstaklingum í röðum rannsóknarmanna. Ráð- ið hefur verið hemill á starf- semi dugmikilla og hæfileika- ríkra einstaklinga, og það er vandséð annað, en að það hafi átt sinn þátt i að skapa það slæma andrúmsloft, sem er í íslenzka vísindaheiminum. SUNDURLYNDI VÍSINDAMANNA Um rannsóknarmenn, sem einstaklinga og sem hópa, er hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta, er fátt gott að segja, ef undan er skilinn hæfileiki þeirra til að starfa. Hæfileik- ana skortir ekki og dugnað, en hins vegar skortir skilning vís- indamanna sjálfra á því, að við- unandi úrlausn á málum þeirra er þeim mun fjarlægari, sem það dregst að þroska innbyrðis umburðarlyndi, að ekki sé tal- að um veglyndi þeirra, hvers í annars garð. Hófsamur mað- ur lýsti ástandinu meðal vís- indamanna með svofelldum orðum: „Þeir eru með hnífinn í bakinu á hver öðrum.“ Reyndir stjórnmálamenn hafa varað við því, að vísindamálin verði gerð að flokksmáli, vegna sundurlyndis meðal vísinda- manna sjálfra. veitir tvöfalt öryggi,(ytri og innri þétting) þolir snöggar hitasveiflur, (yfir 39° á klst.) framleitt með erlendri tækni, þróað við íslenzka staðhætti í meira en áratug . . . . . . til þess að öllum megi vera hlýtt inni, blómin í glugganum lifi,- nema auðvitað frostrósirnar. CUDO CUDOGLER HE SKÚLAGÖTU 26, SÍMI 20650 ENDURSKOÐUN í MOLUM Á síðasta ári var sett á lagg- irnar nefnd til að endurskoða rannsóknarmálin. — Nefndina skipa einn forstjóri rannsóknar- stofnunar, tveir fulltrúar rann- sóknarmanna og framkvæmda- nefnd Rannsóknarráðs ríkisins, sem er skipuð fimm mönnum. Þessi nefnd hefur nánast verið óstarfhæf, enda þótt flestir, ef ekki allir nefndarmenn, séu sammála um, að þörf sé breyt- inga á skipulagi rannsóknar- mála. Einkum hefur einstreng- ingsleg afstaða fulltrúa rann- sóknarmanna staðið starfsemi nefndarinnar fyrir þrifum. Svo virðist vera, sem fulltrúar rann- sóknarmanna hafi tillögur fram að færa, sem þeir hnika ekki frá, til samkomulags við aðra nefndarmenn, enda þótt slíkt sé raunar óhjákvæmilegt, ef einhver niðurstaða á að fást. 44 FV 10 1971

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.