Frjáls verslun - 01.11.1972, Síða 63
Pallas, en þessir bílar eru með
hinum heimsfræga Citroen-
lægi og ýmsum þeim aksturs-
og öryggisútbúnaði, sem ekki
er völ á í öðrum bílum.
Sveinn
Egilsson li.tr.9
Skeifunni 17:
Þórir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Ford-umboðsins, segir, að
salan á nýjum og notuðum bíl-
um sé góð það sem af er ár-
inu, en er sammála öðrum bíla-
sölum, að hún verði ekki sú
sama og í fyrra. „Helzti sölu-
bíllinn hjá okkur frá Evrópu
er Ford Escort, sem er 5
manna,“ segir Þórir, „og á hag-
stæðu verði, en þar á eftir
kemur Cortina. Frá bandarísku
Ford-verksmiðjunum er Ford
Bronco vinsælastur og Merc-
ury-Comet, sem er mest seldi
ameríski fólksbíllinn um þess-
ar mundir.“
Tckkneiska
bifreiðanmboðið
h.f.,
Auðbrekku 44-46, Kópavogi:
Skoda-bílar frá Tékkósló-
vakíu hafa verið fluttir til
landsins um árabil. Þetta eru
með ódýrustu fólksbílum, sem
völ er á, og sölutölur sýna, að
vinsældir Skoda aukast ár frá
ári. „í lok september vorum
við búnir að selja 250 nýja
Skoda,“ sagði Ragnar Ragnars-
son, framkvæmdastjóri, ,,en á
sama tíma í fyrra aðeins 222.
Reikna má með því, að við selj-
um um 300 bíla á árinu. Vin-
sælasti bíllinn er Skoda 110L
De Luxe og síðan Skoda 110R
Coupé, sem hér er kallaður
„guli pardusinn“.
Toroía-
nmboðið b.ff..
Höfðatúni 2:
Á undanförnum árum hafa
japönsku Toyota-bílarnir unnið
hvert sölumetið á fætur öðru
í öllum heimsálfum. Hér á
landi, eins og í nágrannalönd-
unum, hafa þeir sótt . mikið á
og bæta árlega eigið sölumet;
í fyrra voru seldir hér 330
nýir Toyota-bílar, en í ár verða
rúmlega 400 nýir bílar af-
greiddir. Vinsælasti bíllinn hjá
umboðinu er Toyota Korona.
Toyota bílar hafa náð miklum
vinsældum í Asíu og Afríku,
þar sem vegakerfið er ekki hið
bezta í heiminum, en aftur á
móti líkt því, sem við eigum
að venjast.
Vélailcibi SIS,
Ármúla 3:
Ekkert bílafyrirtæki á land-
inu getur boðið eins margar
gerðir bíla og Véladeild SÍS,
Volvo - umboðið
VcKir li.f.,
Suðurlandsbraut 16:
Volvo er einn vinsælasti bíll-
inn meðal íslenzkra bílakaup-
enda og hér á landi eru skráð-
ir um 2500 Volvo-bílar, eða um
5% af bílaeign íslendinga. Sal-
an hefur verið góð í ár, seg-
ir Ásgeir Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri, og búið er að
afgreiða um 300 bíla, en reikn-
að er með að heildarsalan á
fólksbílum verði 430 á öllu ár-
inu. Þá hefur verið mikil sala
í Volvo vöru- og langferðabíl-
um; auk þess hefur SVR pant-
að 10 strætisvagnagrindur til
yfirbyggingar hjá Bílasmiðj-
unni.
Nýinnfluttir bílar á þaki skemmu Eimskipafélagsins.
sem hefur einkaumboð fyrir
stærstu bílaverksmiðjur heims,
General Motors. Sölumenn
bíladeildarinnar segja, að í
boði séu 100 gerðir fólksbíla,
fyrir utan sendiferða-, vöru- og'
torfærubíla. Bezt þekktu merk-
in eru Opel, Vauxhall, Chevi-o-
let og Buick; auk þess ameríski
jeppinn Blazer. Mest er salan
á hinum nýja Opel Record,
sem breytti um útlit á þessu
ári, þá er Vauxhall Viva vin-
sæll hér og góð sala er á
Chevrolet-fólksbílum og stöð-
ugt fjölgar Blazer.
l*olski-Flat
Þ. Jónsson & h.f.,
Skeifunni 17:
Fyrirtækið hefur umboð fyr-
ir Pólska Fiat fólksbílinn, sem
er 5 manna. Þetta er eitt nýj-
asta bílamerkið hér á landi,
enda er tiltölulega stutt síðan
hafin var framleiðsla á bílum
í Póllandi. Pólska Fiatnum
svipar mjög til hins ítalska,
enda voru verksmiðjurnar í
Póllandi byggðar af Fiat-fyrir-
tækinu fyrir pólska ríkið.
FV 11 1972
63