Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 77
Gylfi Gunnarsson fyrir framan steypubílinn sinn í nýja hverfinu, þar sem hús Viðlagasjóðs í Neskaupstað eru reist. vatnsgeyma en framkvæmdum hefur verið frestað og ákveðið að bíða til næsta vors. En það getur orðið dýrkeypt, því að eng- inn veit hvernig gengur að fá mannskap þá. Spennan er mjög mikil í peningamálum hér eins og annars staðar og allar kostn- aðaráætlanir stighækka með hverjum mánuði sem líður. Þið hafið eflaust tekið eftir, að hér er búið að leggja olíu- möl á götur. Gallarnir eru strax að koma í ljós, því að undir- búningsvinnan var alls ekki nógu vönduð. Göturnar eru að bólgna allar upp. Það má þakka nýja bæjarstjóranum okkar, Loga Guðbrandssyni, hverju tekizt hefur að bjarga. Hann er verkfræðingur og stóð í því myrkranna á milli að stjórna og bjarga því sem bjargað varð. Það er líka í fyrsta skipti um langt skeið, sem bæjarstjóri hér í Neskaupstað hefur umgengizt vinnandi fólk. Við hefðum mátt vera búnir að ráða til okkar verkfræðing í bæjarstjórastöðu fyrir 10 árum eða hafa hér alla- vega embættismann með verk- fræðingsmenntun á vegum bæj- arins og þá væri ástandið annað og betra. — Hér hafa bætzt við nokk- ur ný fiskiskip að undanförnu. Er atvinnuástand hér þá ekki með niiklum hlóma? — Jú, þau mál standa mjög vel. Við höfum á skömmum tíma fengið hingað tvo skuttog- ara og eitt 1000 tonna skip, sem er gert út á nótaveiðar. Það er núna í Norðursjónum að veiða makríl og hefur landað honum hérna til bræðslu í tilrauna- skyni. Að auki eru 6 stórir bát- ar og 50-60 minni þilfarsbátar og trillur. Vinna er mjög stöðug og góð í fiskvinnslu og núna fyrir nokkru gerði verkalýðsfélagið sérstaka samþykkt um að beina þeim tilmælum til stjórnenda fiskvinnslustöðvarinnar, að þar yrði ekki unnið á sunnudögum. Fólk hefur lagt mikið á sig við vinnu og sunnudagsvinna hefur verið felld niður nema í sérstök- um tilfellum. — Gengur vel að fá mann- skap á togarana? — Já. Það eru tveir menn um hvert pláss, því að þeir koma með vikukaup. sem er á við tveggja mánaða laun verka- manna. En í þessu sambandi er rétt að minnast á hafnaraðstöð- una, sem er alls ekki nógu góð. Við getum ekki verið öruggir með þessi nýju skip okkar hér inni og það var aðeins fyrir ó- sérhlífni sjómanna að hér var bjargað verðmætum upp á hundruð milljóna í óveðri í fyrravetur. Okkur vantar mjög tilfinnanlega 20-30 millj. til að ganga betur frá hafnaraðstöð- unni. — Á einkaframtak erfitt uppdráttar hér í þessu bæjar- félagi, sem kommún.istar hafa ráðið áratugum saman? — Hér eru öll helztu atvinnu- tækin í eigu eins og sama aðila, þessarar gömlu kommúnista- klíku, og einkarekstur sem slík- urer mjög lítill. Fyrirtæki, sem heitir Síldarvinnslan, gerir út skipin og vinnur aflann. Hún var áður í eigu Samvinnufélags útgerðarmanna og Dráttarbraut- arinnar. Þegar Dráttarbrautin fór á hausinn var einn og sami forstjórinn hafður yfir henni og Síldarvinnslunni. Svo þegar Samvinnufélag útgerðarmanna stóð höllum fæti var Síldar- vinnslan látin kaupa upp það móðurfyrirtæki sitt. því að hún græddi peninga á síldarárunum. Kommúnistar náðu öllum tök- um á útgerðarfélaginu með að- stoð trillukarla og svo sport- fiskimanna, sem fóru á sjó sér til gamans, þegar vel viðraði. Gömlu útgerðarmönnunum var þannig ýtt til hliðar. Má segja, að einn og sami maðurinn ann- ist nú alla daglega stjórn at- vinnureksturs hér á staðnum og að baki honum stendur þetta al- ræmda kommúnistaauðvald. Nú eru þeir að fara inn í verktaka- starfsemina líka og stofnuðu hér byggingafélag, sem auglýst var með fréttum í útvarpi og blöð- um, en það bólar nú samt lítið á byggingunum enn. — Ei það til marks um greiðari aðgang að fjáii.iagni undir vinstri stjórn að þessi nýju skip hafa verið keypt hingað undanfanið? — Nei. Alls ekki. Lúðvík Jós- epsson hefur getað náð í þá pen- inga, sem hann hefur þurft á að halda og þá er sama, hvort við völd hefur verið viðreisnar- stjórn eða vinstri stjórn. Það er reyndar ekki af neinu öðru en einhverri undarlegri þrjózku að menn hafa ekki gefizt upp á að fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum hér á þessum stað. Þegar einkaaðilarnir vildu koma upp Rauðubjargaverk- smiðjunni svonefndu á árunum var farið fram á að fá lánaða tolla upp á 2 Vi. milljón. Þetta var á viðreisnarárum en svarið var nei. Á sama tíma var sildar- bræðslan hér stækkuð fyrir 40 milljónir og það stóð ekki á þeirri fyrirgreiðslu. Sama er að segja um togara- málin. Nokkrir einstaklingar voru reiðubúnir að leggja fram fé til kaupa á skuttogara en vantaði 5 milljóna króna ríkis- ábyrgð. Hún fékkst ekki, en kommarnir keyptu skuttogar- ana og hlutu til þess alla að- stoð. — Telurð'u horfur á, að þetta valdahlutfall kunni að breytast skjótlega, t. d. við næstu bæjarstjórnarkosningar að vori? — Því er erfitt að spá. Það fer reyndar eftir útkomunni á loðnuvertíðinni í vetur hvað bæjarstjórnarforystan hefur mikið fjármagn úr að moða. Ég er mjög bjartsýnn á fram- tíð staðarins og bind miklar von- ir við hann ef málefni hans verða ekki einangruð við hags- muni þessa pólitíska hrings, sem hér ræður ferðinni. FV 9 1973 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.