Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 5
FRJÁLS
VERZLUN
9. TBL. 1973
*
Island
Um fimm mánuðir eru liðnir síðan viðræður fóru
síðast fram milli fulltrúanefnda íslendinga og Breta
vegna landhelgismálsins. Deilan, sem risið hefur út
af því, hefur sem kunnugt er harðnað með viku hverri
að undanförnu, og þegar þetta er ritað, liggur fyrir,
að ríkisstjórn íslands hyggst slíta stjórnmálasam-
bandi við Breta, láti þeir ekki herskip sín fara af
íslandsmiðum. Lady Tweedsmuir, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Breta, hefur verið fyrirliði samninganefnd-
ar stjórnar sinnar í þeim viðræðum, sem fram hafa
farð til þessa. Með tilliti til þeirrar þróunar málsins,
sem orðið hefur frá síðustu fundum í maí sl. þótti
ritstjórn Frjálsrar verzlunar rétt að kanna viðhorf
Lady Tweedsmuir til málsins eins og það stóð um
miðjan september og koma sjónarmið hennar fram
í viðtali, eai birtist á bls. 16 í þessu tölublaði.
Samtíðarmaður
Framtak S.Í.B.S. við stofnun og rekstur vinnu-
heimilisins á Reykjalundi er eitt merkasta framfara-
spor í heilbrigðsmálum þjóðarinnar á síðustu áratug-
um. Fyrir eigið frumkvæði gátu berklasjúklingar
skapað sér skilyrði til endurhæfingar, sem nú eru
notuð á víðara sviði en áður vegna sífækkandi berkla-
veikitilfella.
Árni Einarsson er framkvæmdastjóri Reykjalund-
ar og hefur gegnt því starfi síðan 1948. Hann er sam-
tíðarmaður okkar að þessu sinni og gerir lesendum
grein fyrir starfinu á Reykjalundi og sögu heimilis-
ins ásamt þeim Jóni Þórðarsyni, framleiðslustjóra, og
Hauki Þórðarsyni, yfirlækni.
Greinar og viðtöl
Af efni þessa þáttar viljum við sérstaklega benda
á haldgóðar upplýsingar um þjónustu hótela á kom-
andi vetrarmánuðum og einnig þá aðstöðu, sem fáan-
leg er til funda og ráðstefnuhalds á hótelum og ann-
ars staðar, en upplýsingarnar eru byggðar á þeim
svörum, sem blaðinu bárust við spurningum, sem
sendar voru út til allmargra aðila, er á þessum vett-
vangi starfa.
Þá gefa forstöðumenn helztu matsölustaða í Reykja-
vík nokkur heilræði í sambandi við val veitinga
handa viðskiptamönnunum, erlendum og innlendum,
þegar þeim er boðið út að borða.
Efnisyfirlit:
í STUTTU MÁLI ........... 9
ORÐSPOR ................ 11
ísland
Innkaupastofnun Reykjavíkur-
borgar ............... 13
Islenzkar vörur á sýningum er-
lendis ................14
Launamismunur í afgreiðslu-
störfum .............. 15
Heilbrigðiseftirlit .... 15
Lady Tweedsmuir ........ 16
Útlönd
Útflutningur Norðmanna... 19
Sameining BEA og BOAC .... 23
Samtíðarmaður
Árni Einarsson, framkvæmda-
stjóri vinnuheimilisins að
Reykjalundi ............ 26
Greinar og viðtöl
Framkvæmdastofnun ríkisins . . 35
Atvinnulýðræði
Atvinnulýðræði eflist í Evrópu 39
Hótel - veitingastaðir
Gisting og ráðstefnuhöld..... 43
Hvert á að bjóða viðskiptavin-
um í mat? ................... 49
Lög og réttur
Eftirlit með vátryggingafélögum 53
Segulnálin
Seyðisfjörður ............... 59
Egilsstaðir ................. 63
Reyðarfjörður................ 71
Eskifjörður ................. 73
Norðfjörður ................. 75
Höfn í Hornafirði ........... 79
Kaupstefnan
íslenzkur fatnaður
Örar framfarir í fataiðnaðinum 83
Fyrirtæki,
vörur, þjónusta
Bókahúsið ............... 87
Nýir búðarkassar...........89
Tækninýjungar hjá IBM .... 90
OZIUM lofthreinsari....... 92
UM HEIMA OG GEIMA......... 95
FRÁ RITSTJÓRN ............ 98
FV 9 1973
5