Frjáls verslun - 01.09.1973, Qupperneq 67
Prjónastofan Dyngja
Árið 1968 stofnuðu nokkrir
einstaklingar prjónastofuna
Dyngju á Egilsstöðum og var
það gert til þess að bæta at-
vinnuástandið í kauptúninu.
Var byrjað að prjóna í kjallaran-
um hjá Búnaðarbankanum og
þar eru allar prjónavélarnar enn
þá, en saumastofa er rekin í iðn-
aðarhúsinu nýja.
Dyngja framleiðir fyrst og
fremst til útflutnings, og prjóna-
kápan góða, sem seld hefur ver-
ið á vegum American Express,
var hönnuð fyrir Dyngju á sín-
um tíma og fyrst framleidd þar.
í fyrra voru fluttar út prjóna-
kápur frá Dyngju fyrir 24 mill-
jónir og fóru þær nær eingöngu
á Ameríkumarkað. Nam heild-
arútflutningurinn um 10.000
kápum. Að sögn Þorsteins Gúst-
afssonar, fulltrúa hjá Dyngju,
fer aðstaðan á erlendum mörk-
uðum versnandi vegna verð-
bólgu innanlands, en markaðs-
verð í útlöndum hefur ekki
hækkað fyrir þessar framleiðslu-
vörur eins og t. d. fiskurinn.
í allar kápurnar frá Dyngju
er notað svokallað loðband en
það er sérstök tegund af ullar-
bandi með loðinni áferð. Sigurð-
ur Gunnarsson, ullarfræðingur
gerði tilraunir með þetta band
hjá Dyngju og Álafossi. Taldi
Þorsteinn koma til greina að
framleiða margs konar sport-
fatnað úr þessu hráefni auk
tízkufatnaðarins, sem nú nýtur
vinsælda úti í hinum stóra
heimi.
Dyngja leggur nú aukna á-
herzlu á að framleiða fyrir inn-
anlandsmarkað og er það margs
konar prjónafatnaður fyrir
herra, dömur og börn, sem þar
er um að ræða. Er sölumaður í
förum fyrir prjónastofuna hér
innanlands, og hún hefur tekið
þátt í kaupstefnum í Reykjavík.
Markaðsöflun fyrir útflutning-
inn annast aftur á móti fyrirtæk-
in Álafoss og Icelandic Imports
í New York.
Prjónavélarnar hjá Dyngju
eru nú níu talsins og unnið er 1
vélasalnum 16 tíma í sólarhring.
Alls er starfsliðið nú 35 manns
en fjöldinn er breytilegur.
Framleiðslan er nokkuð jöfn allt
árið en þó háannir á haustin,
þegar börnin vantar skólafatn-
að en minnst er að gera í janúar
og febrúar.
Framkvæmdastjóri prjóna-
stofunnar Dyngju er Óskar
Mikaelsson.
í saumastofu prjónastofunnar Dyngju.
VERZLUNIN
FÚNN
Hafnarbraut 22 - Sími 97-7250
NORÐFIRÐI
• MELKA-skyrtur. Jakkar og úlpur fyrir dömur.
• KORONA-föt.
Herrasnyrtivörur og alls konar
• FACO-föt.
• GAZELLA-kápur. fatnaður.
FV 9 1973
67