Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 75
Stöðlun í byggingariðnaðinum Lækkar hún byggingarkostnaðinn? Árið 1970 birtist álit þeirr- ar nefndar, sem iðnaðarrá'ð- herra skipaði 1966 til þess að kanna byggingarkostnað á ís- landi. Nefndin vann úr ýms- um gögnum varðandi þetta mál en tekur fram í áliti sínu, að hún muni ekki svara spurn- ingunni um það, hvort hygg- ingarkostnaður sé óeðlilega hár hérlendis, og hún leggur heldur ekki á ráðin um það, hvernig lækka megi byggingar- kostnaðinn. Meðal þeirra þátta, sem nefndin fjallaði sérstaklega um var stöðlun í byggingar- iðnaðinum og fer sá kafli hér á eftir: „Áhrif stöðlunar á bygging- arkostnað hafa verið mikið til umræðu. Því er ástæða til að fjalla lítillega um það efni hér. Stöðlun getur verið marg- háttuð, en hér verður fjallað um hana sem: 1) bindingu máleininga í bygg- ingarframleiðslunni, 2) háttbundinn framleiðslufer- il og 3) gæðaákvörðun fyrir efni og vinnu. Skoðanir eru nokkuð skipt- ar um, að hvaða marki, við hvaða aðstæður og hvar í framleiðsluferlinum stöðlun geti haft mest áhrif á bygging- arkostnað. Rétt er að gera sér grein fyr- ir því, að stöðlun er ekkert nýtt fyrirbæri, heldur hefur hún verið til í ýmsum mynd- um um langan tíma. Eru ýms- ar óskyldar ástæður fyrir stöðl- un og má nefna tvær. Annars vegar fagurfræðileg stöðlun, þ.e. stöðlun máleininga og hlutfalla, sem byggist á við- urkenndum hlutfallalögmálum. Hins vegar er framleiðslu- tæknileg stöðlun ýmissa bygg- ingarefna, og er það raunveru- lega sú stöðlun, sem almennt er rætt um. TILGANGUR STÖÐLUNAR. Tilgangur stöðlunar, sem hvílir á framleiðslutæknileg- um grunni. er að auðvelda samfellda (verksmiðju-) fram- leiðslu byggingarefnis, bygg- ingarhluta eða heilla bygginga án tillits til, hvar og hvenær sú framleiðsla er notuð. Áhrif slíkra framleiðsluaðferða á byggingarkostnað eru aðallega háð: 1) undirbúnings- og stofn- kostnaði framleiðslustöðvar, 2) geymslukostnaði og 3) dreif- ingarkostnaði. En allt er þetta háð fjármögnunarformi og kostnaði af þvi, svo og stærð og legu markaðssvæðisins. Það er því eðlilegt, að ekki gildi alls staðar sömu lögmál um, að hvaða marki og hvar í framleiðsluferlinum áhrif stöðl- unar gæti mest til að lækka eða halda niðri byggingar- kostnaði. Ef skoðuð eru þrjú stig í framleiðsluferlinum í ljósi þess, sem þegar er sagt, má gera sér nokkra grein fyrir þessu, Hin þrjú stig eru: 1. Stöðlun heilla húsa. 2. Stöðlun byggingarhluta. 3. Stöðlun byggingarefna. HEIL HÚS. Hér á landi hafa verið gerð- ar nokkrar tilraunir með verk- smiðjuframleiðslu heilla íbúð- arhúsa sem seld eru uppsett. Þessar tilraunir eru svo smá- vægilegar, að þeirra gætir ekki til áhrifa á byggingarkostnað almennt. Timburhúsin virðast að öllu jöfnu ódýrari en stein- húsin. Þó hefur ekki verið gerður samanburður á kostnaði sambærilegra timburhúsa, byggðra með venjulegum hætti. Um steinhúsin er ekki óyggjandi vissa, hver kostnað- arhlutföll eru, m.a. vegna þess að lokafrágangur þeirra er hinn sami og húsa, sem byggð eru með venjulegum bygging- araðferðum. Þessi stöðlun nær ekki til- gangi sínum, þegar hver byggj- andi framleiðir aðeins eina ein- ingu og ekki vinnst hagræð- ing í innkaupum eða fram- kvæmdaskipulagi. Stærsta til- raun með byggingu staðlaðra húsa er bygging 20 innfluttra „typuhúsa“ í Breiðholti. Rann- sókn á niðurstöðum þeirrar til- raunar hefur ekki farið fram, en af birtum gögnum má draga þá ályktun, að ekki hafi farið sem skyldi. Af reynslu annarra þjóða má álykta, að einingarfjöldi hverr- ar húsagerðar þurfi að vera meiri en svo, að markaður okkar geti tekið við svo mik- illi jafnri, árlegri framleiðslu, sem þarf til að tryggja rekstur framleiðslufyrirtækjanna. Áð- ur en horfið er frá stöðlun heilla húsa, er rétt að draga fram í dagsljósið hættu, sem henni er samfara. Hinir ört breytilegu lífshættir og hí- býlavenjur svo og hinir sí- breytilegu starfshættir í at- vinnufyrirtækjum og stofnun- um skapa óhjákvæmilegar þarfir fyrir breytanleika nær alls húsrýmis. Staðlað hús, full- frágengið og óbreytanlegt, framleitt í fjölda eintaka getur orðið alvarlegri fjötur í fram- tíð, þótt ódýrara sé í upphafi, en óstaðlað hús, byggt með venjulegum hætti, en fyrir breytileg afnot. Með hliðsjón af framansögðu og aðstæðum hér á landi, verð- ur því að álykta, að vafasamt sé, að stöðlun húsa sem full- unninnar markaðsvöru geti leitt til lækkunar byggingar- kostnaðar, en vænleg til ár- angurs sé stöðlun máleininga, er auðveldar stöðlun bygging- arhluta og gerir hagkvæmari nýtingu staðlaðs byggingarefn- is. BYGGINGARHLUTAR. Stöðlun byggingarhluta virð- ist í ýmsum tilvikum geta haft áhrif til lækkunnar kostnað- ar eða aukins framkvæmda- hraða. Hér á landi eru til verk- smiðjur, sem geta fullnægt þörfum landsmanna fyrir ýms- ar byggingarvörur og bygging- arhluta, ef reknar væru með hliðsjón af afkastagetu véla- kosts og eðlilegri nýtingu hans, svo sem gerist með öðrum þjóðum. Hér skal nefnd fram- leiðsla hurða, glugga og for- spenntra steypubita og súlna svo og steyptra, einangraðra útveggjahluta. Einnig má nefna eldhúsinnréttingar, skápa og veggjaklæðningu. Þrátt fyrir þetta mun þessi staðlaða fram- íeiðsla ekki vera birgðafram- leiðsla nema að litlu leyti, FV 5 1972 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.