Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 9

Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 9
I STUTTII MÁLI... # Dagiuii eftir Norska blaöið Norges handels- og sjö fartstidende skýrir fiá því, að samkvæmt nýlegri Gallupkönnun mundu Norömenn samþykkja inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu, ef kosið yrði á nýjan leik. Töldust 50% vera meö, 42% á móti, en 8% höfðu ekki tekiö afstööu. # Ilöi'A sainkeppiii í lwfti Samkeppni milli flugfélaganna íslenzku fer harönandi á Norðurlandaleiöunum SætaframboÖ er meira en nemur eðlilegri sætanýtingu yfir vetrarmánuöina. Áhugi virðist vera hjá félögunum á því aÖ finna raunhæfa lausn. Hins vegar er róöurinn þungur, því að Flugfélag íslands telur sig hafa byggt leiöirnar upp á undanförnum árum, en Loftleiðir vilja ógjarnan sleppa Norðurlöndunum, heldur öllu fremur ná í stærri hluta kökunnar, því að þar keppa þeir á IATA-fargjöldum. # Norskur rafmagnsiliíll Nýjasta framlag Norðurlanda til hreins- unar andrúmsloftsins er rafmagnsbíll, sem Norðmenn hafa smíðaö. Eru vonir bundn- ar við, aö unnt veröi aö framleiða hann í stórum stíl á samkeppnishæfu veröi, en fyrsta framleiðslurunan var aðeins fjórir bílar. # Vísitöliifjwlskyldan fcr mi mik an d i Mikið mun væntanlega verða deilt urn kaupgreiðsluvísitöluna á næstunni. Hún er reiknuð út frá framfærsluvísitölunni sam- kvæmt ákveönum reglum. Til fróöleiks má geta þess, aö í vísitölunni 1914—1938 vai viðmiðunarfjölskyldan áætluð 5 manns (þ.e. 3 börn fyrir innan fermingu). í úr- taki, sem gert var meöal verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna í Reykjavík árið 1939, reyndist vísitölufjölskyldan vera 4,8 manns. Nýtt úrtak árið 1950 sýndi meöal- fjölskyldustæröina 4,24, og sá grunnur, sem nú er miðaö viö og er frá 1968, telur 3,98 einstaklinga, þ.e. hjón meö tæplega tvö börn. Þetta er samkv. úrtaki, sem gei’t var í Reykjavík 1964—65. Meðalaldur heimilisföður var 38,9 ár, en heimilsmóöur 35,7 ár. Af þeim 100, sem voru í úrtakinu, áttu 55 eigin bifreiö og 66 bjuggu í eigin húsnæöi. # Vei*ðlagsi|>i’wiiii Samkvæmt nýlegum upplýsingum virö- ist vei’öbólgan ætla að verða meiri á ís- landi en í nágrannalöndunum, þrátt fyrir stjórnarsáttmálann. Meðaltöl fyrir árin 1965—1970 fyrir OECD-lönd gefa einnig til kynna, að verðlag hafi hækkað hér meira en annai’s staðar. # Gjaldeyi’ii* að lani Erlendar lántökur til langs tíma námu á árinu 1971 4382 millj. króna, þar af 2178 millj. á vegum hins opinbera og 2204 á vegum einkaaðilja. Af heildarlánum komu um 1360 millj. kr. inn í bætta gjald- eyrisstöðu. A tímafcilinu jan.—okt. í ár munu lántökur ríkisins til langs tíma nema 3600—3700 millj. kr. og einkaaö- ilja um 1000 millj. kr. Af þessu mun um 2100—2200 rnillj. kr. koma inn í gjald- eyriskaupum bankanna. Auk þess má nefna, að áriö 1971 voru bókaöar í gjald- eyrisstöðuna 217 millj. kr. í séi’stökum yf- ii’dráttarréttindum hjá Alþjóðagjaldeyi’is- sjóðnum og á þessu ári 215 millj. kr. # Mikill — meii’i — iuestiie Erfiölega gengur aö fá iðnbyltingaráætl- un iðnaöarráðherra. Hið eina, sem unnt er aö fá í ráöuneytinu eru Iðnþróunaráform, sem unnin voru í tíð viöreisnarstjórnar- innar. Af þessu að dæma virðist ekki síð- ur þörf fyrir aö setja reglur um auglýs- ingar stjórnmálamanna en fyrirtækja á al- mennum markaöi. Til þess veröur að ætl- ast, aö þeir greini rétt og frómt frá eigin- leikurn vörunnar og að unnt sé að prófa sannleiksgildi upplýsinganna. FV 11 1972 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.