Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 45

Frjáls verslun - 01.05.1972, Page 45
að nú væri það viðurkennt, að gott bókhald væri undirstaða rekstursins. SMÆRRI FYRIRTÆKI ÞURFA LÍKA NÁKVÆMT BÓKHALD Hingað til hafa aðeins stærri fyrirtæki hagnýtt sér tækni til nákvæms bókhalds, sagði Hjörtur, en þau minni hafa síð- ur gert það vegna kostnaðar. Þetta er nú að breytast, því að bæði er smærri fyrirtækj- um jafn nauðsynlegt að hafa nákvæmt bókhald og þeim stóru, og nú er stöðugt að verða ódýrara fyrir þau .að halda gott bókhald. Það bygg- ist fyrst og fremst á því, að nú geta þau sent niðurstöðu- tölur sínar til tölvuúrvinnslu, sem tekur örskamman tíma og sparar litlu fyrirtækjunum dýrar bókhaldsvélar. Auk þess hefur Stjórnunar- félagið og Vinnuveitendasam- band íslands, unnið að fræðslu og upplýsingastarfsemi varð- andi bókhald nú á undanförn- um árum. Þau vinnubrögð, sem þar eru kennd, miða ein- mitt að því að safna upplýs- ingum í því formi, sem auð- veldar tölvum Data Service, sem er úrvinnslufyrirtæki sjö sænskra banka, að gefa fyrir- tækjum sem gleggstar upplýs- ingar um stöðu þeirra, og full- komin reikningsskil, hvenær sem er. Sænsku bankarnir eru aðal- hvataaðilar að þessu kerfi, með tæknilegri aðstoð ADDO, þar sem þeir vilja fá sem gleggst- ar upplýsingar um stöðu við- skiptavina sinna. Tölvuúr- vinnsla reikningsskila auðveld- ar þetta stórlega, auk þess sem tölvurnar eru ekki svipstund að gefa svarið. Nú er komin tæplega tiu ára reynsla á EDAB og Data Ser- vice kerfið í Svíþjóð, og um tíu þúsund fyrirtæki notfæra sér það nú. Hins vegar er bú- izt við gífurlega aukinni notk- un þess á næstu árum og er þannig reiknað með, að á næsta ári verði fyrirtækin orð- in 20 þúsund. Þessi mikla aukning er bæði vegna kröfu bankanna um reikningsskil hvenær sem er, og þar sem bókhaldið er orðið stjórnunar- tæki, er fyrirtækjum orðið nauðsynlegt sjálfs sín vegna, að geta kannað stöðuna hve- nær sem er. NAUÐSYNLEGAR VÉLAR ÞEGAR FYRIR HENDI Aðalstöðvar Data Service eru í Stokkhólmi, og þar eru tölvurnar staðsettar. Síðan eru ADDO gatastrimlavélar stað- settar víða, m. a. ein hjá Hag- skilum í Reykjavík. Með þeim vélum eru upplýsingar fyrir- tækja gataðar inn á strimil, sem síðan er sendur tölvunum til úrvinnslu, og gefa þær ná- kvæmar upplýsingar í krónu- tölum og prósentum. Að sögn Hjartar Péturssonar hjá Hagskilum, er þetta ódýr þjónusta, sem einkum er ætl- uð smærri og meðalstórum fyr- irtækjum, til þess að þeim sé kleift að hafa nákvæmt bók- hald og notfæra sér það. Nú eru tvær ferðir viku- lega á milli Stokkhólms og Reykjavíkur, þannig að sendi fyrirtæki Hagskilum bókhald sitt á mánudegi og biðji um upplýsingar, koma þær aftur frá Svíþjóð í sömu vikunni. Þessi þjónusta er nú rétt að fara í gang hér á landi, og sagði Hjörtur, að undirtektir væru mjög góðar, og hefði fjöldi fyrirtækja sýnt þessu áhuga. Hins vegar ætla Hag- skil að fara hægt af stað og prófa sig áfram með nokkur fyrirtæki til þess að byrja með. Hagskil bjóða upp á þrenns konar þjónustu varðandi tölvu- bókhald. í fyrsta lagi að sjá algjörlega um bókhald fyrir- tækja, undirbækur, fylgiskjöl götun og úrvinnslu. í öðru lagi að taka við undirbókum og fylgiskjölum fyrirtækja til reikningsfærslu, götunar og úr- vinnslu, og í þriðja lagi að taka við reikningsfærslunum og sjá um götun og úrvinnslu. Stóraukin sala Vísis eftir offsett- breytinguna Fáum blandast hugur um að dagblaðið Vísir hefur tekið miklum stakkaskiptum til hins betra með tilkomu offsett- prentaðferðarinnar, enda hafa lesendur og auglýsendur tekið breytingunni með eindæmum vel, því götusalan ein, hefur aukizt um 80 til 90% eftir breytinguna og auglýsinga- magnið um 50%, að því er Sveinn Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri Vísis, tjáði blað- inu. Vísir hefur verið í miklum uppgangi' síðan árið 1968, en það ár tapaði blaðið þrem milljónum króna. Þá var upp- lagið 13000 blöð á dag. Þar af seldust 4350 eintök í götusölu daglega að meðaltali, og tæp 1800 blöð seldust í lausasölu í verzlunum. Síðan 1968 hefur Vísir verið rekinn með hagnaði, aukið verulega útbreiðslu sína og taldi Sveinn horfur á tölu- verðri þenslu enn um sinn. í fyrra var Vísir svo prentað- ur í 15000 eintökum að meðal- FV 5 1972 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.