Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 35
Grcinar og uiðlöl Or. Guðmundur Magnússon, prófessor: Skellur í tönnum Þegar Framkvæmdastofn- un ríkisins var sett á laggirn- ar, voru mjög skiptar skoð- anir um, hvert ágæti hennar mundi verða og hvaða afleið- ingar það gæti haft að mynda vegg stjórnmálaerindreka milli ríkisstjórnar og sérfræð- inga. Var ég í hópi efasemdar- manna. AÐDRAGANDINN. Það gegndi engri furðu, að þeir flokkar, sem nú sitja í rík- isstjórn skyldu vilja breyta til á höfðu verið í stjórnarandstöðu í ýmsum sviðum. Flokkarnir meira en áratug og ýmsu hafði verið lofað, sem annaðhvort ekki var unnt að hlaupa fram hjá eða þá ástæða var til að hrista upp í. Framsóknarflokkurinn hafði barizt einna skeleggast á þingi fyrir, að komið yrði á „skipu- lagi áætlunargerðar til langs tíma“. Þetta var sú kenning, sem lagði grundvöllinn að stofnun- inni. Fæðing hennar var boðuð í stjórnarsáttmálanum og leit hún fljótlega ljós um áramótin 1971/72. SKRÝTIN VIÐBRÖGÐ, Það einkennilega skeði, að forsvarsmenn allra stjórnar- flokka, nema eins hallmæltu stofnuninni strax á meðan hún var í burðarliðnum. Það var eins og enginn vildi gangast við óska- barninu. En ekki þýddi annað, en framfæra afkvæmið af al- mannafé, fyrst það var einu sinni orðið til. Fékk það þrjá fósturferður, sem lært höfðu hver sína uppeldisaðferðina, og var einkar spennandi að bíða og sjá, hvernig uppeldið tækist. HAGRANNSÓKNADEILDIN SKILIN FRÁ. Upphaflegu frumvarpi um Framkvæmdastofnunina var breytt á þá leið, að hagrann- sóknadeildin skyldi heyra beint undir forsætisráðuneytið, eins og verið hafði um Efnahags- stofnunina á sínum tíma. Þýddi þetta í reynd, að stofnunin var tvíklofin, þar sem fósturfeð- urnir höfðu ekkert með ráðgjöf í efnahagsmálum og hagrann- sóknir að gera. BLÓTAÐ Á LAUN. Hverjum manni er ljóst, að sú víðtæka áætlunargerð, sem boðuð var, leit aldrei dagsins ljós. Reyndar mynda hámælgin um ætlunarverk stofnunarinnar og ýmis önnur atriði stjórnar- sáttmálans algjöra þverstæðu: framkvæma á margt og mikið, en síðan skal áætlað, hvað skuli gert. Það varð að sjálfsögðu að reikna með því, að það tæki nokkurn tíma að komast í gang. Á meðan notuðu ráðherrarnir óspart tækifærið til að gera það, sem þeim sýndist. VERKEFNIN FÆRAST í ANNARRA HENDUR. Það merkilega hefur hins veg- ar verið að gerast á síðustu mán- uðum, að hætt er að blóta á laun og farið er að tina verk- efni af stofnuninni opinberlega. Iðnaðarráðherra hefur komið á laggirnar nefnd til að vinna að iðnaðaráætlunum og lagabreyt- ingum á sviði iðnaðar. Fleiri manns munu ráðnir til þessa starfa. Fjármálaráðuneytið hefur á- kveðið að flytja gerð fram- kvæmda- og f járöflunaráætlun- ar til hagsýslunnar, og mun á- ætlunin verða prentuð ásamt f járlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Eins og áður er sagt, er hag- rannsóknadeildin nánast stofn- un út af fyrir sig. Kæmi eng- um á óvart þótt hún yrði það formlega, fyrr en varir, ef svo fer, sem fram horfir. RÉTT STEFNA. Það, sem einkennir verkefna- tvístringinn er, að sennilega er verið að gera hið rétta. Ekki er ósennilegt, að málin hefðu þró- azt eitthvað á þessa leið ,,af sjálfu sér“, nema varðandi hag- rannsóknadeildina. Þetta sýnir, að frumvarpið um Fram- kvæmdastofnunina var van- hugsað. FARIÐ í HRING. Hvað er þá eftir hjá fóstur- feðrunum? Byggðamálin. Byggðaáætlanir voru áður stundaðar af Efnahagsstofnun- inni og Atvinnujöfnunarsjóði, sem innlimaður var í Fram- kvæmdastofnunina. Það virðist því, sem hér sé komin sú byggða- stofnun eða byggðamálaráðu- neyti að nokkru leyti, sem lýst var eftir á síðasta þingi. SETT OFAN. Afskipti Framkvæmdastofn- unarinnar af byggingu Seðla- bankans hafa ekki farið fram hjá neinum. Fram hefur komið, að hún hafði ekki vald til að stöðva framkvæmdir, enda þótt viss ákvæði í lögum stofnunar- innar gerfi það til kynna. Hvort sem æskilegt er, að stofnunin hafi slíkt vald eða ekki, setti hún ofan við að telja sig hafa vald, sem ekki var fyrir hendi. BATNANDI MANNI ER BEZT AÐ LIFA. Sennilega munu þeir, sem komu Framkvæmdastofnun rík- isins á fót aldrei viðurkenna op- inberlega, að hún hafi ekki átt rétt á sér (í þeirri mynd, sem hún tók á sig). Tilraunin hefur þó ekki verið alltof dýrkeypt, ef hún verður til þess, að ráðamenn draga af henni lærdóm og efla raunhæfa áætlunargerð og hag- rannsóknir, þar sem múrinn milli sérfræðinga og ráðherra er brotinn niður. FV 9 1973 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.