Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 61
LAGNINGAR VERÐA
STÖÐUGT ÓDÝRARI.
Plastið hefur á undanförnum
árum, rutt sér mjög til rúms,
sem efniviður í pípulagnir.
Fyrir nokkrum árum komu á
markað íslenzk plaströr til ut-
anhúss lagna, og hafa þau
reynzt vel. Fyrir skömmu
komu svo erlend plaströr til
innanhúss lagna, sem eiga að
þola hita og öll sterk efni jafn
vel og pottrörin, enda eru þau
nú óðum að hverfa í nýbygg-
ingum.
Plaströrin eru svo mun með-
færilegri. að reiknað er með
að pípulagningarmenn séu 25
% fljótari að leggja þau en
pottrörin, og þar með lækka
þau byggingarkostnaðinn.
Pípulagningarmenn standa
verr að vígi en flestir aðrir
byggingaiðnaðarmenn hvað
laun snertir. Vinna þeirra hef-
ur þó verið mikil að undan-
förnu og er hún stöðugri en
hjá mörgum öðrum iðnaðar-
mönnum, og jafnvel heidur
meiri á veturna.
Eru þeir þá að leggja í þau
hús, sem byggð hafa verið upp
að sumri, en ekki hefur verið
lagt í jafn óðum.
PÍPULAGNIR ÓDÝRASTAR
í STÓR HÚS.
Marinó sagði að pípulagnir
væru tiltölulega ódýrastar í
stórúm verkum, þ.e.a.s. blokk-
um. Þá væri hægt að kaupa
mikið efnismagn á hagstæðu
verði og pípulagningarmenn-
irnir þjálfuðust í sams konar
vinnubrögðum og yrðu mjög
fljótir.
Mikill verðmunur getur orð-
ið á pípulögn í íbúð í blokk
og sambærilega stóru húsi, því
að alltaf er dýrara oð leggja
í einstakt hús, en margar íbúð-
ir.
Einbýlishús þarf t.d. allar
þær heimtaugar, sem blokk
þarf, en í blokkinni er fjöldi
íbúða um sömu taugarnar og
verður kostnaður á hverja
íbúð því augsýnilega mun
minni en á einbýlishúsið.
Verkamaður:
Öll aðstaða fer
stórbatnandi
— Byggingavinna er ábyggi-
lega einhver vinsælasta verka-
mannavinnan, sagði Hallbjörn
Þorbjörnsson verkamaður,
enda fer aðstaðan á vinnustöð-
um stöðugt batnandi. Hér hjá
Byggingarsamvinnufélagi at-
vinnubifreiðastjóra og víða,
eru komin mötuneyti á staðn-
um, svo að ekki þarf að fara
langar leiðir heim í mat. Hrein-
lætisaðstaða hefur einnig batn-
að til muna, sagöi hann, vask-
ar og salerni eru nú víðast
komin á vinnustaði bygginga-
verkamanna.
FJÖLBREYTT VINNA.
Störf byggingaverkamanns-
ins eru í stuttu máli fólgin í
því, að gera allt, sem faglærðir
iðnaðarmenn gera ekki við
byggingu húsa. Það er m. a.
handlang, rífa mót, hreinsa
timbur, steypuvinna o. fl.
f þessu starfi eru yfirleitt
ungir menn, og sagði Hall-
björn að það væri algengt að
þeir lærðu einhverja iðn seinna
meir.
Ekki taldi hann að starf
byggingaverkamannsins væri
erfiðisvinna nema á köflum,
það væri fremur þrifalegt og
fjölbreytt, auk þess sem það
væri betur borgað en önnur
Hctllbjöm Þorbjörnsson:
„Byggingarvinna eftirsótt."
verkamannavinna. Tekjur
þeirra eru um 26 þúsund á
mánuði með því að vinna frá
klukkan átta á morgnana til
sex á kvöldin.
ÖRYGGISMÁLIN
í MIKLUM FRAMFÖRUM.
Varðandi öryggi á vinnustöð-
um, sagði Hallbjörn að það
hefði tekið miklum framförum
á síðari árum. Nú væri t. d. á
flestum stöðum farið að nota
öryggishjálma, og væru menn
skyldugir að ganga með þá. Þá
fer það mjög í vöxt, að not-
aðir séu hinir svokölluðu ör-
yggisskór, en þeir eru útbúnir
með hörðum botnum svo að
naglar eiga ekki að geta stung-
ist í gegn, auk þess sem sterk
stálhlíf er yfir tánum, sem ver
fyrir höggum af þungum hlut-
um.
Öruggari vinnupallar eru
einnig að ryðja sér til rúms
í auknum mæli, enda sagði
Hallbjörn að vinnuslysum hafi
greinilega farið fækkandi með
þessum ráðstöfunum. Trassa-
skapur í einni eða annarri
mynd, væri nær undantekning-
arlaust orsök þeirra.
í Reykjavík er nú staríandi
mikill fjöldi byggingaverka-
manna, og virðist vera hörgull
á þeim, eftir auglýsingum að
dæma. Hörgullinn er þó eink-
um við minni verk, enda er
það með verkamennina eins
og aðrar aðila í byggingariðn-
aðinum, að þeir sækjast mest
í stóru verkefnin fremur en að
vera á hlaupum á milli smá-
verkefna.
FV 5 1972
61