Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 53
Lög og réttur: Eftirlit með vátryggingarfélögum Afdrifarík lagasetning, sem tekur gildi um næstu áramót Vátryggingar skipta mdklu máli í nútíma þjóðfélagi og varða flesta, ef ekki alla, þegna þjóðfélagsins. Um hend- ur vátryggingaraðila rennur mjög mikið fjármagn. Það er því þjóðfélagsnauðsyn, að vá- try&gingar séu reknar á heil- bnigðum grundvelli og gætt sé hagsmuna vátryggingartaka og vátryggðra. Vátryggingar- takar og vátryggðir hafa yfir- leitt ekki aðstöðu til þess að meta fjárhagsaðstöðu þeirra vátryggingaraðila, . sem þeir skipta við og gera sér í raun grein fyrir þeim kjörum, sem þeir semja um. Af þessum ástæðum hefur þótt nauðsyn- legt, að ríkisvaldið taki að sér að hafa eftirlit með starf- semi vátryggingarfélaga og fáó rúmar heimildir til þess að taka í taumana, ef eitthvað fer úrskeiðis. Á slðasta Alþingi voru sam- þykkt ný lög um vátrygginga- starfsemi. Með þeim var brot- ið blaði í sögu vátrygginga hér á landi. Áður hafði nánast ekkert eftirlit verið með starf- semi vátryggingafélaga hér og var ástæðan að öllum líkind- um sú, að stjórnvöld höfðu ekki talið brýna nauðsyn tii slíks, þar sem vátryggingar væru reknar á heilbrigðum grundvelli. En á árinu 1970 gerðíst það hins vegar, að ejtt vátryggingarfélaganna, Vá- tryggingafélagið h.f., varð gjaldþrota. Má ætla, að það hafi verið einn megin hvat- inn að samningu þess frum- varps, sem nú er orðið að lögum. Fyrri lög frá 1913 um á- byrgðarlög voru löngu orðin úrelt og gegndu í sjálfu sér engu hlutverki lengur. Eftir gjaldþrot Vátryggingarfélags- ins h.f. skipaðii þáverandi tryggingamálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, nefnd til þess að semja frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi. Áður hafði Samband íslenzkra trygg- ingafélaga hvatt eindregið til samningar slíks frumvarps. Nefnd þriggja manna, sem í áttu sæti Benedikt Sigurjóns- son hæstaréttardómari og tryggingastærðfræðingarnir. Bjarni Þórðarson og Jón E. Þorláksson, samdi síðan frum- varpið og skilaði því haustið 1971. Grundvallaðist frumvarp- ið á meginsjónarmiðum í hlið- stæðri löggjöf á hinum Norður- löndunum. Þegar hér var komið, höfðu átt sér stað stjórnarskipti hér á landi og Magnús Kjartansson var orðr inn tryggingarmálaráðherra. Fékk hann fyrst Kr. Guðmund Guðmundsson cand. act. til þess að gera sínar athuga- semdir við frumvarpið og síð- an fékk þingflokkur Alþýðu- bandalagsins Erlend Lárusson tryggingastærðfræðing til þess að gera sínar tillögur um breyt- ingar. Þær breytingar voru mjög róttækar. Eins og frum- varpið var orðið eftir það var gert ráð fyrir strangara og víð- tækara eftirliti en annars stað- ar þekktist og var þá svo að sjá, sem í frumvarpið væri safnað saman ströngustu eftir- iitsákvæðum úr löggjöf ann- arra þjóða. Má þar segja, að skammt hafi verið öfganna á milli, þar sem annars vegar var algert eftirlitsleysi hér áður fyrr en síðan strangasta eftirlit, sem þekktist. Þess má geta, að á Norður- löndum hefur um langt skeið verið hajdið u.ppi virku eftir- liti með vátryggingarstarfsemi og eru ákvæði löggjafar þess- ara bjóð.a um eftirlit mun væg- ari en samkv. nýju ísl. lög- unum. Lögin voru þó í meginatriðum samin ettir lög- gjöf þessara þjóða en þó geng- ið talsvert iengra i sumu tilliti. Lagafrumvarpið var fyrst flutt á Álþingi í maíbyrjun 1972 til kynningar og síðan endurflutt 1972/1973 með örfáum breyt- ingum, Varð frumvarpið að lögum fyrir þinglok í vor og hafði þá náðst að fá nokkrar veigamiklar breytingar á því. HLUTVERK LAGANNA Hlutverk þessara laga er fyrst og fremst að tryggja, að vátryggingarfélög séu rekin á heilbrigðum og traustum grundvelli, þannig að ekki komi til þess, að tryggingar- takar, fái ekki bætt bótaskyld tjón. Vátryggingarstarfsemi er um margt sérstæð. Vátryggingarsamningar eru yfirleitt gerðir til eins árs og í sumum tilvikum til lengri tíma. Tryggingartaki reiðir iðgjaidið strax af hendi. Síð- an er það félagsins að greiða skaðabætur, ef vátryggingaat- burður verður á tryggingai tímabilinu. Ákvörðun slíkra bóta getur oft dregizt í langan tíma, sérstaklega þegar um slysabætur í ábyrgðartrygg- ingum ökutækja er að ræða. Algengt er, að slíkar bætur sé ekki unnt að ákveða fyrr en eftir 4-6 ár og jafnvel allt að 10 ár. Það er því Ijóst, að það er geysi þýðingarmikið fyrir tryggingartaka, sem tekur tryggingu gagngert til þess að firra sig fjárhagslegu tjóni vegna einhverra ófyrirsjáan- legra atburða, að geta treyst því, að félagiði geti staðið við sinn þátt samningsins, þ.e. að greiða bætur. GILDISSVIÐ Lögin gilda um hvers konar vátryggingarstarfsemi, sem rekin er á viðskiptagrundvelli. Á það jafnt við frumtrygging- ar og endurtryggingar og er sú skilgreining í samræmi við regluv annarra Norðurianda í þessum efnum. Sérstök ástæða er þó til þess að benda á, að lögin taka ekki til eftirlauna- sjóða, lífeyrissjóðia og sjúkra- sjóða. Þá eru af eðlilegum á- stæðum Tryggingastofnun r,k- isins og hliðstæðar stofnanir undanþegnar ákvæðum lag- anna, að því er varðar almenn- an rokstur slíkra stofnana. Reki slíkar stofnanir hins veg- ar vátryggingarstarfsemi á viðskiptagrundvelli, fellur rekstur þeirra undir ákvæði laganna. Samkv. lögunum mega eftir- FV 9 1973 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.