Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 75
Jóhann Klausen, sveitarstjóri á Eskifirði, við eina af götunum,
sem olíumöl hefur verið lögð á nú í sumar.
hann taldi, að úr því tókst að
ráða fram úr fyrsta áfanga iá
þessu ári ætti sveitarfélagið að
geta lokið öllu verkinu á til-
settum tíma.
Kostnaðaráætlun sveitarfé-
lagsins vegna gatnagerðarinnar
hljóðar upp á 9,1 milljón og
verður sveitarfélagið að leggja
fram að minnsta kosti 25% en
lánasjóður sveitarfélaga hefur
heimild til að lána 75%.
NÝTT SKÓLAHÚS.
Á Eskifirði eru nú um 950 íbú-
ar og gjaldendur um 400 talsins.
Á þessu ári nema gjöld til sveit-
arfélagsins rúmri 21 milljón
króna. Fyrir utan gatnagerðina
eru holræsagerð og vatnsveitu-
framkvæmdir efst á verkefna-
lista hreppsins. Áætlað er að
verja 6 milljónum króna á
tveimur árum í stofnæð vatns-
veitu, sem sótt er 550 metra
vegalengd. Þar fæst ágætt vatn
í nægum mæli.
Þá stendur og fyrir dyrum að
byggja nýjan barna- og gagn-
fræðaskóla, en verið er að ganga
frá teikningum að honum.
Barnaskólinn, sem nú er kennt
í, var byggður 1907. Þegar hefur
verið reist íþróttahús og sund-
laug, sem eiga að vera í tengsl-
um við nýja skólahúsið. Skóla-
húsið er efst á blaði yfir bygg-
ingaframkvæmdir en líka er
ætlunin að reisa verkamanna-
bústaði strax þegar færi gefst
og hefur fjármagn til þeirra ver-
ið lagt fyrir síðustu tvö árin.
Talsvert hefur verið byggt af
íbúðarhúsnæði á Eskifirði síðast-
liðin tvö ár, en samt er þar hús-
næðisskortur.
iMorðfjörður:
Atvinnurekstur í höndum kommúnista-
auðvaldsins
Gylfi Gunnarsson heitir
ungur framkvæmdamaður í
Neskaupstað. Um þessar
mundir er hann meðal annars
að vinna að byggingu átta
liúsa á vegum Viðlagasjóðs í
kaupstaðnum. Hann var að
keyra steypubílinn sinn upp
að grunni eins þessara húsa
og var það með herkjum að
okkur tókst að tefja hann
stundarkorn frá vinnunni til
að inna hann frétta úr bæjar-
lífinu á Norðfirði. Gylfi á sæti
í bæjarstiórn Neskaupstaðar
og í bæjarráði.
— Hér er mjög mikið að gera,
sagði Gylfi. Það má segja að
allt sé í topoi. Við erum að vinna
við þessi Viðlagahús af fullum
kraftti og við það starfa um
10 staðarmenn. Þetta eru timb-
urhús frá Noregi sem 10 manna
hópur Norðmanna setur saman,
þegar við höfum lokið undirbún-
ingsframkvæmdunum. Fólk úr
Eyjum er löngu búið að skrá
sig í þessi hús en satt að segja
erum við efins um að þau þoli
álagið af misjöfnum veðrum
eins og þau gerast hér um slóð-
ir.
— Hvers konar starfsemó er
það scm þú rekur, nánar til
tekið?
— Ég er með steypustöð og
þungavinnuvélar og smíða svo
hús. Núna er ég með fimm íbúð-
ir í smíðum. Hér er yfirdrifið
nóg atvinna og fólk vill flytj-
ast hingað en bað er ekki hægt
að taka á móti því, vegna þess
að stefnan í stiórn bæjarmál-
anna hefur verið alröng. Núna
er þó búið að ganga frá skipu-
lagi 1000 manna byggðar hér úti
á Bakkabökkum. Þar eiga að
rísa einbýlishús og raðhús og
fjölbýlishús efst í byggðinni.
— En hvað er að sesia af
helztu verkefnum hæjarfélags-
ins?
— Framundan er stækkun
sjúkrahússins, meira en helm-
ingsstækkun og mun ég vinna
að því verki ásamt tveimur að-
ilum öðrum. Þetta verður 9000
rúmmetra bygging, tvær hæðir
og kiallari. Þá verður viðbótar-
bygging við barnaskólann fok-
held í haust og stækkun gagn-
fræðaskólans er fyrirhuguð
næsta sumar.
Vatnsveitan er eitt helzta
vandamál okkar því að við bú-
um við lítið og lélegt vatn. Fyr-
ir liggur áætlun um að leggia
vatnsæð innan úr sveit hingað í
bæinn og er kostnaður við það
áætlaður 32 milliónir. í sam-
bandi við þær framkvæmdir
þarf svo að reisa tvo 600 lítra
FV 9 1973
75