Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 53

Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 53
hluthafi megi fara með meira en 1/20 hluta atkvæða á fé- lagsfundum. Fyrsti formaður félagsstjórn- ar var Þráinn Jónsson veitinga- maður, en núverandi formaður stjórnar er Erling Garðar Jón- asson tæknifræðingur og raf- veitustjóri á Egilsstöðum. Ögmundur Einarsson tækni- fræðingur var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins í nóvember 1969, og gegndi því starfi til mánaðamótanna febrúar/marz s.L, að hann lét af störfum. Við brottför Ögmundar var Halldór Hróarr Sigurðsson ráðinn viðskiptalegur fram- kvæmdastjóri, en hann er 23 ára að aldri og lauk prófi frá Samvinnuskólanum vorið 1970. Sigurður Magnússon, er verið hafði verkstjóri í skógerðinni frá byrjun, var hins vegar ráð- inn verksmiðjustjóri. Hann er 32 ára og kvnnti sér um skeið skógerð í Hollandi. Báðir eru þeir bændasynir af Héraði. ÞAÐ VORU EKKI ALLIR JAFNVISSIR UM AÐ ÞETTA HEPPNAÐIST Við erum seztir inn í skrif- stofu Skóverksmiðjunnar, sem er í hinum myndarlega iðngarði austast í Egilsstaðakauptúni, spyrillinn og fyrrgreindir ráða- menn þessa unga fyrirtækis. — Hvað leiddi eiginlega til þess, að hér var ráðist í skó- gerð? Halldór: Ég hygg, að það séu nokkur samtengd atriði. Fólki þykir gott að búa hér á þess- um stað. Hér er margt af ungum hjónum. Sjáanlegt var, að iðnaðurinn yrði heppi- legasti atvinnuvegurinn. Eðli- lega leituðu menn að nýjum at vinnugr einum. Sigurður: Og þá buðust okkur skógerðarvélar Nýju skó- verksmiðjunnar í Reykjavík, sem hætt var störfum. Halldór: Nú, síðan var hlutafé- lagið stofnaðogframkvæmda- stjóri ráðinn. — En fljótt á litið virðist það allmargbrotið verk að fram- leiða skó? Sigurður: Já, það er það líka, og efasemdirnar fylgdu okk- ur úr hlaði. Það voru ekki allir jafnvissir um, að þetta heppnaðist. En við vorum hennnir. Fyrir milligöngu heildverzlunar H. Sveinsson h.f. í Reykjavík tókst félag- inu að ná sambandi, er leiddi til samvinnu við hollenska skógerðarfyrirtækið Roosen De Bekker í Oisterwijk. Hef- ur hollenska fyrirtækið ver- ið okkur mjög innanhandar, m. a. um starfsmannabiálfun. Vorum við Ögmundur Einars- son um skeið ytra á vegum þess og kynntum okkur þar skóiðnað. Nutum við hinnar beztu fyrirgreiðslu í h.ví- vetna. Einnig má geta þess, að í gegnum þessi samþönd tókst okkur að ná samstarfi við hollenskan modelteikn- ara, sem fylgist vel með tízkunni, og teiknar alla skó, sem við framleiðum. Það er að sjálfsögðu mikill stuðn- ingur. — Og einn góðan veðurdag tóku vélarnar að snúast? Sigurður: Já, fyrstu skórnir voru smíðaðir hér í maímán- uði 1970. Þá var allt starfs- fólkið óvant skógerð nema einn skógerðarmaður úr Reykjavík, sem til okkar réð- ist, og þar að auki stúlka, sem fengist hafði við skó- sauma. í ágústmánuði hófst salan. Annars fór árið að mestu í þjálfun starfsfólksins. Fram- leiðslan frá í maí til ára- móta nam samtals 4366 pör- um. Halldór: Ég vil undirstrika það sem Sigurður sagði, að þetta ár var tilraunatímabil. Framleiðslan nú í ár verður væntanlega 100-200% meiri. Hin fjárhagslega rekstrarút- koma s.l. árs bar eðlilega keim af byrjunarstarfi, og rekstrarhalli ársins var nokk- ur. — Þið eruð aðallega í barna- skóm? Sigurður: Jú, við erum það. Ágætt samstarf hefur tekizt við Iðunni á Akureyri, m. a. á því sviði, að við framleið- um ekki sams konar tegund- ir. T. d. erum við ekkert í framleiðslu á karlmanna- skóm. FORMAR FÓTINN, EN AFLAGAR EKKI — Eru ROS barnaskórnir frá ykkur? Við sauma. Gengið frá skóm. FV 10 1971 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.