Frjáls verslun - 01.11.1972, Qupperneq 29
frá Skotlandi til íslands 03
Icecan frá íslandi til Kanada,
er hann var lagður.
Þetta á líka við um Kefla-
vikurflugvöll. Þar gildir sér-
stakur samningur, sem ég
gerði fyrir 17—18 árum um
að íslendingar stjórnuðu þar
allri flugumferð en í staðinn
fengjum við greiðslur frá
Bandaríkjamönnum.
Það er rétt, að í öryggismál-
unum nutum við ótrúlega mik-
illar erlendrar aðstoðar, bæði
frá ICAO og flugmálastjórn
Bandaríkjanna og njótum enn,
þótt mikið sé nú úr henni dreg-
ið vegna erfiðra fjárhagsað-
stæðna vina okkar. Hér var á
árunum 1951—53 starfandi
fjölmenn tækninefnd fra
ICAO, sem aðstoðaði okkur við
gagngerar endurbætur á örygg-
iskerfi innanlandsflugsins.
Formaður þeirrar nefndar
var Bandaríkjamaðurinn Glen
Goudie, sem flugmálastjórn
Bandaríkjanna hafði lánað
ICAO vegna þessa verkefnis.
Nefndin vann frábært starf
undir hans stjórn og Glen
Goudie tók ástfóstri við ísland
og við urðum góðir vinir.
Við unnum síðan saman að
því í meir en 5 ár að koma 1
kring stórfelldri tækniaðstoð
frá bandarísku flugmálastjórn-
inni en slík „prógröm“ voru
þá í gangi víða um heim. Okk-
ur fannst báðum slíkt vera
réttlætanlegt vegna dvalar
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli, — það hlyti að vera
báðum í hag.
Þetta varð í stuttu máli
ævintýraleg aðstoð, sem gjör-
breytti allri aðstöðu til flugs
á íslandi og bjargaði áreiðan-
lega fjölda mannslífa.
Þessi aðstoð heldur jafnvel
áfram ennþá og fjallaði síðasti
viðbótarsamningur um dýran
og vandaðan tækniútbúnað 1
flugvél flugmálastjórnarinnar,
sem gerir okkur kleift að
halda uppi flugprófunum á
öryggistækjum á jörðu niðri.
Við flugprófum sömuleiðis
flestöll tæki fyrir varnarliðið
á Keflavíkurflugvelli og er sú
þjónusta greidd af flugmála-
stjórn Bandaríkjanna sam-
kvæmt sérstökum samningi.
— Hvernig gekk svo öflun
fjárins til þverbrautarinnar á
Keflavíkurflugvelli?
— Varðandi lengingu þver-
brautarinnar á Keflavíkurflug-
velli tókst að fá 5,8 milljónir
dollara frá Bandaríkjastjórn
til þeirrar framkvæmdar en
núverandi utanríkisráðherra
beitti sér fyrir því, að ríkis-
sjóður veitti 35 millj. til að
koma upp nýjum öryggistækj-
um á vellinum. Þegar þau eru
komin í gagnið mun þörfin
fyrir varaflugvöll norðanlands,
eins og oft hefur verið rætt
um, ekki eins brýn.
Það gekk illa í tið fyrrver-
andi utanríkisráðherra að fá
bandarísku fjárveitinguna til
flugbrautarlengingarinnar en
ég held að það hafi ráðið miklu
um hvernig til tókst, að við
áttum hauk í horni, þar sem
var formaður hermálanefndar
bandaríska þingsins, Mendel
Rivers. Þegar málið var komið
í strand hér heima fór ég með
samþykki þáverandi sam
göngumálaráðherra og fjár-
málaráðherra til Washington
og ræadi við þennan gamla
kunningja minn. Hann beitti
sér í málinu og fékk þessa
upphæð tekna inn á fjárlög
Bandaríkjanna. Ég efast ekki
um að ýmsir aðrir hafi einnig
beitt sér í þessu máli en af-
staða Mendel Rivers réði úr-
slitum. Svo hörmulega vildi til
að hann lézt skömmu seinna.
Eftir að stjórnarskiptin urð\3
síðast hjá okkur mun nokk-
urn ugg hafa sett að þing-
mönnum í nefndinni, sem batt
þessar framkvæmdir því skil-
yrði, að varnarliðið yrði hér
áfram. Svo unnu ýmsir að því
að losa þessa fjárveitingu und-
an ákvæðinu, þar á meðal
starfsbróðir minn vestra, sem
ræddi málið við hermálaráð-
herrann Laird. Þá held ég
að heimsókn Hannibals Valde-
marssonar, samgönguráðher ra,
til Bandaríkjanna og samtöl
hans við ráðamenn þar, hafi
ráðið mestu um, að Banda-
ríkjamenn gerðu sér ljóst, að
þetta var ekki skynsamlegt
ákvæði.
Okkar hlutskipti í þessum
málum hefur sem sagt verið
gott og þessi aðstoð erlendis
frá hefur verið ótrúleg bæði
að magni og gæðum. Starfs-
bróðir minn frá Bandaríkjun-
um, sem nýtekinn var við em-
bætti flugmálastjóra vestan
hafs sagði, þegar hann kom
hingað einu sinni og sá fjöldan
allan af nýjum tækjum fra
bandarísku flugmálastjórninni
hérna í turninum:
— Jæja, Agnar. Næst læt
ég leita á þér, þegar þú ferð
heim frá Washington!
— Eru líkur á að fjárfram-
lag ICAO til flugstjórnarinnar
hér verði fellt niður á næst-
unni?
— Þau mál verða rædd á
fundi í París í marz. Með
tilkomu nýjunga í fjarskipta-
tækni, eins og gervihnatta,
hafa ýmsir haldið því fram, að
þjónustan frá íslandi væri
ónauðsynleg Atlantshafsflug-
inu. í París verður áreiðanlega
reynt að koma málum svo fyr-
ir, að það verði flugfélögin
sjálf en ekki flugmálayfirvöld
hvers ríkis. sem greiði kostn
aðinn aí þessari þjónustu, og
þá miðað við tíðni ferða um
flugstjórnarsvæðið.
Að sumu leyti stöndum við
betur að vígi nú í þessu máli
en t.d fyrir níu árum, þegar
það var ofarlega á baugi að
leggja þjónustuna á íslandi
niður. Umferðin hefur auk-
izt verulega um íslenzka flug-
stjórnarsvæðið, þannig að hér
fara um liðlega 32 þúsund
flugvélar á þessu ári. Stafar
þetta meðal annars af því, að
beinum ferðum milli vestur-
strandai Ameríku og Evrópu,
yfir heimskautasvæðin, fjölgar.
— Viðræður fara nú fram
milli íslenzku flugfélaganna
um samstarf eða sameiningu
og hömlur á heirri sa.mkeppni,
sem þau hafa háð í fluginu til
Norðurlandanna. Hver er hugs-
anleg lausn þess máls?
— Það er augljóst, að sam-
keppni milli tveggja íslenzkra
aðila, jafngrimm og hún virð-
ist vera þarna, er ekki eðlileg.
Ég trúi því, að félögin leysi
sjálf þessi vandamál.
Afskipti ríkisvaldsins eru
óheppileg, því að hér er um
að ræða tvö einkafélög, sem
greitt hafa sína skatta og stað-
ið við skyldur sínar gagnvart
ríkinu auk þess sem lands-
menn hafa notið ágætrar
þjónustu þeirra. Samvinna
þeirra væri hinsvegar mjög
heppileg, En að segja Flugfé-
lagi íslands og Loftleiðum að
sameinast er líkt og að skipa
Reykjavíkurapóteki og Lauga-
vegsapóteki að ganga í eina
sæng. Félögin verða sjálf að
gera sér ljósa þörfina fyrir
samvinnu eða sameiningu.
Bæði félögin eiga mikinn
sögulegan rétt til Norðurlanda-
flugsins, en vitað er að afkoma
millilandaflugs Flugfél. íslands
byggist að mjög verulegu
leyti á fluginu til Kaupmanna-
hafnar og Osló. Loftleiðir hafa
FV 11 1972
29