Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 73
um einbýlishúsalóðir, á fimmta hundrað um íbúðir í fjölbýlis- húsum og 25 verktakar og byggingameistarar um þau tvö fjölbýlishús, sem þeim aðilum eru ætluð þar. Til úthlutunar eru 42 einbýlishúsalóðir og 8 fjölbýlishús, þriggja hæða með 80-90 íbúðum. Þá er ennfrem- ur um þrjú sjö hæða fjölbýlis- hús að ræða á þessum slóðum, eitt mun borgin sjálf reisa fyr- ir aldraða, en hinum tveim verður úthlutað til bygginga- aðila eins og áður segir. Gatna- gerðin vegna þessa nýja hverf- is við Stóragerði hefur verið boðin út, og er fyrirhugað, að lóðir þar verði byggingarhæfar í október. Um meðferð umsókna, sem berast frá verktökum og bygg- ingameisturum, sagði skrif- stofustjóri borgarverkfræðings, að haft væri í huga, hvort við- komandi hefði áður verið í byggingastarfsemi, hvernig verðlagi á íbúðum hafi verið háttað hjá honum, hvort geng- ið hafi verið frá lóð á réttum tíma og hvort að öðru leyti hafi verið farið eftir skilmál- um um byggingasvæðið. Þeir, sem uppfyllt hafa þessi skil- yrði, hafa haft forgang við síð- ari úthlutanir. FÆRRI BYGGINGAAÐILAR Af hálfu Reykjavíkurborgar er lögð á það megináherzla að úthluta traustum aðilum lóð- um. Það er orðið erfiðara en áður fyrir nýja verktaka og byggingameistara að fá úthlut- un. Búizt er við, að þessi verk- efni færist á færri hendur, og að sterk samtök myndist, sem geta byggt ódýrt. Lóðirnar verða stærri og húsin sömu- leiðis. Þetta kallar á stærri og sterkari aðila til að byggja. Þó verður að reikna með, að ein- stakir meistarar muni áfram vinna minni verkefni. Hér að framan hefur verið rætt um lóðaumsóknir, úthlut- un og skilyrði. En hvað tekur svo við, þegar lóðin er fengin? Þá kemur gatnagerðargjaldið, sem menn verða að standa skil á. G ATN AGERÐ ARG J ALDIÐ Lágmarksgatnagerðargj ald fyrir raðhús er 95 þús. krónur, 160 þús. fyrir gerðishús og 330 þús. fyrir einbýlishús, stærra en 550 fermetrar. Um fjölbýlishúsin gildir sú regla, að gatnagerðargjaldið fer eftir hæð hússins. Fyrir fjögurra hæðahús og minna ergjaldið71 króna á hvern rúmmetra með lágmarksupphæð samtals 145,- 000 kr. Sé húsið yfir fjórar hæðir er gatnagerðargjaldið kr. 57 á rúmmetra. Um greiðslu gatnagerðar- gjalds er þess krafizt, að helm- ingur sé borgaður innan mánaðar frá úthlutun, en afgangurinn, þegar bygginga- framkvæmdir hefjast. Bygg- ingarheimild er ekki veitt fyrr en kvittun fyrir gatnagerðar- gjaldinu er fyrirliggjandi. Að auki koma svo holræsagjald, heimtaugargjald og bygginga- leyfisgjald. IÐNAÐAR- OG VERZLUNAR- LÓÐIR Hér hefur verið fjallað um íbúðarhúsalóðir, sem til út- hlutunar koma á næstunni. En hvað um aðstöðu fyrir ný hús fyrir iðnað og verzlun? Iðnaðarlóðirnar, sem nú er úthlutað, eru aðallega í Ár- túnshöfðanum. Hefur til þessa gætt nokkurrar tregðu hjá mönnum gagnvart því að óska eftir aðstöðu þar efra, en það viðhorf hefur mjög breytzt upp á síðkastið og má segja, að ásókn sé nú í lóðir þar. Tvær götur á eftir að gera þar bygg- ingarhæfar. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er ráðgerð stækk- un iðnaðarsvæðisins á þessum slóðum, þannig að það teygi sig austur fyrir Bæjarháls, sunnan Vesturlandsvegarins. Þetta nýja svæði verður til- búið til úthlutunar um það leyti sem Ártúnshöfðinn er fullnýttur. Múlahverfið er nú allt að því fullnýtt og sama er að segja um Iðngarða. Gatnagerðargjöldin fyrir iðn- aðarlóðir eru mjög mismun- andi. í Ártúnshöfðanum er gjaldið 150 kr. á rúmmetra lágmark, en getur farið upp í 400 kr. eða meira í gömlu hverfunum. í Múlahverfinu hefur t. d. reynzt erfitt að gera lóðir byggingarhæfar vegna þess, að íbúðarhús hafa staðið í veginum fyrir framkvæmd- um. Hefur borgin þurft að kaupa þessi hús til að láta fjarlægja þau, en kostnaður- inn, sem af þessu hlýzt, komið fram í gatnagerðargjaldi. Af þessum sökum kostar rúm- metrinn í Múlahverfinu sums staðar allt að 480 krónum. Við ákvörðun verzlunarað- stöðu er tekið mið af því, að verzlun sé reist fyrir hverja 2000 íbúa. Hjá skipulagsyfir- völdum er ákveðið, hvaða verzlanir séu nauðsynlegar í hverju tilviki, og hve hlut- fallslega mikið rými í verzlun- arhúsi, hver búð skuli fá. Næst verður verzlunarlóð út- hlutað í Breiðholti III, norður- hluta, en ekki er enn ákveðið, hvenær það vei’ður. Þar mun rísa verzlunarmiðstöð. í suð- austurdeild Breiðholts III verð- ur í sumar úthlutað aðstöðu fyrir tiltölulega litla verzlunar- miðstöð, en sunnan Breiðholts I verður stóra miðstöðin, ætl- uð öllum Breiðholtshverfum, eins konar miðbær þeirra. Ekki er endanlega gengið frá skipu- lagi þessarar miðstöðvar, en það verður fljótlega og þess væntanlega ekki langt að bíða, að úthlutun geti farið fram. FV 5 1972 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.