Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 35
Hvað er framundan í fjármál-
um og gjaldeyrismálum
þjóðarinnar?
Ræfta flutt af dr. Guðmundi IVIagnússyni, prófessor, á félagsfundi Fél. ísl.
stórkaupmanna fyrir skömmu
Háttvirtu áheyrendur.
Ég þakka boð ykkar um að
tala hér um viðhorfin í fjármál-
um og gjaldeyrismálum. Þessi
mál eru að verða æ meira I
brennidepli með hverjum mánuð-
inum, sem líður, ekki einungis
hjá verzlunarmönnum, heldur
þjóðinni allri.
Hér kemur margt til. Undan-
farin tvö ár hafa verið afar hag-
stæð, en allir vita að gjafmildi
Njarðar getur brugðizt til beggja
vona, svo og verðlagsþróun á er-
lendum mörkuðum. Sumir spyrja
sjálfa sig, hvort sú þensla, sem
er á öllum sviðum, fái staðizt
til lengdar. Þeir reyndari þykjast
vita, að sagan endurtaki sig. Er
unnið markvisst að stjórn efna-
hagsmála, eða er siglt hraðbyri
út í óvissuna? Eftir hvaða hug-
myndafræði er landinu stjórnað?
Hve langt hrékkur hyggjuvitið,
þegar stjórna á flóknu þjóðlífi,
þannig að hagsæld vaxi? Við
hvaða þjóðfélagsumgerð og i
hvaða hugarheimi starfa einstakl-
ingar og fyrirtæki? Að hve
miklu leyti má rekja framvindu
mála til innbyggðs ósveigjanleika
í ríkisbúskapnum, eða á fjármála-
og peningamörkuðunum? Hefur
mismunun atvinnugreina aukizt
eða minnkað? Hvernig lyktar
hinum fyrirsjáanlegu átökum rík-
isvaldsins og einkageirans um
fjármagnið? Hver verður staðan
gagnvart útlöndum í haust eða
um áramót? Verður þenslan ham-
in og gripið til róttækra aðgerða
til að nálgast þjóðhagslegt jafn-
vægi? Hvaða aðgerða? Hvenær?
Allt eru þetta áleitnar spurn-
ingar. Ég mun ræða hér fyrst
og fremst um peningamál og
stöðuna út á við. Þetta er gert
með þeim fyrirvara, að í hag-
kerfinu er hvað öðru háð og erf-
itt að rífa vissa þætti úr sam-
hengi.
Þar sem sú staða, sem upp er
komin, verður ekki skýrð og met-
in, nema raktir séu nokkrir leik-
ir aftur i tímann, mun ég vikja
fyrst að þróun peningamála og
gjaldeyrismála að undanförnu.
Síðan mun ég ræða eðli peninga-
markaðarins, þeim stýritækjum,
sem beita má til að hafa áhrif
á framboð og eftirspurn eftir
fjármagni og sambandinu milli
utanríkisverzlunarinnar, peninga-
magns og efnahagsþróunar innan
lands. Þá er rétt að taka fyrir
baráttuna um fjármagnið, hvað-
an fjármagnið kemur, eftir hvaða
leiðum það fer, til hverra og í
hvað. Að síðustu mun reynt að
ákvarða, hvert leiðin liggur, þeg-
ar þræðirnir koma saman.
1. ÞRÓUN PENINGAMÁLA
OG GJALDEYRISMÁLA
AÐ UNDANFÖRNU.
Ef litið er á 1. línurit, sést
þróun þjóðarframleiðslunnar frá
1960, peningamagn og summan af
FV 5 1972
35