Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 29
hið fyrsta, af því að það er
enginn ofaníburður til nema í
Helgafelli, og náttúruverndar-
ráðið er að reyna að koma í
veg fyrir, að fjallinu verði
mokað ofan í flugbrautir. Mal-
bikunin myndi kosta um 20
milljónir, samkvæmt kostnað-
aráætlun, sem gerð var í fyrra.
Að sjálfsögðu hefur mikið
gagn verið af flugsamgöngun-
um, en þær hafa ekki uppfyllt
þær kröfur, sem við gerum nú
á tímum. Sannleikurinn er sá,
að það gengur erfiðlega að fá
lækna og embættismenn til
starfa í Eyjum vegna sam-
gönguerfiðleika. Þetta eru að-
ilar, sem þurfa oft að leita
til Reykjavíkur í ýmsum er-
indum vegna starfs síns, en
þeir geta átt á hættu að verða
að bíða veðurs á öðrum hvor-
um staðnum svo dögum skipt-
ir. Það er ekki óalgengt, að
Vestmannaeyingar standi uppi
með hótelreikninga upp á
nokkur þúsund krónur vegna
þess, að þeir komust ekki
heim til sín á þeim tíma, sem
þeir ætluðu sér.
Skipaútgerð ríkisins hefur
haft Herjólf í förum til Vest-
mannaeyja og í fyrrasumar
var hann látinn sigla daglega
milli Þorlákshafnar og Eyja
að undirlagi Ingólfs Jóns-
sonar, þáverandi samgönguráð-
herra. En Skipaútgerðin hefur
Herjólf á sínum snærum og
getur ráðið áætlun hans. Þar
verður ekki alltaf litið á hags-
muni Vestmannaeyinga fyrst
og fremst. Því er það, að við
Vestmannaeyingar höfum hug
á að kaupa okkar eigið skip til
að sigla milli lands og Eyja.
Samkvæmt athugunum, sem
gerðar hafa verið, er flugfært
260 daga á ári milli Reykja-
víkur og Vestmannaeyja, en
sjóleiðin til Þorlákshafnar er
fær 300 daga úr árinu. í svona
siglingar þarf gott skip og nú
er í athugun, hvort heppilegt
sé að festa kaup á ferju, sem
notuð hefur verið í Danmörku
og kosta myndi 20 milljónir
auk álíka upphæðar, er fara
myndi í ýmsar lagfæringar.
Vera má, að hyggilegra sé að
láta smíða skip sérstaklega í
þessu augnamiði. En hvað sem
því líður er það höfuðhags-
munamál Vestmannaeyinga að
eignast slíkt skip hið fyrsta.
— Þar sem talið hefur nú
borizt að skipaútgerð er sjálf-
sagt að biðja þig að skýra frá
rekstri Hafskips hf., sem þú
ert stjórnarformaður fyrir.
— Hafskip var stofnað 1958
af útgerðarmönnum, kaup-
mönnum og ýmsum öðrum að-
ilum úti um landið til þess að
tryggja greiðar samgöngur til
staða utan Reykjavíkur, beint
að utan eða með viðkomu i
Reykjavík. Eru hluthafar í
skipafélaginu á annað hundr-
að.
Árið 1959 var svo fyrsta
sem er um 1000 tonn. Síðan
skip félagsins byggt, Laxá,
hafa verið byggð þrjú skip til
viðbótar, enda hafa flutningar
félagsins stórlega aukizt og ná
langt út fyrir timbur og bygg-
ingavörur, sem voru aðalfarm-
ur í byrjun. Höfum við haft
leiguskip í förum bæði fyrir
útflutning og innflutning og
hefur það gefið góða raun.
— Hvað er það, sem við-
FV 5 1972
29
L