Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 39
lagast þörfum atvinnulífsins
hverju sinni.
5. Ábyrgðarlaus stefna hins op-
inbera getur valdið öryggis-
leysi í rekstri fyrirtækja.
Bæta má við:
6. Stutt lán eru ofnotuð miðað
við fasta fjárbindingu.
7. Fjármagn til langs tíma er
af skornum skammti.
8. Almennan verðbréfamarkað
vantar.
9. Vanmetnar afskriftir fyrir-
tækja gera þeim erfiðara fyr-
ir að byggja sg upp fjárhags-
lega.
10. Eigið fé fyrirtækja er iítið.
Tímans vegna er ekki unnt að
tengja þessi atriði þeii’ri verð-
bólguþróun.sem ríkt hefur. Minna
má þó á, að dr. Jóhannes Nordal
lét að þvi liggja nýverið á árs-
fundi Seðlabankans, að timabært
væri að hækka vexti.
3. STÝRITÆKI Á
PENIN GAMARKAÐNUM.
Seðlabankinn hefur yfir marg-
víslegum tækjum að ráða til að
stýra straumum peningamarkað-
arins með eigin ákvörðunum eða
í samráði við lánastofnanir:
1. Almennir bankavextir, eins og
áður er minnzt á.
2. Áhrif á peningamagn eftir
ýmsum leiðum.
3. Bindiskylda innlánsstofnana,
bæði ákvæði um bindingar-
hlutföll og vexti af bundnu fé.
4. Endurlánsvextir til innláns-
stofnana, sbr. refsivextina.
5. Endurkaupalán og vexti af
þeim.
6. Verðbréfaútboð og lánskjör.
Hér er oftast um milligöngu
að ræða fyrir ríkisvaldið.
7. Heimild til að veita aðiljum
vísitölubindingu á útlánum.
8. Gjaldfrestur í samráði við aðr-
ar bankastofnanir.
9. Leiðbeinandi viðmiðanir um
aukningarhlutfallstölu útlána
eða heildarútlán í samráði við
lánastofnanir.
10. Gengið.
Fjármálaaðgerðir hins opinbera
felast einkum í því að ákveða:
1. Skattprósentur.
2. Tollprósentur o.þ.h.
3. Tekjutilfærslur, þ. m. t. niður-
greiðslur, uppbætur o.þ.h.
4. Framkvæmdir hins opinbera.
5. Afskriftareglur o. fl.
6. Sala eða kaup á verðbréfum á
erlendum eða innlendum vett-
vangi, sbr. áður.
Hér er ekki unnt að líta fram-
hjá þætti bæjar- og sveitarfélaga
og Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar-
ins (auk Aflatryggingarsjóðs og
ýmissa annarra sjóða). 1 árslok
1971 var rúmlega 1 milljarður í
Verðjöfnunarsjóði, sem samkvæmt
framansögðu þýðir, að hann hafi
dregið úr þenslu, sem samsvarar
því, að gjaldeyrisvarasjóðurinn sé
um 500—800 milljónum meiri en
ef féð hefði runnið út í kerfið.
Framkvæmdastofnun ríkisins
hefur fengið mikið vald í hendur
til að beina peningastraumunum
í vissa farvegi, en enn er ekki
komið í ljós, hvernig það vald
verður notað.
4. BARÁTTAN UM
FJÁRMAGNIÐ.
1 þjóðfélagi, þar sem hinn sam-
eiginlegi gjaldmiðill er peningar,
breytist takmörkun efnahagslegra
gæða oft í fjármagnstakmörkun.
Eftirspurnin eftir peningum verð-
ur þvi meiri, þeim mun meira,
sem þenslan vex, ef ekki eru
leyst úr læðingi öfl til að stuðla
að jafnvægismyndun.
Á uppgangstímum hafa einka-
aðiljar og ríkið einatt ætlað sér
að sinna mörgum verkefnum. I
stað þess að miða fjármálastefn-
una við þjóðhagslegt jafnvægi,
hafa riki og sveitarfélög leitazt
við að halda sínum hlut, eða
jafnvel auka hann.
Hér ætti í grundvallaratriðum
mat þegnanna á samneyzlu og
einkaneyzlu að koma til. Að þessu
mati gefnu og að öðru jöfnu,
gæti hið opinbera miðað aðgerðir
sínar við að taka til sín þá fram-
leiðsluþætti, sem þessi samneyzla
krefst í bráð og í lengd með
hætti, sem stuðlar að þjóðhags-
legu jafnvægi.
Að mínum dómi er baráttan
um fjármagnið, eftir hvaða leið-
um það á að fara og i hvað, ó-
venju hörð um þessar mundir og
fer harðnandi. Ástæður þessar eru
einkum eftirfarandi:
1. Eftir skakkaföllin 1967 og
1968, dróst úr hömlu að
nokkrar atvinnugreinar
kipptu við sér aftur, þrátt
fyrir mikla útvíkkun útlána-
undistöðu. Nærtækasta dæmið
er byggingariðnaður. Upp-
gangurinn hlaut því að verða
þeim mun hraðari, þegar að
kom. Sökum þessa og vegna
þess að margar byggingar eru
í miðjum klíðum, þurfa þeir,
sem í framkvæmdum standa
á peningum að halda.
2. Endurnýjunarþörf í sjávarút-
vegi hafði legið niðri eftir
hagsveifluna miklu vegna
þverrandi fjárhagslegrar getu.
3. Yfir dynur fjárfestingarhol-
skefla í frystiiðnaðinum, sum-
part vegna gamalla synda en
einnig vegna endurnýjunar og
nýfjárfestingar.
4. Hækkandi verðlag kallar á
meira peningamagn til að
velta þjóðarframleiðslunni á
hinu hærra verðlagi, ef svo
mætti segja.
5. Eftirspurn eftir menntun,
kröfur til félagsmálakerfisins
og heilbrigðismála virðast
aukast með vaxandi hagsæld
þjóða.
6. Við stöndum að öllum líkind-
um á tímamótum um að
stuðla að jafnari byggðaþróun
víðs vegar um landið en verið
hefur.
7. Ný ríkisstjórn er setzt að
völdum, sem hefur ríkisbú-
skap eða ríkisforsjá ofar á
stefnuskrá sinni en fyrirrenn-
arar hennar.
8. Hún virðist hafa minni trú á
almennum hagstjórnaraðgerð-
um en treysta meira á ein-
stakar ráðstafanir.
9. Hinar sérstöku ráðstafanir
styðjast að sumu leyti annað-
hvort við úrelta hugmynda-
fræði eða eru gerðar í heið-
arlegum pólitískum tilgangi
án tillits til arðsemimats og
framkalla ýmsar þversagnir.
10. Samstjórn ráðherra úr þrem-
ur flokkum, sem lengi hafa
verið í stjórnarandstöðu, veld-
ur því að hver vill fara sínu
fram. Þegar horft er á heild-
ardæmið og efnd og óefnd
loforð eru tekin saman, vant-
ar stórfé, sbr. Fiskveiðasjóð,
Byggingarsjóð rikisins, Fram-
kvæmdaáætlun, Sigöldu og
iðjuver, félagsmála- og trygg-
ingakerfið, heilbrigðismálin og
fjármagn til að standa straum
af launahækkunum og afleið-
ingum þeirra fyrir ríkissjóð.
11. Geta atvinnuveganna til að
greiða hærri laun var tæmd
í jafnvel þeim bezt stæðu
með síðustu launasamningum
og styttingu vinnutíma. Fyrir-
tækin verða því að leita
til bankastofnana um fyrir-
greiðslu í æ ríkara mæli.
12. Lausafjárstaða bankanna var
verri um s.l. áramót en hún
hafði verið 2 undangengin ár.
13. Boðað hefur verið, að ríkis-
sjóðsvíxlar verði boðnir bönk-
unum til kaups með betri
kjörum en víxlavöxtum. Þetta
er skynsamlegt að því leyti
sem bankarnir verða þá að
draga úr útlánum til annarra
FV 5 1972
39