Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 13
ISIettótekjur Sölu- nefndarinnar 35 milljónir Nettótekjur Sölunefndar varnarliðseigna á síðasta ári höfðu verið áætlaðar við und- irbúning fjárlaga kr. 11 millj. 895 þús., en urðu 35 millj. 505 þús. Að sögn Helga Eyjólfsson- ar, forstjóra Sölunefndarinnar, stafar þetta af hagkvæmum innkaupum hjá varnarliðinu og einstaklingum á vegum þess, auk þess sem eftirspum eftir vörum hjá Söluncfndinni, sérstaklega bifreiðum, hefur verið mikil. Vörusala Sölunefndarinnar nam á síðasta ári 61 millj. 878 þús. Þar með er talin sala á 194 fólksbílum, 100 vörubílum, ásamt jarðýtum, krönum og fleiri vinnuvélum. Sölunefnd- in kaupir fólksbíla af varnar- liðsmönnum á sambærilegu verði við það, sem gerist sam- kvæmt söluskrám á austur- strönd Bandaríkjanna á hverj- um tíma. Kaup á tækjum og vörum frá hernum sjálfum fara fram eftir tilboðum, sem Sölunefndin gerir. MIKIL EFTIRSPURN Fólksbifreiðarnar, sem sölu- nefndin selur, eru allt frá því að vera 10 ára og niður í módel þessa árs, og fara útboð fram vikulega. Venjulega eru sex bílar boðnir út samtímis. Berast að jafnaði 100-200 til- boð í hvern bíl. Er áhugi ís- lendinga á amerískum bílum því greinilega mjög mikill. Gangverð á bílum hjá Sölu- nefndinni mun vera hærra en það, sem gerist á almennum bílamarkaði hérlendis og er ástæðan sú, að bílarnir frá varnarliðsmönnum eru yfir- leitt betur farnir vegna betri vega vestan hafs. ALLT SELST UPP Fyrir nokkrum árum reisti Sölunefnd varnarliðseigna tveggja hæða birgða- og verzl- unarhús við Grensásveg, 2150 fermetra að flatarmáli. Má segja, að allt, sem þangað kem- ur til sölu, hverfi sem dögg fyrir sólu, af hverju tagi, sem það kann að vera. Að sögn Helga Eyjólfssonar eru vör- urnar, sem þar eru á boðstól- um í langflestum tilfellum ónotaðar. Oft hefur það kom- ið fyrir, að stórar vörusending- ar lenda á Keflavíkurflugvelli fyrir einhver mistök, en áttu kannski upphaflega að fara til Afríku eða Grænlands. Þannig var til dæmis um 5000 flugna- net, reyndar tjöld úr flugna- neti, sem átti að senda til Afríku, en höfnuðu hjá varn- arliðinu hér. Þau fóru í sölu hjá Sölunefndinni og hreyfð- ust ekki í langan tíma. Þá kom Helgi Eyjólfsson því til leiðar, að Jörundur Brynjólfsson, Mý bók: Vín vinar drekka „Vín skal til vinar drekka“ er handbók fyrir hófsamt og skemmtilegt fólk, sem nýlega hefur verið gefin út á forlagi Frjáls framtaks hf. Er í henni að finna ýmsan fróðleik um vín, vínframleiðslu og vín- notkun, ásamt uppskriftum að fyrrv. alþingismaður, gerði til- raun með þessi tjöld yfir hey- galta og reyndust þau passa alveg mátulega fyrir þá. Var ekki að sökum að spyrja, að 5000 flugnatjöld seldust upp á svipstundu og voru notuð hér í sveitum landsins. Ágóðinn af rekstri Sölu- nefndar varnarliðseigna hefur verið allt að 50 milljónum _á einu ári. Allt þetta fé rennur beint í ríkissjóð og fara greiðsl- ur fram mánaðarlega. skal til kokkteilum og vínblöndum samkvæmt alþjóðlegum staðli, og eins viðurkennda úrvals- drykki íslenzkra barþjóna. Handbók þessari er ætlað að verða fólki til aðstoðar í með- ferð áfengra drykkja og stuðla að siðsamlegri neyzlu þeirra. Oft er þröng á þingi, þegar bifreiðar eru auglýstar til sýnis hjá Sölunefndinni. FV 5 1972 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.