Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 57
Þrátt fyrir aS í Reykjavík
sé allt til alls varðandi 'hús-
byggingar, er byggingakostn-
aður lægri víðast úti á lands-
byggðinni, og þannig halda
byggingameistarar á Akureyri
því fram, að þriggja herbergja
íbúðir þar, séu allt að 150 þús-
und krónum ódýrari en í
Reykjavík.
Margar ástæður munu til
þess liggja, svo sem hærri
gatnagerðargjöld í Reykjavík
miðað við aðra staði, iðnaðar-
menn vinna allt í uppmælingu
i Reykjavík, samhjálp fólks við
byggingar er minni í Reykja-
vík, en víðast annars staðar
o. fl.
Stöðugt er verið að taka upp
einhverjar nýjungar í bygg-
ingaiðnaðinum, sem miða að
hagkvæmni, þrátt fyrir að
heildarbyggingamátinn hafi
ekki breytzt í mörg ár, og ekki
hylli undir neinar stórbreyt-
ingar á næstunni.
SPARNAÐARMÖGULEIK-
AR VIÐ STÓR VERK.
Margar þeirra byltinga, sem
orðið hafa í byggingaiðnaðin-
um erlendis síðari ár, miðast
eingöngu við svo geysistór
verk, að þau þekkjast ekki
hér og því svarar ekki kostn-
aði að kaupa hingað þann
tækjabúnað, sem til þarf.
Þó hafa miklar endurbætur
orðið á tækjabúnaði bygginga-
fyrirtækja hérlendis, og má
þar nefna að rafknúin verkfæri
hafa nær algerlega leyst hand-
verkfærin af hólmi, og er mik-
il hagkvæmni í því.
Þá er stöðugt minni frá-
gangsvinna unnin á bygginga-
stað, heldur færist hún inn á
verkstæðin, sem búin eru tækj-
um og aðstöðu. Síðan eru við-
komandi hlutir fluttir í heilu
lagi eða einingum inn í íbúð-
irnar, í stað þess að vinna allt
þar á staðnum. Þessi breyting
hefur lækkað verð innréttinga.
Að lokum tíðkast það í
auknum mæli, að byggingafé-
lög eða verktakar, skili íbúðun-
um fullgerðum í hendur kaup-
enda, og taka þá undirverktak-
ar gjarnan að sér innréttingar.
Þar sem um heilar blokkir
er að ræða með eins eða svip-
uðum innréttingum, er mikill
sparnaður í því að láta sama
aðilann sjá um allar íbúðirnar,
eða allt að 15 til 25%.
Þessi atriði og svo það, að
byggingaverktakar neyðast til
þess að byggja á lágmarksaf-
komu af hverju verki, hafa
það í för með sér, að nú er
húsnæði tiltölulega ódýrara en
oftast áður.
Þó er mikill hluti húsa og
íbúða enn byggður af einstakl-
ingum, þótt stöðugt fleiri láti
verktaka sjá um það að mestu
eða öllu leyti, þar sem það
kemur í flestum tilfellum hag-
kvæmar út, vegna þeirrar
tækni, sem verktakafyrirtækin
búa nú orðið yfir.
Steypustöð BHJ Vallá:
Ödýrasta steypa í Evrópu
— Við höfum í raun og veru
ekki efni á að framleiða ó-
dýrustu steypu i Evrópu hér á
landi þótt það sé gert, sagði
Víglundur Þorsteinsson hjá
steypustöð BM Vallá, sem er
ein stærsta steypustöð hérlend-
is. Hann sagði að kostnaður
við rekstur steypustöðva færi
örar vaxandi en tekjur.
SEMENTIÐ
DÝRARA HÉRLENDIS.
Steypa hækkaði nýlega um
10%, en þá hafði hún ekki
hækkað síðan á árinu 1969.
Kostar rúmmetrinn af steypu
nú 1900 krónur. Hins vegai
taldi Víglundur að heildar
rekstrarkostnaður við stöðina
hefði aukizt um 35 til 40%
síðan á árinu ’69, þannig hafi
launakostnaður t.d. aukizt um
65 til 70% á tímabilinu.
Sement er dýrara á íslandi
en víðast í Evrópu, en nið
lága verð steypunnar hér bygg-
ist m.a. á ódýrara efni, ódýr-
ari efnisaðdrætti og stuttum
leiðum á byggingastaði, sem
sparar bíla. ,
Bilar og vélar, sem til
steyputilbúnings þarf, eru hins
vegar mun dýrari hér en í öðr-
um Evrópulöndum, og sagði
FV 5 1972
57