Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Síða 20

Frjáls verslun - 01.11.1972, Síða 20
Kína: Eitt ár í Sameinuðu þjóðunum Aukin þátttaka Peking-stjórnarinnar í alþjóðamálum Ambassador Peking-stjórnarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum, Huang Hua, ásamt aðstoðarmönnum sínum. Kínverjarnir haía íremur beitt spjótum sínum gegn Sovétmönnum en Bandaríkja- mönnum á vettvangi S.þ. Ár er nú Iiðið síðan full- trúar Kínverska alþýðulýðveld- isins tóku sæti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og voru komnir þar á bekk með hinum stórveldunum fjórum. Sendi- menn annarra ríkja hjá S.Þ. hafa af þessu tilefni velt nokk- uð fyrir sér þeim breytingum, sem orðið hafa á vettvangi al- þjóðastjórnmálanna síðan Kína gekk í Sameinuðu þjóðirnar. Flestar af þeim hrakspám, sem gerðar voru fyrir ári hafa ekki orðið að veruleika. Kín- verjarnir hafa ekki hagað sér jafnbölvanlega og margir bjuggust við. Af því, sem þykir hvað markverðast á eins árs ferli kínversku sendinefndar- innar í aðalstöðvunum í New York nefna menn þetta helzt: ÁGREININGURINN VIÐ SOVÉT Þar hefur opnazt nýr vett- vangur fyrir erjur stjórnanna í Peking og Moskvu. Skammirn- ar ganga á báða bóga á víxl og þykir öðrum, er standa utan við, þetta krydda nokkuð alla meðferð mála hjá samtökunum. Kínverjar hafa ráðizt á Sovét- menn fyrir að þeir studdu Ind- land á móti Pakistönum í styrj- öld þessara þjóða fyrir nokkru, og ennfremur hafa þeir harð- lega gagnrýnt stefnu Sovét- manna í málum Miðaustur- landa. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að fordæma hernað- arinnrás Sovétríkjanna í Tékkó- slóvakíu 1968. STJÓRNMÁLASAMBAND VIÐ 10 RÍKI Á ÞESSU ÁRI Öll framkoma og málatil- búnaður Kínverjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum er skoðað sem hluti af því alþjóðlega markmiði þeirra að taka upp að nýju sambönd við umheim- inn, er rofnuðu í menningar- byltingunni. í miðjum október síðastliðnum höfðu Kínverjar tekið upp stjórnmálasamband við 77 ríki, þar af höfðu 24 bætzt við á undangengnum tveimur árum. Á þessu ári einu hefur Peking-stj órnin tekið upp stjórnmálasamband við 10 ríki, þar á meðal Japan og Vestur- Þýzkaland. Fram til þessa hafa Kín- versku fulltrúarnir hjá S. þ. fyrst og fremst notað tímann til að kynnast marghliða starfi samtakanna. Lítið hefur borið á, að þeir vildu sýna veldi sitt. Þó hefur Kínverska alþýðulýð- veldið einu sinni beitt neitun- arvaldi í öryggisráðinu til að koma í veg fyrir, að Bangla- desh fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum, eins og Sovétríkin höfðu lagt til. NAFN FORMÓSU ÞURRKAÐ ÚT í einu hefur Kínverska al- þýðulýðveldinu orðið verulega ágengt í aðalstöðvunum í New York. Nafn þjóðernissinna- stjórnarinnar á Formósu hefur verið gjörsamlega afmáð. Full- trúum hennar hefur ekki að- eins verið vísað úr Sameinuðu þjóðunum sem slíkum heldur ýmsum nátengdum alþjóðasam- tökum. Að kröfu alþýðulýðveld- isins er Formósa ekki lengur nefnd á nafn í ýmsum tölfræði- legum upplýsingaritum S. þ. um lönd og þjóðir heims. Jafn- vel hefur marmaraplata, sem á voru letruð nokkur spakmæli Konfúsíusar verið rifin nið- ur af vegg í aðalstöðvunum, af því að á henni stóð að hún væri gjöf frá stjórn Formósu. KÍNVERJAR BIÐLA TIL „ÞRIÐJA HEIMSINS“ Kínverjarnir reyna mjög að höfða til fulltrúa „þriðja heims- ins“ svonefnda, er þeir mæla úr ræðustóli hjá S. þ. Þeir segja, að bæði Sovétríkin og Bandaríkin séu risaveldi, en Kína sé þróunarland og hafi því næmari skilning á vanda- málum „þriðja heimsins". í framhaldi af slíkum yfir- lýsingum hafa Kínverjar veitt umræddum ríkjum efnahags- aðstoð. Á þessu ári hafa þeir t. d. veitt níu löndum í Afríku, Asíu og S—Ameríku 318 millj- ón dollara lán með afargóðum skilmálum. Á öðru sviði kemur ríki- dæmi Kínverja vel fram. Þjóð- ernissinnar lögðu árlega fram 4% af heildarfjárhagsáætlun S. þ. eða um 7 milljónir doll- ara. Fulltrúar alþýðulýðveldis- ins segjast aftur á móti ætla að hækka þessa upphæð í 7% ár- lega á næstu fimm árum. 20 FV 11 1972
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.