Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 67
Byggingasamvinnufélag Höldum íbúðaverðinu í skefjum — Reynslan hefur sýnt að við höldum íbúðaverðinu í Reykjavík í skefjum og kom- um í veg fyrir óeðlilegar sveifl- ur í verðinu, þar sem við veit- um viðmiðun, sagði Óskar Jónsson framkvæmdastjóri Byggingasamvinnufélags at- vinnubifreiðastjóra, en það fé- lag er öllum opið og byggir íbúðir á kostnaðarverði fyrir félagsmenn. BSAB er eitt fjölmennasta byggingasamvinnufélagið hér með hátt í þúsund meðlimi, og hefur byggt margar blokkir undanfarin ár, og er nú m.a. að byggja blokk með 492 íbúð- um. Félagið byggir á kostnaðar- verði, sem fyrr segir, en það þýðir að félagið hagnast ekk- ert á byggingunum, eignast enga peninga og á ekkert eft- ir að verki loknu. Óskar sagði að það háði nokkuð félaginu að lagalegur grundvöllur fyrir byggingasam- vinnufélög væri ekki nægilega skýr og góður, en þau lög hafa nú verið tekin til endurskoð- unar og vænti hann jákvæðr- ar niðurstöðu. Hann sagði að byggingar- samvinnufélög þyrftu t.d. að hafa möguleika á að eignast tæki og verkfæri til nútíma vinnubragða, og afla þeim verkefna. Starfssemi félagsins er tví- þætt. Annars vegar er þetta verktakafélag, og hins vegar er þetta félagsstarfsemi. Taldi hann byggingasamvinnufélög bezt til þess fallin að bæta þjónustu í sambýlinu sjálfu og gera sambýlið betra, enda eru íbúarnir sjálfir aðilar að því félagi sem byggir húsin fyrir þá. ÓDÝRUSTU ÍBÚÐIRNAR. Reynslan hefur sýnt, að íbúðir eru ódýrari hjá byggingasam- vinnufélögum, en einkaaðilum, án þess að þær séu á nokkurn hátt lakari en aðrar íbúðir, þvi við byggjum samkvaemt kröf- um félaganna, sagði Óskar, og þær eru sízt minni en annars fólks. Þegar nýjar byggingar hafa verið hannaðar, er gerð kostn- aðaráætlun og kostnaði deilt niður á íbúðirnar. Kostnaðar- áætlunin tekur ekkert tillit til þeirra hækkana, sem koma kunna frá því að kaupsamn- ingur er gerður og þar til af- hending fer fram. Félagsmönnum er svo boðið að kaupa íbúðir í húsunum, áður en bygging þeirra hefst, og hefja þeir þá þegar greiðsl- ur, enda er miðað við að þeir hafi greitt íbúðina að fullu til félagsins, er þeir fá hana af- henta. Hins vegar er einhver greiðslufrestur á þeim kostnað- arhækkunum sem kunna að hafa orðið á tímabilinu frá þvi að samningurinn var gerð- ur og þar til afhending fer fram, en þá hækkun verður kaupandi að sjálfsögðu að greiða, þar sem félag sem byggir á kostnaðarverði, verð- ur að fá allan kostnað greidd- an. FJÖLBREYTNI í ÍBÚÐUM. Hvað um nýjungar í bygg- ingaháttum framtíðarinnar. Framtíðin er tvímælalaust meiri möguleikar í íbúðinni sjálfri. Milliveggir framtíðar- innar verða sennilega smíðað- ir á verkstæðum úr léttum og meðfærilegum efnum, eins og nú þegar er byrjað á í skrif- stofuhúsnæðum. Það skapar möguleika á breytingum, en fólki hentar ekki endilega eins íbúð alit lífið, og tilbreyting er alltaf góð auk þess sem þetta ætti að verða ódýrara. Við eigum líka nóg af léttu og sterku efni í þetta í land- inu, þar sem hraungjallið er, sem nú er ekki nýtt til hús- bygginga, sagði Óskar Jónsson að lokum. Snyrtileg mötuneyti eru nú að koma á byggingarstaði. FV 5 1972 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.