Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 55
ir iðnaðarmenn, eða allt að 500 þúsund í árslaun miðað við venjulegan vinnutíma iðn- aðarmanna. Engin veruleg þróunarstökk hafa orðið innan trésmíðinnar í mörg ár, og sagði Hallvarður að það væri ekki fyrirsjáanlegt í nánustu framtíð á meðan kröfur fólks til húsnæðis héld- ust óbreyttar. STÁL- OG KROSSVIÐSMÓT RYÐJA SÉR TIL RÚMS. Þó hafa ýmis hagkvæm verkfæri verið tekin í notkun á síðari árum, og krossviðs- og stálmót eru nú notuð í auknum mæli, þótt gamla upp- sláttaraðferðin sé enn í fullu gildi. Aðalkostir krossviðsmótanna eru þeir, að mótauppsláttur verður fljótlegri og veggirnir Hallvarður Guðlaugsson: „Spennan í hámarki." koma sléttari undan mótunum. Svipað er að segja með stál- mótin. Þau eiga að flýta veru- lega fyrir og spara vinnukraft, en þau hafa það nýlega verið tekin í notkun hér, að iðnað- armenn eru rétt að venjast þeim. Þar sem steypt er með stál- mótum, á innanhússpússning að vera óþörf. Veggirnir eru aðeins sandsparslaðir og mál- aðir. Hins vegar er sá galli við stálmótin, sem eru í stórum einingum, að skipulagsmögu- leikar eru miklu minni en þar sem krossviðsmót eða gamla uppsláttaraðferðin er notuð. Þess vegna taldi Hallvarður að venjulegur mótauppsláttur ætti enn langt líf fyrir hönd- um, og þá sérstaklega við smærri byggingar. Verktaki: Verktakadauði áberandi — Verktakadauði er talverð- ur á meðal aðalverktakafyrir- tækja hér á landi upp á síð- kastið, þrátt fyrir að það fær- ist í vöxt að verk séu boðin út, sagði Ármann Örn Ar- mannsson hjá verktakafyrir- tækinu Ármannsfelli, og kvað hann margar ástæður til þess liggja. Fljótt á litið virðist honum sem hin geysiharða samkeppni á byggingamarkaðnum upp á síðkastið, ætti hvað stærstan þátt í erfiðleikum byggingafyr- irtækjanna. Þau reiknuðu sér lágmarkstekjur af verkefn- um, og það stæði eðlilegri þró- un þeirra fyrir þrifum. Lægstu tilboðum væri næi undantekningarlaust tekið, sem hefði í för með sér, að verk- takar kepptust við að bjóða sem lægst í verkin til þess að fá þau. Það hefur því miður oft í för með sér, sagði Ármann, að tekjur verktakanna hrökkva ekki fyrir kostnaði við viðkom- andi verk, og þess vegna verða fyrirtækin gjaldþrota, nema þau séu því fjársterkari fyrir. Hann sagði að það væru þó ekki eingöngu niðurboð og rangir útreikningar, sem yllu þessum erfiðleikum, heldur einnig það, að verðhækkanir á íbúðamarkaðinum haldast ekki í hendur við kostnaðarhækkan- ir, eða koma á eftir þeim. Gengisfellingar koma þó einna verst niður á þessum fyrirtækjum, enda lögðu mörg þeirra upp laupana árin 1968 og ’69, þegar gengið hrað féll. SAMKEPPNIN LÆKKAR ÍBÚÐARVERÐIÐ. Þrátt fyrir þessa erfiðleika byggingafyrirtækjanna og sí- aukinn kostnað, mun nú auð- veldara fyrir ungt fólk að eign- ast íbúðir en líklega nokkru sinni fyrr. Ástæðuna fyrir því taldi Ár- mann vera hina geysihöfðu samkeppni, sem ýtti undir aukna hagkvæmni, auk þess sem verktakafyrirtæki reikn- uðu sér lágmarkstekjur af verkefnum, til þess að fá þau. Fleiri og fleiri láta verktaka sjá um byggingar. FV 5 1972 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.