Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 67
Prjónastofan Dyngja Árið 1968 stofnuðu nokkrir einstaklingar prjónastofuna Dyngju á Egilsstöðum og var það gert til þess að bæta at- vinnuástandið í kauptúninu. Var byrjað að prjóna í kjallaran- um hjá Búnaðarbankanum og þar eru allar prjónavélarnar enn þá, en saumastofa er rekin í iðn- aðarhúsinu nýja. Dyngja framleiðir fyrst og fremst til útflutnings, og prjóna- kápan góða, sem seld hefur ver- ið á vegum American Express, var hönnuð fyrir Dyngju á sín- um tíma og fyrst framleidd þar. í fyrra voru fluttar út prjóna- kápur frá Dyngju fyrir 24 mill- jónir og fóru þær nær eingöngu á Ameríkumarkað. Nam heild- arútflutningurinn um 10.000 kápum. Að sögn Þorsteins Gúst- afssonar, fulltrúa hjá Dyngju, fer aðstaðan á erlendum mörk- uðum versnandi vegna verð- bólgu innanlands, en markaðs- verð í útlöndum hefur ekki hækkað fyrir þessar framleiðslu- vörur eins og t. d. fiskurinn. í allar kápurnar frá Dyngju er notað svokallað loðband en það er sérstök tegund af ullar- bandi með loðinni áferð. Sigurð- ur Gunnarsson, ullarfræðingur gerði tilraunir með þetta band hjá Dyngju og Álafossi. Taldi Þorsteinn koma til greina að framleiða margs konar sport- fatnað úr þessu hráefni auk tízkufatnaðarins, sem nú nýtur vinsælda úti í hinum stóra heimi. Dyngja leggur nú aukna á- herzlu á að framleiða fyrir inn- anlandsmarkað og er það margs konar prjónafatnaður fyrir herra, dömur og börn, sem þar er um að ræða. Er sölumaður í förum fyrir prjónastofuna hér innanlands, og hún hefur tekið þátt í kaupstefnum í Reykjavík. Markaðsöflun fyrir útflutning- inn annast aftur á móti fyrirtæk- in Álafoss og Icelandic Imports í New York. Prjónavélarnar hjá Dyngju eru nú níu talsins og unnið er 1 vélasalnum 16 tíma í sólarhring. Alls er starfsliðið nú 35 manns en fjöldinn er breytilegur. Framleiðslan er nokkuð jöfn allt árið en þó háannir á haustin, þegar börnin vantar skólafatn- að en minnst er að gera í janúar og febrúar. Framkvæmdastjóri prjóna- stofunnar Dyngju er Óskar Mikaelsson. í saumastofu prjónastofunnar Dyngju. VERZLUNIN FÚNN Hafnarbraut 22 - Sími 97-7250 NORÐFIRÐI • MELKA-skyrtur. Jakkar og úlpur fyrir dömur. • KORONA-föt. Herrasnyrtivörur og alls konar • FACO-föt. • GAZELLA-kápur. fatnaður. FV 9 1973 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.