Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 14
46 verksamningar að heildar- upphæð kr. 273.1 millj. og 1970 var fjöldi verksamninga alls 50 að heildarverðmæti 141,9 millj. Tala verksamninga hefur hald- izt því nær óbreytt milli ára en samningsupphæðirnar hafa stór- lega aukizt. Stærsti samningurinn í krónutölu, sem Innkaupastofn- unin hefur gert til þessa er verk- samningur við Ármannsfell h. f. um byggingu Fellaskóla í Breið- holti, sem undirritaður var í árs- byrjun. Hljóðaði sá samningur upp á 123 millj. kr. rúmar. í apríl var undirritaður verk- samningur við Brún h. f. um lögn Reykjavíkuræðar II, fyrir hitaveitu, að samningsupphæð kr. 10,1 millj. REKSTRARHAGNAÐUR RÚM MILLJÓN. Rekstrarhagnaður af starf- semi Innkaupastofnunarinnar árið 1972 nam rúmlega einni milljón króna og nemur heild- arhöfuðstóll hennar í árslok samtals rúmum 23 milljónum króna. í skýrslu Innkaupastofnunar- innar segir, að rekstrarhagnað- ur hafi verið nokkru lægri en árið á undan, en þá nam hann kr. 1,3 millj. Ástæðan fyrir þeirri lækkun er sögð annars vegar hækkun rekstrargjalda og hins vegar, að æ fleiri vörukaup lenda í lægsta álagningarflokki Innkaupastofnunarinnar, þ. e. 1%, sem eru vörukaup yfir 3,0 millj. kr. að verðmæti. Umboðs- launatekjur stofnunarinnar verða því hlutfallslega lægri miðað við veltu hennar, en velt- an jókst verulega á árinu. Rekstrargjöld námu 1,82% af heildarveltunni og hafa aðeins einu sinni, þ. e. 1971, verið hlut- fallslega lægri. Forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar er Torben Friðriksson. Kynningarmál: íslenzkar vörur á sýningum víða um lönd Islenzkir framleiðendur og útflytjendur taka í síauknum mæli þátt í allskonar sýning- um víða um heim og einnig fer það í vöxt að erlend fyrir- tæki kynni íslenzkar vörur á eigin spýtur. Dagana 2. til 11. ágúst s.l. hélt stórverzlunin Eatons í Winnipeg kynningu á íslenzkum vörum. Sýningin var mjög vönduð í alla staði og vakti athygli, enda voru t. d. allir gluggar verzlunarhús- ins þar í borg lagðir undir kynn- inguna. Sýningin sjálf fór fram á 8. hæð verzlunarinnar og um allt húsið voru merki, sem minntu á hana.Uppsetningin á hæðinni var í íslenzkum stíl og voru t. d. fatarekkar í bursta- bæjarstíl. Konur frá elliheimil- inu Gimli sýndu ullarvinnu og pönnukökubakstur við góðar undirtektir. Gullsmiðirnir Magnús og Sigurður Steinþórs- synir tóku þátt í sýningunni, og Pálína Jónmundsdóttir stjórn- aði þremur tízkusýningum á hverjum degi. GLIT H.F. SÝNDI í LONDON. Fyrir skömmu sýndi Glit h. f. framleiðslu sína á gjafavörusýn- ingu í London, ásamt nýskipuð- um umboðsmönnum fyrirtækis- ins á Bretlandseyjum. Sýningin tókst vel og er í ráði að Glit h. f. sýni vörur á samskonar sýn- ingum í Blackpool og Frank- furt á næsta ári. „Keypstevnan ’73“ í Færeyj- um fór fram dagana 14-16 sept. s.l., en undanfarin 4 ár hafa ís- lenzk fyrirtæki tekið þátt í vöru- sýningunni. Að þessu sinni voru átta íslenzkir aðilar með sameig- inlegan sýningarbás. SCANDINAVIAN FASHION WEEK. Danska fyrirtækið Firma Jelsdorf, sem er umboðsaðili fyrir Álafoss og Sambandið þar í landi tók þátt í sýningunni Scandinavian Fashion Week í Kaupmannahöfn um miðjan september og sýndi íslenzkar ullarvörur. Sala á prjónavörum í Danmörku hefur aukizt mikið á árinu, samkvæmt upplýsing- um frá Útflutningsmiðstöð iðn- aðarins. Umboðsmaður Álafoss í V- Þýzkalandi, G. Heisch & Co. K.G., taka þátt í tízkufatakaup- stefnunni í Múnchen dagana 7.- 11. okt. n.k. Álafoss og Iðnaðar- deild Sambandsins hafa tekið þátt í þessum sýningum á vorin, en nú verður gerð fyrsta tilraun- in á haustsýningunni. GULL OG SIFUR í STOKKHÓLMI. Útflutningsmiðstöð iðnaðar- ins vann í samvinnu við útflutn- ingssamtök gullsmiða að undir- búningi á kynningu á gull- og silfurmunum í einni þekktustu skartgripaverzlun Stokkhólms, Sporrong Presenter. Kynningin fór fram dagana 10.-19. sept. s.l. Nord Agencies í Glasgow, sem selur vörur frá Álafossi, Iðnað- ardeild Sambandsins, Sláturfé- laginu og Gliti í Skotlandi, tek- ur þátt í sýningunni Modern Homes Exhibition þar í borg dagana 3.-20. okt. Þar verða sýndar íslenzkar ullar-, skinna- og keramikvörur. í Amsterdam verður haldin í nóvember „Tax-Free Trade Symposium11, sem er ráðstefna um frihafnarverzlun og sýning á fríhafnarvörum. Álafoss og Iðnaðardeild Sambandsins ætla að taka þátt í sýningunni til reynslu. íslenzkar ullarvörur eru nú á boðstólum í þremur ev- rópskum fríhöfnum, Shannon á írlandi, Kastrup og Keflavík. 14 FV 9 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.