Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 39
Bergþór Konráðsson, viðskiptafræðingur, skrifar:
Atvinnulyðræði
— en Bandaríkjamenn sýna því lítinn áhuga
Það eflist í Evrópu
Hugmyndir manna um at-
vinnulýðræði má orðið rekja
meir en hundrað ár aftur í
tímann, og gerðar hafa verið
tilraunir með það í einni eða
annarri mynd í rúm fimmtíu
ár.
Merking hugtaksins er þó
enn nokkuð á reiki, en al-
mennt mun vera um að ræða,
að hinn almenni starfsmaður
fái aukin áhrif á stjórn fyrir-
tækisins. Starfsmennirnir
vonast þannig eftir að fá
meiri völd yfir eigin starfi og
lífi, en stjórnendur reikna
hins vegar með að starfsmenn
þeirra fái aukinn áhuga á
starfi sínu og fyrirtæki, og að
það rnuni sýna sig í því að þeir
leggi sig betur fram og skili
auknum afköstum.
Árangur af tilraunum með at-
vinnulýðræði hefur verið mis-
jafn. Oft hafa þær gefizt vel, en
það hefur ósjaldan spillt fyrir,
að menn hafa fyrirfram bundið
of miklar vonir við, að hér væri
um að ræða nokkuð, sem væri
allra meina bót. Reynslan hefur
hins vegar sýnt að venjulega er
ekki um að ræða róttæka breyt-
ingu á stjórn fyrirtækisins held-
ur hefur nýjum þætti verið bætt
við, sem ætti að geta haft já-
kvæð áhrif á samstarf og upp-
lýsingaskipti í fyrirtækinu, en
hefur ákaflega lítil áhrif á dag-
leg störf hins almenna starfs-
manns.
Nú virðist hafa vaknað nýr
áhugi á þessu máli í Evrópu og
á þessu ári hafa mörg Evrópu-
lönd sett löggjöf um atvinnu-
lýðræði, er gerir yfirleitt ráð
fyrir, að starfsmenn hljóti meiri
áhrif en áður hefur verið.
Að vísu mun þorandi að full-
yrða. að löggjöf er ekki árang-
ursrík til að koma á atvinnulýð-
ræði og verður í flestum tilvik-
um lítið annað en dauður bók-
Bergþór Konráðsson.
stafur. Löggiöf um atvinnulýð-
ræði hefur þó gefizt allvel í V-
Þýzkalandi og áhrif frá henni
eru greinileg á þau lög. sem sett
hafa verið í öðrum Evrópulönd-
um undanfarið.
Evrópubúar hafa á undan-
förnum árum fengið flestar nýj-
ungar, í sambandi við stiórnun
fyrirtækja. frá Bandaríkjunum.
Þótt að ýmsu leyti sé í lög-
giöf um atvinnulýðræði farið
eftir hefðbundnum leiðum, má
þó segia að hér sé um að ræða
tilraunir til að koma á nýjum
stjórnunaraðferðum í stórurn
stíl og verður athyglisvert að
fylgjast með hvort þær muni
hafa raunverulegar breytingar í
för með sér — og þá hverjar.
SAMSTARFSFORM.
Samstarfsform það sem notað
er getur að sjálfsögðu verið með
ýmsu móti.
Samstarfsnefndir, þar sem
starfsmenn fyrirtækja kjósa
fulltrúa til að sitia í nefnd ásamt
fulltrúum stjórnenda eða eig-
enda, er eitt algengasta form at-
vinnuiýðræðis. Nefndum þess-
um er ætlað að koma saman
reglulega og miðla upplýsingum
milli stjórnenda og annarra
starfsmanna og fjalla um starfs-
mannamál og oft á tíðum hvern-
ig auka megi framleiðni og hag-
ræðingu í fyrirtækinu. Hlutverk
þessara nefnda er þannig að
vera ráðgefandi í ákveðnum
málum.
Samstarfsmáti sá, sem nú
virðist vera að vinna mest á í
Evrópu er hins vegar með þeim
hætti, að starfsmenn kjósa full-
trúa í stjórn fyrirtækisins, er
sitja þar sem fullgildir stjórnar-
menn og taka þátt í öllum stjórn-
arstörfum og hafa fullan at-
kvæðisrétt.
Þetta samstarfsform hefur
verið allútbreitt í V-Þýzkalandi
(Mitbesimmung). í kola- og
stáliðnaðinum hafa starfsmenn-
irnir t. d. kosið helming stjórn-
armanna, en stjórnin hefur síð-
an komið sér saman um odda-
mann. Venjulega hafa starfs-
menn þó ekki svo mikil áhrif í
stjórn fyrirtækjanna heldur
minnihluta aðstöðu.
í Austur-Evrópu eru þess hins
vegar dæmi t. d. í Júgóslavíu, að
starfsmenn hafa meirihluta í
stjórn fyrirtækja, og verður
stjórn fyrirtækisins þannig
ábyrg gagnvart starfsmönnun-
um, en ekki eigendum eins og
við eigum að venjast.
Rannsóknir í fyrirtækjum,
þar sem gerðar hafa verið til-
raunir með atvinnulýðræði i
þeirri mynd, að starfsmenn kjósi
úr sínum hópi hluta af stjórn
fyrirtækisins, hafa bent til að
stjórnarmenn þessir fjarlægist
yfirleitt hinn almenna starfs-
mann og upplýsingamiðlun
verði með tímanum lítil frá
þeirra hendi. Þessi aðferð hefur
hins vegar þann kost, að hún er
mjög auðveld í framkvæmd og
er það líklegasta skýringin á
vaxandi útbreiðslu hennar.
ATVINNULÝÐRÐI
í BANDARÍKJUNUM.
Fyrirtækjanefndir eru alls
ekki með öllu óþekkt fyrirbrigði
í bandarískum fyrirtækjum.
Nokkuð var um samstarfsnefnd-
ir í fyrirtækjum þar á öðrum
tug aldarinnar og í seinni heims-
styrjöldinni var komið á fót í
nokkrum mæli samstarfsnefnd-
um, sem var ætlað fyrst og
fremst að stuðla að aukinni
framleiðslu og hagræðingu. í
lok stríðsins voru yfir 5.000 slík-
ar nefndir starfandi í bandarísk-
um fyrirtækjum.
Eftir stríðið lognuðust allar
þessar nefndir út af. Þær sam-
starfsnefndir, sem nú eru í
FV 9 1973
39