Frjáls verslun - 01.05.1972, Side 67
Byggingasamvinnufélag
Höldum íbúðaverðinu
í skefjum
— Reynslan hefur sýnt að
við höldum íbúðaverðinu í
Reykjavík í skefjum og kom-
um í veg fyrir óeðlilegar sveifl-
ur í verðinu, þar sem við veit-
um viðmiðun, sagði Óskar
Jónsson framkvæmdastjóri
Byggingasamvinnufélags at-
vinnubifreiðastjóra, en það fé-
lag er öllum opið og byggir
íbúðir á kostnaðarverði fyrir
félagsmenn.
BSAB er eitt fjölmennasta
byggingasamvinnufélagið hér
með hátt í þúsund meðlimi,
og hefur byggt margar blokkir
undanfarin ár, og er nú m.a.
að byggja blokk með 492 íbúð-
um.
Félagið byggir á kostnaðar-
verði, sem fyrr segir, en það
þýðir að félagið hagnast ekk-
ert á byggingunum, eignast
enga peninga og á ekkert eft-
ir að verki loknu.
Óskar sagði að það háði
nokkuð félaginu að lagalegur
grundvöllur fyrir byggingasam-
vinnufélög væri ekki nægilega
skýr og góður, en þau lög hafa
nú verið tekin til endurskoð-
unar og vænti hann jákvæðr-
ar niðurstöðu.
Hann sagði að byggingar-
samvinnufélög þyrftu t.d. að
hafa möguleika á að eignast
tæki og verkfæri til nútíma
vinnubragða, og afla þeim
verkefna.
Starfssemi félagsins er tví-
þætt. Annars vegar er þetta
verktakafélag, og hins vegar
er þetta félagsstarfsemi. Taldi
hann byggingasamvinnufélög
bezt til þess fallin að bæta
þjónustu í sambýlinu sjálfu og
gera sambýlið betra, enda eru
íbúarnir sjálfir aðilar að því
félagi sem byggir húsin fyrir
þá.
ÓDÝRUSTU ÍBÚÐIRNAR.
Reynslan hefur sýnt, að íbúðir
eru ódýrari hjá byggingasam-
vinnufélögum, en einkaaðilum,
án þess að þær séu á nokkurn
hátt lakari en aðrar íbúðir, þvi
við byggjum samkvaemt kröf-
um félaganna, sagði Óskar, og
þær eru sízt minni en annars
fólks.
Þegar nýjar byggingar hafa
verið hannaðar, er gerð kostn-
aðaráætlun og kostnaði deilt
niður á íbúðirnar. Kostnaðar-
áætlunin tekur ekkert tillit til
þeirra hækkana, sem koma
kunna frá því að kaupsamn-
ingur er gerður og þar til af-
hending fer fram.
Félagsmönnum er svo boðið
að kaupa íbúðir í húsunum,
áður en bygging þeirra hefst,
og hefja þeir þá þegar greiðsl-
ur, enda er miðað við að þeir
hafi greitt íbúðina að fullu til
félagsins, er þeir fá hana af-
henta.
Hins vegar er einhver
greiðslufrestur á þeim kostnað-
arhækkunum sem kunna að
hafa orðið á tímabilinu frá
þvi að samningurinn var gerð-
ur og þar til afhending fer
fram, en þá hækkun verður
kaupandi að sjálfsögðu að
greiða, þar sem félag sem
byggir á kostnaðarverði, verð-
ur að fá allan kostnað greidd-
an.
FJÖLBREYTNI í ÍBÚÐUM.
Hvað um nýjungar í bygg-
ingaháttum framtíðarinnar.
Framtíðin er tvímælalaust
meiri möguleikar í íbúðinni
sjálfri. Milliveggir framtíðar-
innar verða sennilega smíðað-
ir á verkstæðum úr léttum og
meðfærilegum efnum, eins og
nú þegar er byrjað á í skrif-
stofuhúsnæðum.
Það skapar möguleika á
breytingum, en fólki hentar
ekki endilega eins íbúð alit
lífið, og tilbreyting er alltaf
góð auk þess sem þetta ætti að
verða ódýrara.
Við eigum líka nóg af léttu
og sterku efni í þetta í land-
inu, þar sem hraungjallið er,
sem nú er ekki nýtt til hús-
bygginga, sagði Óskar Jónsson
að lokum.
Snyrtileg mötuneyti eru nú að koma á byggingarstaði.
FV 5 1972
67