Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 35
Hvað er framundan í fjármál- um og gjaldeyrismálum þjóðarinnar? Ræfta flutt af dr. Guðmundi IVIagnússyni, prófessor, á félagsfundi Fél. ísl. stórkaupmanna fyrir skömmu Háttvirtu áheyrendur. Ég þakka boð ykkar um að tala hér um viðhorfin í fjármál- um og gjaldeyrismálum. Þessi mál eru að verða æ meira I brennidepli með hverjum mánuð- inum, sem líður, ekki einungis hjá verzlunarmönnum, heldur þjóðinni allri. Hér kemur margt til. Undan- farin tvö ár hafa verið afar hag- stæð, en allir vita að gjafmildi Njarðar getur brugðizt til beggja vona, svo og verðlagsþróun á er- lendum mörkuðum. Sumir spyrja sjálfa sig, hvort sú þensla, sem er á öllum sviðum, fái staðizt til lengdar. Þeir reyndari þykjast vita, að sagan endurtaki sig. Er unnið markvisst að stjórn efna- hagsmála, eða er siglt hraðbyri út í óvissuna? Eftir hvaða hug- myndafræði er landinu stjórnað? Hve langt hrékkur hyggjuvitið, þegar stjórna á flóknu þjóðlífi, þannig að hagsæld vaxi? Við hvaða þjóðfélagsumgerð og i hvaða hugarheimi starfa einstakl- ingar og fyrirtæki? Að hve miklu leyti má rekja framvindu mála til innbyggðs ósveigjanleika í ríkisbúskapnum, eða á fjármála- og peningamörkuðunum? Hefur mismunun atvinnugreina aukizt eða minnkað? Hvernig lyktar hinum fyrirsjáanlegu átökum rík- isvaldsins og einkageirans um fjármagnið? Hver verður staðan gagnvart útlöndum í haust eða um áramót? Verður þenslan ham- in og gripið til róttækra aðgerða til að nálgast þjóðhagslegt jafn- vægi? Hvaða aðgerða? Hvenær? Allt eru þetta áleitnar spurn- ingar. Ég mun ræða hér fyrst og fremst um peningamál og stöðuna út á við. Þetta er gert með þeim fyrirvara, að í hag- kerfinu er hvað öðru háð og erf- itt að rífa vissa þætti úr sam- hengi. Þar sem sú staða, sem upp er komin, verður ekki skýrð og met- in, nema raktir séu nokkrir leik- ir aftur i tímann, mun ég vikja fyrst að þróun peningamála og gjaldeyrismála að undanförnu. Síðan mun ég ræða eðli peninga- markaðarins, þeim stýritækjum, sem beita má til að hafa áhrif á framboð og eftirspurn eftir fjármagni og sambandinu milli utanríkisverzlunarinnar, peninga- magns og efnahagsþróunar innan lands. Þá er rétt að taka fyrir baráttuna um fjármagnið, hvað- an fjármagnið kemur, eftir hvaða leiðum það fer, til hverra og í hvað. Að síðustu mun reynt að ákvarða, hvert leiðin liggur, þeg- ar þræðirnir koma saman. 1. ÞRÓUN PENINGAMÁLA OG GJALDEYRISMÁLA AÐ UNDANFÖRNU. Ef litið er á 1. línurit, sést þróun þjóðarframleiðslunnar frá 1960, peningamagn og summan af FV 5 1972 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.