Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 71
Reyðarfjörður:
Þjónusfa og sjávarútvegur undirstaða
atvinnulífsins
Vegagerð ríkisins hefur að-
setur á Reyðarfirði fyrir Aust-
urlandsmiðstöð sína og hafa
20-30 menn á staðnum at-
vinnu af þeirri þjónustu, sem
Vegagerðin stendur fyrir
eystra. Má rekja sögu þessa
fyrirkomulags allt til ársins
1932, þegar snjóbíll var fyrst
staðsettur á Reyðarfirði til að
halda uppi samgöngum um
nærliggjandi héruð á vetrum.
Fyrir nokkru kom til tals, að
flytja starfsemi Vegagerðarinn-
ar frá Reyðarfirði til Egilsstaða
en því mótmæltu Reyðfirðingar
kröftuglega og varð ekkert af
þeirri breytingu. Bentu þeir á,
að hún myndi hafa í för með sér
álíka ástand í atvinnumálum
og ef 2800 heimilisfeður í
Reykjavík yrðu allt í einu at-
vinnulausir.
MIÐIN 150 MÍLUR í BURTU.
Að öðru leyti er það sjávar-
útvegurinn, sem fólk á Reyðar-
firði byggir afkomu sína á. Við
hittum þar að máli þá Hjalta
Gunnarsson og Hallgrím Jónas-
son, sem stunda bátaútgerð og
fiskverkun. Hallgrímur er fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar,
sem á tvo 250 tonna báta, Gunn-
ar og Snæfugl, en Hjalti sér um
rekstur saltfiskvinnslustöðvar-
innar. Síldveiðarnar voru í há-
marki fyrir Austurland, þegar
bátarnir komu austur, en þeir
eru nú að verða úreltir vegna
þess hve óhagkvæmir þeir eru í
rekstri. Á vetrarvertíðinni þurfa
þeir að sækja 100 til 150 mílur
á miðin þannig að veiðiferðir
taka allt að sex dögum, þegar
veitt er suður við Ingólfshöfða
eða jafnvei vestur undir Dyr-
hólaey. Þetta gerir erfiðara að
fá sjómenn á bátana og eins tek-
ur lengri tíma að afgreiða bát-
ana milli veiðiferða en ella auk
þess sem löng sigling gerir út-
gerðina óarðbærari. Samanlagt
veiddu þeir Gunnar og Snæfugl
1300 tonn á síðustu vetrarvertíð.
Auk Gunnars og Snæfugls eru
gerðir út tveir 11 tonna bátar
frá Reyðarfirði og nokkrar trill-
ur.
SÍLDIN SKAPAÐI
UNDIRSTÖÐUNA.
Nokkur hluti aflans fer til
vinnslu í frystihúsi kaupfélags-
ins en langmest þó í saltfiskverk-
un. Fiskverkunarhúsið var reist
fyrir fjórum árum og er þegar
búið að vélvæða það að nokkru
marki, en enn frekara átak er
framundan í þeim efnum. Þar
voru fullverkuð 250 tonn af salt-
fiski í fyrra, en rekstrarleg út-
koma var fremur neikvæð.
Binda menn nú vonir við batn-
andi verðlag á þessum afurðum.
Útflutningsverðmætið fyrri-
hluta þessa árs er um 20 millj-
ónir. Að sögn þeirra Hjalta og
Hallgríms er það aðstaðan síð-
an á síldarárunum, sem gerir
það að verkum, að þeir gera enn
út frá Reyðarfirði, þó að bátarn-
ir séu óhentugir. Þá var fjárfest
mikið í landi og kjölfesta sköp-
uð. Nú, þegar síldin er horfin
verður þess vegna að reyna aðr-
ar leiðir.
Alls eru það milli 40 og 50
manns, sem stunda atvinnu hjá
fyrirtækjunum, bæði á sjó og í
landi, á vetrarvertíðinni. Vinnu-
laun námu í fyrra tæpum 23
milljónum. Hefur afli borizt
jafnt og stöðugt á land og at-
vinnuöryggi því verið fyrir
hendi.
VILJA SKUTTOGARA.
Á síðustu loðnuvertíð bárust
á land um 16000 tonn til bræðslu
á Reyðarfirði og var það fyrst
og fremst fyrir tilverknað nefnd-
arinnar, sem jafnaði niður flutn-
ingum til löndunarstöðvanna.
Bátarnir Gunnar og Snæfugl eru
fyrst og fremst síldveiðiskip og
hefur ekki þótt ráðlegt að búa
þá út til loðnuveiða fyrir það
hversu litlir þeir eru. Nú er hins
vegar til íhugunar að fá skut-
togara, er setja megi á loðnu-
veiðar, um 500 tonn að stærð.
Iljalti Gunnarsson á Reyðarfirði fyrir framan fiskvinnslustöð
Gunnars og Snæfugls í þorpinu.
FV 9 1973 71
L