Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.10.1971, Qupperneq 53
hluthafi megi fara með meira en 1/20 hluta atkvæða á fé- lagsfundum. Fyrsti formaður félagsstjórn- ar var Þráinn Jónsson veitinga- maður, en núverandi formaður stjórnar er Erling Garðar Jón- asson tæknifræðingur og raf- veitustjóri á Egilsstöðum. Ögmundur Einarsson tækni- fræðingur var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins í nóvember 1969, og gegndi því starfi til mánaðamótanna febrúar/marz s.L, að hann lét af störfum. Við brottför Ögmundar var Halldór Hróarr Sigurðsson ráðinn viðskiptalegur fram- kvæmdastjóri, en hann er 23 ára að aldri og lauk prófi frá Samvinnuskólanum vorið 1970. Sigurður Magnússon, er verið hafði verkstjóri í skógerðinni frá byrjun, var hins vegar ráð- inn verksmiðjustjóri. Hann er 32 ára og kvnnti sér um skeið skógerð í Hollandi. Báðir eru þeir bændasynir af Héraði. ÞAÐ VORU EKKI ALLIR JAFNVISSIR UM AÐ ÞETTA HEPPNAÐIST Við erum seztir inn í skrif- stofu Skóverksmiðjunnar, sem er í hinum myndarlega iðngarði austast í Egilsstaðakauptúni, spyrillinn og fyrrgreindir ráða- menn þessa unga fyrirtækis. — Hvað leiddi eiginlega til þess, að hér var ráðist í skó- gerð? Halldór: Ég hygg, að það séu nokkur samtengd atriði. Fólki þykir gott að búa hér á þess- um stað. Hér er margt af ungum hjónum. Sjáanlegt var, að iðnaðurinn yrði heppi- legasti atvinnuvegurinn. Eðli- lega leituðu menn að nýjum at vinnugr einum. Sigurður: Og þá buðust okkur skógerðarvélar Nýju skó- verksmiðjunnar í Reykjavík, sem hætt var störfum. Halldór: Nú, síðan var hlutafé- lagið stofnaðogframkvæmda- stjóri ráðinn. — En fljótt á litið virðist það allmargbrotið verk að fram- leiða skó? Sigurður: Já, það er það líka, og efasemdirnar fylgdu okk- ur úr hlaði. Það voru ekki allir jafnvissir um, að þetta heppnaðist. En við vorum hennnir. Fyrir milligöngu heildverzlunar H. Sveinsson h.f. í Reykjavík tókst félag- inu að ná sambandi, er leiddi til samvinnu við hollenska skógerðarfyrirtækið Roosen De Bekker í Oisterwijk. Hef- ur hollenska fyrirtækið ver- ið okkur mjög innanhandar, m. a. um starfsmannabiálfun. Vorum við Ögmundur Einars- son um skeið ytra á vegum þess og kynntum okkur þar skóiðnað. Nutum við hinnar beztu fyrirgreiðslu í h.ví- vetna. Einnig má geta þess, að í gegnum þessi samþönd tókst okkur að ná samstarfi við hollenskan modelteikn- ara, sem fylgist vel með tízkunni, og teiknar alla skó, sem við framleiðum. Það er að sjálfsögðu mikill stuðn- ingur. — Og einn góðan veðurdag tóku vélarnar að snúast? Sigurður: Já, fyrstu skórnir voru smíðaðir hér í maímán- uði 1970. Þá var allt starfs- fólkið óvant skógerð nema einn skógerðarmaður úr Reykjavík, sem til okkar réð- ist, og þar að auki stúlka, sem fengist hafði við skó- sauma. í ágústmánuði hófst salan. Annars fór árið að mestu í þjálfun starfsfólksins. Fram- leiðslan frá í maí til ára- móta nam samtals 4366 pör- um. Halldór: Ég vil undirstrika það sem Sigurður sagði, að þetta ár var tilraunatímabil. Framleiðslan nú í ár verður væntanlega 100-200% meiri. Hin fjárhagslega rekstrarút- koma s.l. árs bar eðlilega keim af byrjunarstarfi, og rekstrarhalli ársins var nokk- ur. — Þið eruð aðallega í barna- skóm? Sigurður: Jú, við erum það. Ágætt samstarf hefur tekizt við Iðunni á Akureyri, m. a. á því sviði, að við framleið- um ekki sams konar tegund- ir. T. d. erum við ekkert í framleiðslu á karlmanna- skóm. FORMAR FÓTINN, EN AFLAGAR EKKI — Eru ROS barnaskórnir frá ykkur? Við sauma. Gengið frá skóm. FV 10 1971 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.