Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.11.1972, Qupperneq 33
Umboðsmaður Alþingis og upp- lýsingaskylda hins opinbera Tvær athyglisverðar þingsályktunartillögur til verndar einstaklingnum gagnvart ríkisvaldinu Eitt helzta einkenni þjóð- félaga nútímans er vaxandi smæð einstaklingsins gagn- vart ríkisvaldinu. í kommún- istískum þjóðfélögum og ann- ars staðar, þar sem einræði ríkir, eru valdi hins opinbera cngin takmörk sett, og jafnvel í hinum frjálsu þjóðfélögum Vesturlanda, eins og okkar, verður þess átakanlega vart, að stjómvöldin ætla sér æ stærri hlut á kostnað einstakl- ingsins. Þetta gildir ekki bara í atvinnulífinu, heldur á mörg- um öðrum sviðum þjóðlífsins. Inni á skrifstofum hins opin- bera, hvort sem 'það er ríkis- valdið sjálft, einstakar stofn- anir þess, bæjar- og sveitarfé- lög o. s. frv., eru ákvarðanir teknar, sem varða afkomu okk- ar og einkalíf, án þess að við séum spurð og á nokkurn hátt höfð með í ráðum. Það er því að vonum, að þær raddir séu liáværar í mörgum löndum, sem spyrja: Varð þjóðfélagið til fyrir mig eða varð ég til fyrir þjóðfélagið? fsland hefur gkki farið var- hluta af þessari þróun, nema siður sé. Samt sjást þess merki, að margir gegnir menn úr mismunandi stjórnmálaflokk- um hér á landi geri sér grein fyrir þessari óheillaþróun og vilji sporna við henni. Þann- ig voru tvær athyglisverðar þingsályktunartillögur sam- þykktar á síðasta Alþingi, sem báðar miða í þessa átt. Var önnur þeirra um stofnun em- bættis umboðsmanns Alþingis, flutt af Pétri Sigurðssyni, en hin um upplýsingaskyldu stjórnvalda, flutt af Þórarni Þórarinssyni og Ingvari Gísla- syni. JAFNT GANGI YFIR ALLA Tillaga Péturs Sigurðssonar alþingismanns var á þá leið, að Alþingi álykti að fela ríkis- stjórninni að láta undirbúa löggjöf um stofnun embættis umboðsmanns Alþingis. Skuli hliðsjón höfð af sambærilegri löggjöf annarra þjóðþinga á Norðurlöndum og frumvarp þessa efnis lagt fyrir næsta reglulegt Alþingi. í greinargerð með tillögunni segir, að þeirri skoðun hafi áð- ur verið hreyft, að nauðsyn- legt væri að setja löggjöf um sérstakan umboðsmann AI- þingis. Tilgangurinn með slíkri embættisskipan eigi að vera skilyrðislaus möguleiki þegn- anna til þess, að lög og reglur þjóðfélagsins gangi jafnt yfir alla einstaklinga þess. Verði ekki í því efni gerður mismun- ur á þeim hlunnindum, sem þjóðfélagið veitir þegnum sín- um, né þeim skyldum, sem á þá eru lagðar, sem og afpián- un refsinga þeirra, er brotleg- ir gerast. Þá segir ennfremur, að hjá grannþjóðum okkar hafi verið í gildi löggjöf um umboðsmenn þjóðþinganna um langt árabil. Ýmsir þeir at- burðir hafi gerzt fyrr og síðar, sérstaklega í samskiptum ein- staklinga við embættismenn og starfsmenn bæjar- og ríkis- stofnana, sem kalli á slíka lög- gjöf. VALDNÍÐSLA OG ÁSTÆÐUR HENNAR Sérhvert stjórnvald hefur ákveðinn og afmarkaðan verkahring. Það á að miða at- hafnir sínar við þennan verka- hring og er því þá auðvitað fyrst og fremst óheimilt að taka sér vald til athafna, sem heyra undir annað stjórnvald. Geri það slíkt, er um valdþurrð að tefla. En stjórnvaldinu ber jafnframt að beita valdi sínu í réttu augnamiði, það er að segja með þá opinberu hags- muni eina fyrir augum, sem því ber að sýsla um. Stjórn- valdið á ekki að miða athafnir sínar við óskyld og annarleg sjónarmið. Fyrst og fremst er það auðvitað varhugavert, ^ð stjórnvald hafi í huga eitthvert ólögmætt markmið — stefni með stjórnarathöfn sinni að einhverju ólögmætu takmarki, enda þótt það felist ekki beint í henni. Slík ólögmæt sjónarmið geta verið mjög margvísleg, svo sem ef stjórnvald lætur stjórn- ast af persónulegri vináttu eða óvild, einkahagsmunum, stétt- arhagsmunum, flokkslegum sjónarmiðum, fjárhagslegum hagsmunum annarra einstakl- inga eða jafnvel hins opinbera, ef slík hagsmunagæzla er ekki i verkahring þess stjórnvalds. Hér verður raunar að taka til- lit til aðstæðna hverju sinni. Þótt flokksleg sjónarmið eigi t. d. oftast að réttu lagi að vera útilokuð við val manna í opin- berar stöður, þá verður þó stundum talið rétt að taka til- lit til pólitískra viðhorfa um- sækjanda. Er jafnvel stundum gert ráð fyrir því beinlínis, svo sem við val í bæjarstjórastöð- ur. Ólögmæt sjónarmið leiða stundum til þess, að stjórnar- athöfn er bundin ólöglegu skil- yrði og getur þarna verið að finna gleggsta dæmið um eig- inlega valdníðslu. Stjórnarat- höfnin kann þá vel að verða ógildanleg vegna þessa ólög- mæta skilyrðis eða það fellt úr gildi, vegna þess, að það er tal- ið byggt á ólögmætum sjónar- miðum. Um þetta er til at- hyglisverður Hæstaréttardóm- ur. Þar voru málavextir þeir, að A fékk leyfi bygginganefnd- ar og bæjarstjórnar til þess að reisa íbúðarhús á lóð sinni FV 11 1972 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.