Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 37
peningamagni og spariinnlánum bankakerfisins. Glöggt kemur í ljós að veruleg samfylgni er milli þessara þátta. Einnig má benda á eftirfarandi, sbr. ársskýrslu Seðlabankans: 1964—1971 u.þ.b. tvö og hálf- faldaðist bæði þjóðarframleiðsla, peningamagn og summan af pen- ingamagni og spariinnlánum, þó jókst peningamagnið mest, eða 13 % á ári að jafnaði, en þjóðar- framleiðslan á hlaupandi verðlagi um 12,5% og spariinnlán að við- bættu peningamagni milli 12,5 og 13%. Séu árin 1969—1971 tekin út af fyrir sig, rösklega tvöfaldaðist peningamagn, en þjóðarframleiðsl- an jókst um 90%, þannig að aukning peningamagnsins er eink- um á þessum árum yfir meðal- aukningu. Peningamagn var svo til ó- breytt 1966—1968. Það minnkaði meira að segja eilítið 1967. Þrátt fyrir nærri óbreytt pen- ingamagn 1964—1966 (1967) vex þjóðarframleiðslan á hlaupandi verðlagi, þannig að veltuhraði peninga hlýtur að hafa farið vax- andi á þessum árum. Hið nána samband milli pen- ingamagns og upphæðar þjóðar- framleiðlsunnar er gamalkunn- ugt, en sérstakur skóli, sem kenndur er við Chicago og Milton Friedman, telur einmitt, að stjórn á peningamálum sé aðaláhrifa- valdur þjóðarframleiðslunnar á hlaupandi verðlagi. Þessa álykt- un draga þeir af hinu nána sam- bandi milli peningamagns og lýst, sem þeir halda fram að sé stöðugt bæði til skamms og langs tíma. Og þar sem erfitt sé að spá um framtíðina, sé allt eins gott að setja sér einhverja á- kveðna reglu um, hvernig pen- ingamagnið skuli aukið, t.d. um 3% á hverjum ársfjórðungi eða eitthvað ámóta. Aukning peningamagns endur- speglar að nokkru eignaaukningu bankanna í gjaldeyri, heima og erlendis, en þetta ræðst svo aftur af þróun útflutningstekna. Þegar fjármagnið, sem myndast með aukningu útflutnings, fer að streyma út úr bankakerfinu í formi útlána, eða þá útlánaaukn- ingin á rót sína að rekja til aukningar spariinnlána, Þá eykst eftirspurn eftir innlendum og er- lendum vörum og þjónustu. Keikna má með nokkrum tíma- drætti, frá þvi er tekjumyndun á sér stað, þar til hún leiðir af sér útgjaldaaukningu. Líklegt er, að sá hluti tekn- anna, sem beinist að innlendri framleiðslu, þrýsti á verðlagið upp á við, þegar nálgast tekur fullnýtingu framleiðsluþátta, véla, vinnuafls eða fjármagns. Sá hluti eftirspurnarinnar sem leitar út á við, kemur beint fram í aukinni eftirspurn eftir erlend- um gjaldeyri. Við þetta bætist af- leidd eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri til kaupa á hráefnum og millistigsafurðum til að geta haldið framleiðslunni gangandi og helzt aukið hana. Því meiri, sem þenslan verð- ur, þeim mun meiri ástæða er til að ætla, að eftirspurn beinist að innflutningi, þar sem flösku- hálsar gera æ tíðar vart við sig innanlands og aukning afkasta- getu tekur tíma. Nái þenslan vissu marki, getur spákaupmennska magnazt og seljendur gjaldeyris fara jafnframt að kippa að sér hendinni eftir megni. Það, að eftirspurnin leitar út á við, stemmir að nokkru leyti stigu við hækkun innlends verðlags. Þetta er þó á kostnað versnandi stöðu út á við. Að mati dr. Guðmundar Guð- mundssonar hefur ríkt allstöðugt samband milli útlánaauknin'gar bankakerfisins og eftirspurnar eftir erlendum gjaldeyri 1953— 1969. Þannig má reikna með, að 40—45%af útlánaaukningu komi fram í innflutningi innan árs, en 25% til viðbótar innan árs þar frá. Þá er þess að geta, að aukin útlán eru keðjuverkandi. Það, sem lánað er út, streymir að mestu aftur inn í bankakerfið. 100 milljón króna sparifjáraukn- ing felur í sér að hluta til bindi- skyldu í Seðlabankanum, en sú binding rennur þó að nokkru út aftur í formi endurkaupalána, eða til að mynda bakhjarl gjaldeyris- kaupa, eftir því hvernig á málin er litið. Segjum, að % af þessum 100 milljónum streymi aftur til bank- anna, þegar þær hafa verið lán- aðar út. Inn koma þá 75 milljón- ir, sem eru endurlánaðar. Inn koma 56 milljónir og þannig koll af kolli. Til langs tíma gæti því heildarútlánaaukningin orðið margföld upphafsaukningin. 2. EÐLI PENINGA- MARKAÐARINS. Oft er gerður sá munur á pen- ingamálum og fjármálum, að með peningamálum er einkum átt við út- og innlánastarfsemi bankakerfisins og Þær ákvarðanir Seðlabanka, sem áhrif hafa á peningastraumana, en með fjár- málum ákvarðanir ríkisstjórnar- innar og Alþingis. Hvernig flokka á fjárfesting- arsjóðina er skilgreiningaratriði, en ég mun hér fella þá undir peningamarkaðinn, þótt þeir eigi allt eins heima með fjármálum með tilliti til þess, hver tekur ákvarðanir um starfsemi þeirra. Lítum á útlán innlánsstofnana í heild árin 1970 og 1971. Fjármunamyndun verzlunarinn- ar er greinilega fjármögnuð af bankakerfinu, því að næstum eng- inn fjárfestingarlánasjóður er fyr- ir hendi, sem lánar til verzlunar- innar. Á þetta væri ástæða til að leggja enn meiri áherzlu en gert hefur verið. Verzlunin hefur einnig tekiö lán erlendis, sem hefur verið við- bót við rekstrarféð. Þessi þáttur nam um 2 milljörðum í árslok 1971, en hafði lítið breytzt á því ári. Nýlega hefur að nokkru ver- ið kippt í spottann, en lán munu ekki vera nýtt að leyfilegu há- marki í öllum flokkum. Vart er unnt að gera sér grein fyrir því, sem liggur að baki þeim straumum, sem lýst hefur verið, nema huga að því, hvað skeður innan árs, en þar fylgir þróunin ákveðnu mynztri. Peningaútstreymið er mest á fyrra hluta ársins, einkum í apríl- maí-júní, hraði aukningarinnar minnkar á 3. ársfjórðung og und- ir lok ársins verður samdráttur peningamagns. Á fyrra helm- ingi ársins fara saman mikil endurkaupalán Seðlabankans og fjárútlát ríkissjóðs. Vegna tima- dráttar kemur þetta fram í aukn- um innflutningi á seinni hluta ár- ins. 1 skýrslu um íslenzkan iðnað og EFTA, sem út kom á vegum iðnaðarráðuneytisins árið 1969 og ég stóð að á sínum tíma, var sér- stakur kafli um efnahag og fjár- öflun íslenzkra iðnfyrirtækja, saminn af Sigurði Helgasyni, M.B.A. Ég tel, að það, sem þar er sagt eigi að flestu leyti einnig við um íslenzka verzlun: 1. Vaxtahöft á Islandi ýta undir óarðbæra fjárfestingu. 2. Vextir án áhættuálags valda ábyrgðarleysi í rekstri fyrir- tækja. 3. Lögbundið fjármagn við á- kveðnar atvinnugreinar við- heldur kyrrstöðu í atvinnulíf- inu. 4. Afskipti löggjafarvaldsins af fjármagnskerfinu draga úr sveigjanleika þess til að að- FV 5 1972 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.