Frjáls verslun - 01.11.1972, Side 53
Hugmyndir um Nordek
Eftir dr. Guðmund IVIagnússon, prófessor
NORDEK hefur oft verið
hugsað, en aldrei orðið til.
Segja má, að það sannist um
norrænt efnahagssamstarf, að
hver sé sjálfum sér næstur,
þegar á rcynir. Sannleikurinn
er sá, að Norðurlandaþjóðirnar
hafa sýnt NORDEK mismun-
andi áhuga frá einum tíma til
annars og liagað seglum eftir
vindi. Nú er svo komið, eftir
inngöngu Dana í Efnahags-
bandalag Evrópu, að NORDEK
verður sennilega aldrei að veru-
leika í þeirri mynd, sem fyrir-
hugað var.
ÞRJÁR MISHEPPNAÐAR
TILRAUNIR.
Hið formlega efnahagsstarf
getur verið með ýmsum hætti.
EFTA hefur til dæmis verið
tiltölulega laust í reipunum.
Það hefur alltaf verið hugsað
sem bráðabirgðalausn og tekur
einungis til fríverzlunar á iðn-
aðarvörum og nokkrum tegund-
um sjávarafurða. Þetta hefur
gefið góða raun, en fyrirsjáan-
legt var, að aldrei yrði hægt að
ná verulegum árangri með
þeim hætti. Þess vegna hefur
NORDEK verið til athugunar
og svo hafa að sjálfsögðu mörg
lönd sætt lagi að komast inn
í Efnahagsbandalagið og önnur
að tengjast því með einum eða
öðrum hætti. Bretland, írland
og Danmörk munu ganga í
bandalagið, sem þá telur niu
lönd, en önnur EFTA-lönd
munu gera viðskiptasamninga
við það.
Gerðar hafa verið þrjár al-
varlegar tilraunir eftir stríð til
að mynda norrænt efnahags-
bandalag. Árið 1947 var athug-
að, hvort ekki væri gerlegt að
koma á fót tollabandalagi, en
það kafnaði í fæðingunni, ekki
sízt fyrir tilstilli Norðmanna,
sem óttuðust að iðnaður þeirra
gæti ekki staðið iðnaði Svíþjóð-
ar og Danmerkur á sporði. Eft-
ir að Norðurlandaráð var stofn-
að (1952), var sett á laggirnar
embættismannanefnd frá öllum
Norðurlöndunum, að íslandi
undanskildu, sem einungis
fylgdist með störfum nefndar-
innar. Var unnið að þessu til
1958 og settar fram tillögur um
tollprósentur og ýmsar sam-
starfsstofnanir, svo sem fjár-
festingarbanka og stálsam-
steypu. Einnig í þetta sinn var
andstaðan sterkust í Noregi og
ráðagerðin rann út í sandinn í
og með vegna stofnunar EFTA
árið 1960.
SMÁFYRIRTÆKIN
HÖGNUÐUST Á
EFTA-AÐILD
Athyglisvert er hins vegar,
að þeir aðiljar í Noregi, sem
mest voru á móti NORDEK á
þessum tíma, voru upp til
hópa hlynntir inngöngu Nor-
egs í EFTA. Á íslandi aftur
á móti eru til þeir, sem
voru eindregið á móti EFTA,
en með NORDEK, samanber
núverandi iðnaðarráðherra. En
allt er þegar þrennt er. EFTA-
samstarfið hafði í för með sér
aukna samvinnu milli fyrir-
tækja á Norðurlöndum og
raunin varð sú, að smáfyrirtæk-
in í Noregi, sem annars staðar,
nutu hags af aðildinni. Því
verður a. m. k. tæplega haldið
fram, að kostirnir hafi í heild
ekki verið meiri en gallarnir —
og það einnig hér á landi. Þetta
tók mesta skrekkinn úr mönn-
um og ástæða var til að ætla, að
iðnaðurinn á Norðurlöndum
yrði ekki eins hræddur við enn
fastmótaðra efnahagssamstarf
og áður. Það, sem ýtti undir, að
NORDEK-hugmyndin var sett
fram þriðja sinni, var m. a., að
Norðurlöndin höfðu myndað
eina samningsheild í svoköiluð-
um Kennedyviðræðum innan
GATT 1966—67 og náð með
því umtalsverðum árangri.
Sömuleiðis var, eins og áður er
sagt, talið, að EFTA væri of
laust í reipunum til að efla
frekari efnahagssamvinnu. Auk
þess vildu margir mynda sam-
eiginlega afstöðu og byggja upp
samningsheild gagnvart Efna-
hagsbandalaginu. Ég held, að
tvímælalaust megi segja, að
NORDEK hafi aldrei — og
muni aldrei geta — komið í
stað Efnahagsbandalagsins,
heldur orðið Norðurlöndunum
til halds og stuðnings, hvort
sem öll eða einstök þeirra færu
inn í EBE, fyrr eða síðar. Þetta
var líka tekið fram í þriðju
NORDEK- tillögunni, sem síðar
var kennd við Reykjavík. Ein-
hver stjórnmálamaður sagði þá
reyndar, að tillagan væri frem-
ur leiðinleg og laus við alla
hugsjón, en margir fundu á sér,
að nú voru síðustu forvöð að
ákveða sig, áður en einhver
Norðurlanda stykkju inn í EBE.
ÓLÍK AFSTAÐA TIL
NORDEK
Norðmenn vildu ekki verða
til þess að eyðileggja hugmynd-
ina að þessu sinni. Svíar, sem
yfirleitt höfðu verið hlynntir
NORDEK, voru eindregið með,
(en höfðu á tíma sýnt lítinn
áhuga, þegar full aðild þeirra
að EBE kom til greina). Danir
höfðu verið nokkuð Ivístígandi,
vegna þess að þeir töldu, að
NORDEK væri ekki nógu góð
lausn fyrir danskan landbúnað
og gæti jafnvel verið hindrun,
þegar til samninga við EBE
kæmi. Reyndar má segja, að í
NORDEK-áætlununum hafi
aldrei verið gengið frá tíma-
FV 11 1972
53