Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 25
M.s. Langá siglir inn á höfnina í Vestmannaeyjum. áhuga- og framkvæmdamál hans, var hann að búa sig und- ir þátttöku í borgarafundi í Eyjum, þar sem ræða átti kaup á ferju til siglinga milli lands og Eyja. Gísli er eindreginn fylgismaður þess, að Vest- mannaeyingar kaupi og reki eigið skip í þessum tilgangi, en treysti ekki á Ríkisskip eða aðra aðila utan Vestmanna- eyja. Gísli er 55 ára gamall og hóf afskipti sín af verzlun og viðskiptum í Vestmannaeyjum aðeins tólf ára gamall. Þá seldi hann gotterí í kvik- myndahúsi staðarins. Var hann fyrsta árið í vinnu hjá öðrum, en tók svo við rekstrinum sjálfur og gekk til fundar við umboðsmenn sælgætisvérk- smiðja og gerði innkaup á hag- stæðu verði. Af sælgætissöl- unni í bíóinu hafði Gísli strax nokkrar tekjur, sem komu sér vel, þegar hann hóf nám við Gagnfræðaskólann í Eyj- um. Gísli og félagi hans komu líka á stofn sérstöku bíói fyr- ir börn, sem rekið var í leigu- húsnæði, og átti miklum vin- sældum að fagna. Árið 1933 má svo segja, að þáttur Gísla í viðskiptalífinu hefjist fyrir alvöru, en það ár gerðist hann umboðsmaður í Vestmanna- eyjum fyrir Magnús Th. Blön- dahl og fyrir smjörlíkisgerð- irnar ári seinna. Upp úr því var heildverzlun Gísla Gísla- sonar stofnuð. — Ég útskrifaðist úr Verzl- unarskólanum árið 1936, en það var ekki síður mikilvægur undirbúningur fyrir störf mín síðar meir, að ég starfaði í Út- vegsbankanum í Eyjum á ár- unum 1936-39, jafnframt því sem ég rak heildverzlunina. Bankastörfin voru mikill skóli, segir Gísli. Árið 1939, í stríðsbyrjun, hófst svo nýr kafli í sögu heild- verzlunar minnar, því að þá um haustið hélt ég til Ameríku og stofnaði bar til viðskipta- sambanda. Fékk ég umboð fyr- ir ýmsar vörutegundir, svo sem timbur og byggingavörur, matvörur, fóðurbæti, ýmist frá Bandaríkjunum eða Kanada, og þetta flutti ég svo inn beint til Vestmannaevja, með um- skioun í Revkjavík. Það var norsku.r maður, Olav Hertsvig, sem hafði milligöngu fyrir mig, en aðallega verzlaði ég við briá að'la vestanhafs. T Vestmannaeyjum var ég með fjögur pakkhús full af vörum í stríðinu og lagði ríka áherzlu á að hafa úrval sem fjölbreytilegast. Með verzlun minni og þeim viðskiptum, sem kaupmenn í Eyjum gerðu við heildsala í Reykjavík, var þörfum Vestmannaeyinga full- nægt öll styrjaldarárin. — Þú hefur unnið mikið að félagsmálum Vestmannaey- inga, tekið þar þátt í stjórn- má>nm og verið bæjarstjóri um skeið. — Ég hóf afskipti af pólitík í Eyjum árið 1933, og hef ver- ið þátttakandi í stjórnmála- starfinu æ síðan. Ég var sett- ur bæiarstjóri 1961-62 í fjar- veru Guðlaugs Gíslasonar, sem þá var kominn á þing, og ár- in 1962-66 var ég forseti bæj- arstjórnar Vestmannaeyja. Þó að ég hafi orðið að taka að mér margvísleg störf, sem inna verður af höndum í Revkjavík, er bað samt svo, að ég tel mig fvrst og fremst vera Vestmannaeving og það er víst, að eitthvað togar í mann, þannig að ég vil ekki flytja frá Eyjum. — Hafa orðið vernlevar brevtin^ar á li'finu í Eyjum á undanförnum árum? — Já. Þær hafa orðið all- áberandi. Nú búa í Vestmanna- evjum um 5200 manns og hef- ur íbúatalan heldur hækkað undanfaNð. Ó^arft er að taka fram. að fólkið lifir aðallega á fiskveiðum og fiskvinnslu, en það er athyglisvert, hversu mikill stöðugleiki er að kom- ast á atvinnulífið. Áður fyrri voru upp undir 2000 aðkomu- menn í Eyjum yfir vertíðina. Þetta er liðin tíð. Á síðustu vertíð voru gerðir út 70-80 bát- ar og fimm fiskvinnslustöðvar starfræktar. Af þessu hafa íbúar Vestmannaeyja jafna og stöðuga vinnu, en þátttaka að- komumanna hefur stórminnk- að. — Hver liafa verið og eru helztu framfaramál Vest- mannaeyinga? — Hafnarmál ber einna hæst, og segja má, að þau séu jafnan eitt helzta stórmál okk- ar í Eyjum, því að stöðugt fara fram endurbætur á hafnarað- stöðunni. Vatnsveitumálin hafa líka verið afar þýðingarmikil og stórmerkt soor stigið í þeim með lagningu leiðslunnar úr landi. Það er framkvæmd, sgm kostað hefur um 300 milljónir króna með innanbæjarvatns- veitukerfi. Vestmannaeyingar hafa að vísu ekki staðið einir undir þeim kostnaði, því að ríkis- valdið hefur veitt mikilsverða fyrirgreiðslu, t. d. með því að fella niður tolla á vatnsleiðsl- unni. En í þessu sambandi finnst mér rétt að það komi fram, að vatnsveitan nvja er ekki fvrst og fremst gerð fyrir íbúa Vestmannaevja heldur er betta framkvæmd, sem var bráðnauðsynleg fyrir fiskiðnað- FV 5 1972 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.