Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 63
Feðgarnir Theodór, Pétur og Gísli með aðsetur Vélsmiðjunnar Stáls í baksýn. kaup á nýjum kanadískum snjó- bíl, sem tekur þrjú tonn af far- angri og hefur pláss fyrir 12 far- þega. Hann er væntanlegur í október og er það bæjarfélagið sem kaupir hann, en þeir Pétur Blöndal munu sjá um rekstur- inn. Pétur Blöndal sagði að lokum, að það gengi kraftaverki næst, hve miklar umbætur hefðu orð- ið í atvinnumálum Seyðfirðinga á tiltölulega .skömmum tíma. Frystihúsin og útgerðin eiga sinn verulega þátt í því en þess ber og að geta, að um þriðjung- ur allra íbúa staðarins hefur lífs- viðurværi sitt af iðnaði. Með trésmiðjum og rafvirkjaverk- stæðum, sem starfa í kringum skipasmíðastöðvarnar þrjár og starfsmönnum þeirra sjálfra, eru samanlagt milli 300-400 manns á framfæri iðnaðarins. Egilssta&ir: Þrjú iðnfyrirtæki í sama húsi Efst í Egilsstaðakauptúni er stórt og nýlegt steinhús, þar sem þrjú iðnfyrirtæki hafa aðsetur. Það eru byggingafélag- ið Brúnás, prjónastofan Dyngja og skóverksmiðjan Ag'ila. Það var Brúnás, sem hafði forgöngu um byggingu hússins fyrir tveimur árum, en það er 640 fermetrar að grunnflatar- máli á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er Brúnás með starf- semi sína, en hin fyrirtækin tvö skipta með sér efri hæðinni. Byggingafélagið Brúnás Byggingafélagið Brúnás h. f. var stofnað 1958. Hluthafar í því eru 31, að mestu leyti iðn- aðarmenn, sem starfa hjá fyr- irtækinu. Forstjóri er Vilhjálm- ur Sigurbjörnsson, en Sveinn Árnason var á skrifstofunni, þegar okkur bar að garði og svaraði hann nokkrum spurn- ingum um starfsemi Brúnáss. Starfsemi Brúnáss er um allt Austurland og hafa stærstu verkefnin verið unnin fyrir Póst og síma. Byrjað var á byggingu símstöðvar í ÍBorgarfirði eystra, síðan á Vopnafirði, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Egilsstöðum og Eskifirði. Þá voru smíðaðar inn- réttingar í símstöðvarnar á Höfn í Hornafirði og Norðfirði og nú nýlega fyrir stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Þingeyri vest- ur. Brúnás hefur ennfremur byggt Landsbankahúsið á Eski- firði, smíðað innréttingar fyrir bankann í Hornafirði, byggt nýj- an barnaskóla og skólastjórahús á Hallormsstað og nýja viðbygg- ingu við skólann á Eiðum. Þá má og nefna fjölbýlishús á Eg- ilsstöðum með 16 íbúðum, sem allar voru seldar fyrirfram. Er ætlunin að byggja annað slíkt hús og hafa þegar borizt tilboð frá 25 aðilum í íbúðirnar 16, sem þar eiga að vera. Á Egilsstöðum er Brúnás líka að vinna við nýj- an barna- og miðskóla, lækna- miðstöð og kirkju. Suður í Hornafirði er unnið við frysti- hús og innréttingar eru smíðað- ar fyrir skólann í Nesjunum þar syðra. Og ekki má gleyma inni- hurðum fyrir Menntaskólann á ísafirði. Trésmíðavinnan fer fram á verkstæðinu á Egilsstöðum og starfa þar að staðaldri 15-18 menn, en í sumar hafa milli 80 og 90 manns unnið fyrir félagið á öllum starfsstöðvum en sú tala hefur áður orðið hærri. Illa hef- ur gengið að fá iðnaðarmenn og þeir, sem hafa viljað flytjast að sunnan hafa ekki fengið hús- næði á Egilsstöðum. í fyrra greiddi Brúnás 22 milljónir í laun. Brúnás rekur steypustöð og hefur aðstöðu fyrir hina tvo steypubíla sína á Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Þá hóf fyrirtækið framleiðslu á tvö- földu einangrunargleri fyrir tveimur árum og í húsakynnum FV 9 1973 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.