Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 41

Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 41
Bergþór Konráðsson, viðskiptafræðingur, skrifar um stjórnun: Kenningar um skrifstofuveldi Fjölmargar kenninga.r hafa verið settar fram sem skýring eða lýsing á ýmsum stjórnunar- vandamálum. Hér verður fjall- að um nokkrar slíkar kenning- ar, sem eiga það flestar sameig- inlegt að vera, sérstaklega ein- kennandi fyrir það skipulag, er við nefnum venjulega skrif- stofuveldi (bureaucracy). Þýzki félagsfræðingurinn Max Webler mun hafa orðið fyrstur til að setja fram heil- steyptar kenningar um slíkar stofnanir. Webler benti á ýmsa kosti, sem eru samfara því, að stofnanir séu með mjög form- legt og ópersónulegt skipulag og taldi að skrifstofuveldið væri hið æskilega skipulag fyr- irtækja, en einkenni þeirra taldi hann m. a. að væru, mik- il sérhæfing, fastar starfsreglur, kalt og ópersónulegt mat við ákvarðanatöku og ópersónulegt val manna í stöður eftir á- kveðnum reglum. Allt þetta taldi hann góða kosti, sem veittu stofnunum möguleika á miklum afköstum og góðum ár- angri. En það hafa ekki allir verið jafn hrifnir af skrifstofuveldun- um og Webler, og hér á eftir skulum við líta á nokkrar kenn- ingar og gagnrýni, sem dregur fram vankanta þessa skipulags. PARKINSSONSLÖGMÁLIÐ Árið 1957 kom út bók í Bandaríkjunum eftir prófessor C. Northcote Parkinsson, er nefndist Parkinssonslögmálið. Þessi bók er í léttum dúr, en hefur þó orðið mönnum al- varlegt íhugunarefni, þar sem í henni er m. a. leitazt við, að útskýra tilkomu skrifstofu- velda. Þar sýnir hann fram á, og bendir á rannsóknir máli sínu til stuðnings, að ákveðið lögmál stjórni vexti stofnana og aukin umsvif þeirra séu ekki í neinu hlutfalli við heild- armagn þeirrar vinnu, sem leysa þurfi af hendi. Hann bendir þannig á að starfsmannafjölgun sé gjarnan nokkuð stöðug. Þannig óx fjöldi embættismanna í brezka flotamálaráðuneytinu nokkuð jafnt og þétt um 5.6% á ári að meðaltali, á árunum 1935 til 1954 þótt verkefni og um- svif . færu minnkandi. Hann hélt því fram að orsakirnar fyr- ir þessu væru: 1) Að embættismennirnir hefðu tilhneigingu til að sinna og 2) embættismennirnir sköp- uðu vinnu hver handa öðr- um og 3) það starf, sem starfsmað- ur á að vinna fyllir alltaf út í þann tíma, sem hann hefur til umráða — þótt starfið sé stöðugt að verða auðveldara. Hér er jafnframt fengin skýr- ing á því hvers vegna sá starfs- maður fyrirfinnst vart, sem seg- ist geta afkastað meiru án auk- inna fjármuna eða meiri starfs- krafta og nær aldrei kemur fyr- ir, að ástæða þyki til að fækka starfsfólki. Þetta lögmál hefur vafa- laust átt þátt í því að opna augu stjórnenda fyrir nauðsyn þess, að hafa ávallt í huga markmið rekstrarins og stjórna með það eitt í huga að ná árangri. MINNISVARÐABYGGING Önnur skýring á vexti stofn- ana og síauknu umfangi, er á- rátta manna að vilja reisa sér minnisvarða. Stofnanir lifa eft- ir þeirra dag og þær eru oft hið sýnilega minnismerki um lífsstarf þeirra. Þegar stofnanir stækka aukast einnig laun, völd og virðing stjórnendanna, þann- ig að vöxtur stofnunarinnar verður takmark í sjálfu sér, en ekki afkoma þess og afköst. Stofnunin er þannig stöðu- tá'kn og í opinberri stjórnsýslu, þar sem oft er erfitt að meta afköst og árangur er þessi á- rátta stjórnenda sérstaklega ó- eðlileg og skaðleg. PÉTURSLÖGMÁLIÐ Enn eitt lögmálið, sem sýnir fram á óhæfi skrifstofuveld- anna, er hið svonefnda Peturs- lögmál, eftir Launence J. Peter, en það var sett fram í bók samnefndri lögmálinu, árið 1969. Lögmálið er, í skemmstu máli þannig, að þegar menn leysa starf sitt vel af hendi fá þeir alltaf stöðuhækkun, þannig að allir starfsmenn komast að lok- um í þær stöður, sem þeir eru óhæfir til að gegna. Störfin eru aftur á móti unn- in af mönnum, sem enn hafa ekki komizt í þær stöður, sem þeir eru óhæfir í, og þar sem reksturinn grundvallast á þeim aðeins efldur með því að bæta við nýjum undirmönnnum. Þar liggur skýringin á tilkomu skrifstofubáknanna. Megnið af starfsmönnum slíkra stofnana er þannig óhæf- ur og er aðeins að vinna að eigin markmiðum, án þess að leggja nokkuð af mörkum til markmiða stofnunarinnar. Starfsmennirnir í skrifstofu- veldunum fara einnig ná- kvæmlega eflir reglum og reglugerðum, þannig að ef ekki er kveðið á um, að eitthvert verkefni sé í verkahring ein- hvers ákveðins starfsmanns, geta menn gengið frá Heródesi til Pílatusar án þess að finna nokkurn tíma þann starfsmann, sem taka vill verkefnið að sér, eða tekið getur einföldustu á- kvarðanir því viðkomandi. Ann- arri aðferð til að auka umsvif stofnana og fjölda starfsmanna er gerð skil í fyrrgreindri bók. Hún er fólgin í því, að þegar útlit er fyrir að afgangur verði á fjárhagsáætlun stofnunar, er bætt við nýjum starfsmönnum til að vinna að nýjum, en ef til vill alls ekki brýnum, verk- FV 11 1972 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.