Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 14
46 verksamningar að heildar-
upphæð kr. 273.1 millj. og 1970
var fjöldi verksamninga alls 50
að heildarverðmæti 141,9 millj.
Tala verksamninga hefur hald-
izt því nær óbreytt milli ára en
samningsupphæðirnar hafa stór-
lega aukizt.
Stærsti samningurinn í
krónutölu, sem Innkaupastofn-
unin hefur gert til þessa er verk-
samningur við Ármannsfell h. f.
um byggingu Fellaskóla í Breið-
holti, sem undirritaður var í árs-
byrjun. Hljóðaði sá samningur
upp á 123 millj. kr. rúmar. í
apríl var undirritaður verk-
samningur við Brún h. f. um
lögn Reykjavíkuræðar II, fyrir
hitaveitu, að samningsupphæð
kr. 10,1 millj.
REKSTRARHAGNAÐUR
RÚM MILLJÓN.
Rekstrarhagnaður af starf-
semi Innkaupastofnunarinnar
árið 1972 nam rúmlega einni
milljón króna og nemur heild-
arhöfuðstóll hennar í árslok
samtals rúmum 23 milljónum
króna.
í skýrslu Innkaupastofnunar-
innar segir, að rekstrarhagnað-
ur hafi verið nokkru lægri en
árið á undan, en þá nam hann
kr. 1,3 millj. Ástæðan fyrir
þeirri lækkun er sögð annars
vegar hækkun rekstrargjalda og
hins vegar, að æ fleiri vörukaup
lenda í lægsta álagningarflokki
Innkaupastofnunarinnar, þ. e.
1%, sem eru vörukaup yfir 3,0
millj. kr. að verðmæti. Umboðs-
launatekjur stofnunarinnar
verða því hlutfallslega lægri
miðað við veltu hennar, en velt-
an jókst verulega á árinu.
Rekstrargjöld námu 1,82% af
heildarveltunni og hafa aðeins
einu sinni, þ. e. 1971, verið hlut-
fallslega lægri.
Forstjóri Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar er Torben
Friðriksson.
Kynningarmál:
íslenzkar vörur á sýningum víða
um lönd
Islenzkir framleiðendur og
útflytjendur taka í síauknum
mæli þátt í allskonar sýning-
um víða um heim og einnig
fer það í vöxt að erlend fyrir-
tæki kynni íslenzkar vörur á
eigin spýtur.
Dagana 2. til 11. ágúst s.l. hélt
stórverzlunin Eatons í Winnipeg
kynningu á íslenzkum vörum.
Sýningin var mjög vönduð í alla
staði og vakti athygli, enda voru
t. d. allir gluggar verzlunarhús-
ins þar í borg lagðir undir kynn-
inguna. Sýningin sjálf fór fram
á 8. hæð verzlunarinnar og um
allt húsið voru merki, sem
minntu á hana.Uppsetningin á
hæðinni var í íslenzkum stíl og
voru t. d. fatarekkar í bursta-
bæjarstíl. Konur frá elliheimil-
inu Gimli sýndu ullarvinnu og
pönnukökubakstur við góðar
undirtektir. Gullsmiðirnir
Magnús og Sigurður Steinþórs-
synir tóku þátt í sýningunni, og
Pálína Jónmundsdóttir stjórn-
aði þremur tízkusýningum á
hverjum degi.
GLIT H.F. SÝNDI í LONDON.
Fyrir skömmu sýndi Glit h. f.
framleiðslu sína á gjafavörusýn-
ingu í London, ásamt nýskipuð-
um umboðsmönnum fyrirtækis-
ins á Bretlandseyjum. Sýningin
tókst vel og er í ráði að Glit
h. f. sýni vörur á samskonar sýn-
ingum í Blackpool og Frank-
furt á næsta ári.
„Keypstevnan ’73“ í Færeyj-
um fór fram dagana 14-16 sept.
s.l., en undanfarin 4 ár hafa ís-
lenzk fyrirtæki tekið þátt í vöru-
sýningunni. Að þessu sinni voru
átta íslenzkir aðilar með sameig-
inlegan sýningarbás.
SCANDINAVIAN
FASHION WEEK.
Danska fyrirtækið Firma
Jelsdorf, sem er umboðsaðili
fyrir Álafoss og Sambandið þar
í landi tók þátt í sýningunni
Scandinavian Fashion Week í
Kaupmannahöfn um miðjan
september og sýndi íslenzkar
ullarvörur. Sala á prjónavörum
í Danmörku hefur aukizt mikið
á árinu, samkvæmt upplýsing-
um frá Útflutningsmiðstöð iðn-
aðarins.
Umboðsmaður Álafoss í V-
Þýzkalandi, G. Heisch & Co.
K.G., taka þátt í tízkufatakaup-
stefnunni í Múnchen dagana 7.-
11. okt. n.k. Álafoss og Iðnaðar-
deild Sambandsins hafa tekið
þátt í þessum sýningum á vorin,
en nú verður gerð fyrsta tilraun-
in á haustsýningunni.
GULL OG SIFUR
í STOKKHÓLMI.
Útflutningsmiðstöð iðnaðar-
ins vann í samvinnu við útflutn-
ingssamtök gullsmiða að undir-
búningi á kynningu á gull- og
silfurmunum í einni þekktustu
skartgripaverzlun Stokkhólms,
Sporrong Presenter. Kynningin
fór fram dagana 10.-19. sept. s.l.
Nord Agencies í Glasgow, sem
selur vörur frá Álafossi, Iðnað-
ardeild Sambandsins, Sláturfé-
laginu og Gliti í Skotlandi, tek-
ur þátt í sýningunni Modern
Homes Exhibition þar í borg
dagana 3.-20. okt. Þar verða
sýndar íslenzkar ullar-, skinna-
og keramikvörur.
í Amsterdam verður haldin
í nóvember „Tax-Free Trade
Symposium11, sem er ráðstefna
um frihafnarverzlun og sýning
á fríhafnarvörum. Álafoss og
Iðnaðardeild Sambandsins ætla
að taka þátt í sýningunni til
reynslu. íslenzkar ullarvörur
eru nú á boðstólum í þremur ev-
rópskum fríhöfnum, Shannon á
írlandi, Kastrup og Keflavík.
14
FV 9 1973