Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 39
lagast þörfum atvinnulífsins hverju sinni. 5. Ábyrgðarlaus stefna hins op- inbera getur valdið öryggis- leysi í rekstri fyrirtækja. Bæta má við: 6. Stutt lán eru ofnotuð miðað við fasta fjárbindingu. 7. Fjármagn til langs tíma er af skornum skammti. 8. Almennan verðbréfamarkað vantar. 9. Vanmetnar afskriftir fyrir- tækja gera þeim erfiðara fyr- ir að byggja sg upp fjárhags- lega. 10. Eigið fé fyrirtækja er iítið. Tímans vegna er ekki unnt að tengja þessi atriði þeii’ri verð- bólguþróun.sem ríkt hefur. Minna má þó á, að dr. Jóhannes Nordal lét að þvi liggja nýverið á árs- fundi Seðlabankans, að timabært væri að hækka vexti. 3. STÝRITÆKI Á PENIN GAMARKAÐNUM. Seðlabankinn hefur yfir marg- víslegum tækjum að ráða til að stýra straumum peningamarkað- arins með eigin ákvörðunum eða í samráði við lánastofnanir: 1. Almennir bankavextir, eins og áður er minnzt á. 2. Áhrif á peningamagn eftir ýmsum leiðum. 3. Bindiskylda innlánsstofnana, bæði ákvæði um bindingar- hlutföll og vexti af bundnu fé. 4. Endurlánsvextir til innláns- stofnana, sbr. refsivextina. 5. Endurkaupalán og vexti af þeim. 6. Verðbréfaútboð og lánskjör. Hér er oftast um milligöngu að ræða fyrir ríkisvaldið. 7. Heimild til að veita aðiljum vísitölubindingu á útlánum. 8. Gjaldfrestur í samráði við aðr- ar bankastofnanir. 9. Leiðbeinandi viðmiðanir um aukningarhlutfallstölu útlána eða heildarútlán í samráði við lánastofnanir. 10. Gengið. Fjármálaaðgerðir hins opinbera felast einkum í því að ákveða: 1. Skattprósentur. 2. Tollprósentur o.þ.h. 3. Tekjutilfærslur, þ. m. t. niður- greiðslur, uppbætur o.þ.h. 4. Framkvæmdir hins opinbera. 5. Afskriftareglur o. fl. 6. Sala eða kaup á verðbréfum á erlendum eða innlendum vett- vangi, sbr. áður. Hér er ekki unnt að líta fram- hjá þætti bæjar- og sveitarfélaga og Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins (auk Aflatryggingarsjóðs og ýmissa annarra sjóða). 1 árslok 1971 var rúmlega 1 milljarður í Verðjöfnunarsjóði, sem samkvæmt framansögðu þýðir, að hann hafi dregið úr þenslu, sem samsvarar því, að gjaldeyrisvarasjóðurinn sé um 500—800 milljónum meiri en ef féð hefði runnið út í kerfið. Framkvæmdastofnun ríkisins hefur fengið mikið vald í hendur til að beina peningastraumunum í vissa farvegi, en enn er ekki komið í ljós, hvernig það vald verður notað. 4. BARÁTTAN UM FJÁRMAGNIÐ. 1 þjóðfélagi, þar sem hinn sam- eiginlegi gjaldmiðill er peningar, breytist takmörkun efnahagslegra gæða oft í fjármagnstakmörkun. Eftirspurnin eftir peningum verð- ur þvi meiri, þeim mun meira, sem þenslan vex, ef ekki eru leyst úr læðingi öfl til að stuðla að jafnvægismyndun. Á uppgangstímum hafa einka- aðiljar og ríkið einatt ætlað sér að sinna mörgum verkefnum. I stað þess að miða fjármálastefn- una við þjóðhagslegt jafnvægi, hafa riki og sveitarfélög leitazt við að halda sínum hlut, eða jafnvel auka hann. Hér ætti í grundvallaratriðum mat þegnanna á samneyzlu og einkaneyzlu að koma til. Að þessu mati gefnu og að öðru jöfnu, gæti hið opinbera miðað aðgerðir sínar við að taka til sín þá fram- leiðsluþætti, sem þessi samneyzla krefst í bráð og í lengd með hætti, sem stuðlar að þjóðhags- legu jafnvægi. Að mínum dómi er baráttan um fjármagnið, eftir hvaða leið- um það á að fara og i hvað, ó- venju hörð um þessar mundir og fer harðnandi. Ástæður þessar eru einkum eftirfarandi: 1. Eftir skakkaföllin 1967 og 1968, dróst úr hömlu að nokkrar atvinnugreinar kipptu við sér aftur, þrátt fyrir mikla útvíkkun útlána- undistöðu. Nærtækasta dæmið er byggingariðnaður. Upp- gangurinn hlaut því að verða þeim mun hraðari, þegar að kom. Sökum þessa og vegna þess að margar byggingar eru í miðjum klíðum, þurfa þeir, sem í framkvæmdum standa á peningum að halda. 2. Endurnýjunarþörf í sjávarút- vegi hafði legið niðri eftir hagsveifluna miklu vegna þverrandi fjárhagslegrar getu. 3. Yfir dynur fjárfestingarhol- skefla í frystiiðnaðinum, sum- part vegna gamalla synda en einnig vegna endurnýjunar og nýfjárfestingar. 4. Hækkandi verðlag kallar á meira peningamagn til að velta þjóðarframleiðslunni á hinu hærra verðlagi, ef svo mætti segja. 5. Eftirspurn eftir menntun, kröfur til félagsmálakerfisins og heilbrigðismála virðast aukast með vaxandi hagsæld þjóða. 6. Við stöndum að öllum líkind- um á tímamótum um að stuðla að jafnari byggðaþróun víðs vegar um landið en verið hefur. 7. Ný ríkisstjórn er setzt að völdum, sem hefur ríkisbú- skap eða ríkisforsjá ofar á stefnuskrá sinni en fyrirrenn- arar hennar. 8. Hún virðist hafa minni trú á almennum hagstjórnaraðgerð- um en treysta meira á ein- stakar ráðstafanir. 9. Hinar sérstöku ráðstafanir styðjast að sumu leyti annað- hvort við úrelta hugmynda- fræði eða eru gerðar í heið- arlegum pólitískum tilgangi án tillits til arðsemimats og framkalla ýmsar þversagnir. 10. Samstjórn ráðherra úr þrem- ur flokkum, sem lengi hafa verið í stjórnarandstöðu, veld- ur því að hver vill fara sínu fram. Þegar horft er á heild- ardæmið og efnd og óefnd loforð eru tekin saman, vant- ar stórfé, sbr. Fiskveiðasjóð, Byggingarsjóð rikisins, Fram- kvæmdaáætlun, Sigöldu og iðjuver, félagsmála- og trygg- ingakerfið, heilbrigðismálin og fjármagn til að standa straum af launahækkunum og afleið- ingum þeirra fyrir ríkissjóð. 11. Geta atvinnuveganna til að greiða hærri laun var tæmd í jafnvel þeim bezt stæðu með síðustu launasamningum og styttingu vinnutíma. Fyrir- tækin verða því að leita til bankastofnana um fyrir- greiðslu í æ ríkara mæli. 12. Lausafjárstaða bankanna var verri um s.l. áramót en hún hafði verið 2 undangengin ár. 13. Boðað hefur verið, að ríkis- sjóðsvíxlar verði boðnir bönk- unum til kaups með betri kjörum en víxlavöxtum. Þetta er skynsamlegt að því leyti sem bankarnir verða þá að draga úr útlánum til annarra FV 5 1972 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.